Menntamál - 01.12.1962, Side 120
334
MENNTAMÁL
ATHUGASEMDIR OG SKÝRINGAR:
1. Raunverulegur nemendafjöldi er nokkru lægri en fram kemur í
yfirlitinu — eða sem næst 17425. Það stafar af því, að í yfirlitinu
er nokkur hluti nemenda tvítalinn, en mikill hluti nemenda tón-
listarskólannna, handíða- og myndlistarskólanna, Listdansskóla
Þjóðleikliússins, námsflokka og málaskóla er jafnframt í barna- og
gagnfræðastigsskólum. — Það mun láta nærri, að lækka rnegi heild-
artöluna um 1700 (19125—1700), og verður þá fjöldi einstaklinga í
framhaklsskólum sem næst 17425.
2. Ndmsmenn við erlencla skóla eru nú 842 alls.
3. Af gagnfræðastigsskólum eru 4 einkaskólar: Skóli sr. Þorgríms Sig-
urðssonar á Staðarstað, skóli sr. Sigurðar Guðmundssonar á Grenj-
aðarstað, Hlíðardalsskólinn í Ölfusi og Kvöldskóli K. F. U. M. í
Reykjavík.
4. Til fastra kennara teljast skólastjórar allra skóla nema unglinga-
skólanna og miðskólanna (að Sauðárkróki og Selfossi undanskild-
um), en skólastjórar flestra þeirra eru jafnframt skólastjórar barna-
skóla viðkomandi staða og teljast þvi til fastra kennara þeirra
skóla.
5. Til fastra kennara við skóla gagnfræðastigsins í Reykjavík eru tald-
ir 4 sundkennarar, enda þótt aðeins 2 þeirra teljist kennarar
við gagnfræðastigsskólana. Hinir annast kennslu og próldómara-
störf í sundi við aðra framhaldsskóla í Rcykjavík.
0. Af föstum kennurum við gagnfræðastigsskóla eru 15, sem gegna
starfi að 24 lilutum, 27 gegna starfi að \/2, en flestir þeirra eru
jafnframt fastir kennarar að hálfu við barnaskóla, 1 gegnir starfi
að og 2 að I/3 hluta, 5 eru í orlofi, 8 hafa leyfi frá störfum án
launa og 1 er veikur allt skólaárið.
Af föstum kennurum við aðra framhaldsskóla cn gagnfræðastigs-
skóla eru 2 i starfi að \/2, 1 að 1/, 1 er í orlofi, 2 hafa leyfi frá störf-
um, og 3 eru veikir allt skólaárið. Einn af prófessorum Háskólans
hefur leyfi frá kennslustiirfum þetta skólaár.
7. Um stundakennara skal það tekið fram, að allmargir þeirra eru
tvítaldir, þar sem nokkrir eru fastir kennarar við aðra skóla og
sumir eru stundakennarar við fleiri en einn skóla.