Menntamál - 01.12.1962, Side 121
MENNTAMÁL
385
SITT A F HVERJU
Landspróf miðskóla.
í síðasta hefti Skírnis skrifa þeir Jónas Pálsson og
Hjálmar Ólafsson um landspróf miðskóla. Er þetta skil-
merkileg, en takmörkuð greinargerð á rannsókn, er þeir
hafa gert á prófi þessu. Er ástæða til að hvetja alla kenn-
ara til að lesa ritgerð þessa, því að hún er á sínu sviði,
rækilegasta grein, sem fyrir landsprófinu hefur verið
gerð. Svo sem kunnugt er, mun ekkert eitt próf innan
skólakerfisins íslenzka vera öllu afdrifaríkara en lands-
prófið, og er því ástæða til að fylgjast betur með því en
Flestum prófum öðrum. Greinarhöfundar hvetja mjög
til slíks eftirlits, því að það eitt tryggir, að prófið sjálft
fullnægi markmiði sínu. Tel ég kennarastéttinni skylt að
beita sér fyrir því, að fé verði lagt til slíkra rannsóknar-
starfa. Br. J.
Fræðsluráð fsafjarðar.
Isafirði, 15. ágúst 1902.
Sökum alvarlegs kennaraskorts við Barnaskóla ísafjarðar og Gagn-
fræðaskólann á isafirði samþykkti bæjarstjórn ísafjarðar 14. þ. m.
samhljóða að greiða öllum kennurum téðra skóla staðaruppbót næsta
skólaár. Aukagreiðslur þessar eru kr. 750,00 til livers kennara á starfs-
mánuð, — þ. e. í 9 mánuði, eða til livers kennara kr. 0.750,00 yfir
skólaárið. — Enn eru nokkrar stöður lausar við ísfirzku skólana.
Samþykkt bæjarstjórnarinnar í þessu efni er byggð á samhljóða
ósk fræðsluráðsins á ísafirði, en á fundi þess 13. þ. m. var samþykkt
svohljóðandi tillaga með atkv. allra fræðsluráðsmanna:
„Þar sem barnaskólinn hefur undanfarið búið við svo alvarlegan
kennaraskort, að ekki hefur tckizt, — þrátt fyrir rnikla aukavinnu
kennaranna —, að halda uppi lögboðinni fræðslu samkv. námsskrá,
og þar sem enn liefur engin umsókn borizt urn auglýstar kennarastöð-
ur við skólann, svo og með tilvísun til þess að allar líkur benda til