Menntamál - 01.12.1962, Síða 124
338
MENNTAMÁL
Reglur um greiðslu fyrir aulcavinnu handavinnukcnnara
stúllcna í barnaskólum og gagnfræðastigsskólum.
1. gr. — í þeim barnaskólum og gagnfræðastigsskólum, er kenna
stiilkum handavinnu samkvæmt námsskrá og hafa ekki aðstöðu lil
að láta nenrendur sjálfa sníða handavinnuefni sín, er heimilt að
fækka skyldustundum handavinnukennara, sem sníða verð:i fyrir nem-
endur sína utan kennslustunda, eða greiða sent stundakennslu, ef
hentara þykir, eftir reglurn þeim, sem hér fara á eftir.
2. gr. — Afslátt í skyldukennslu skal reikna fyrir allan starfstíma
skólans sem hér segir:
1 barnaskólum:
a) Vegna kennslu 11 ára barna 1 kennslust. fyrir hverja 4 nemendur.
h) Vegna 12 og 13 ára barna 1 kennslust. fyrir hverja 2 nemendur.
/ gagnjrœðastigsskólum:
Ein kennslustund fyrir hverja 5 nemendur í 1. bekk. í öðrum bekkj-
um skólans 1 kennslustund fyrir hvern nemanda.
3. gr. — Fækkun skyldustunda á viku þann tíma, er hver skóli starl'-
ar, skal miða við 8 mánaða skóla (eða 32 vikur), og finnst hún mcð því
að deila með 32 í þann stundafjölda, scm hlutaðeigandi kennari getur
fengið samkvæmt ákvæðum 2. greinar. Reikna skal með þeim nem-
endafjölda, sem kennarinn kennir 1. starfsmánuð skólans, en verði
síðar yfir 10% breyting þar á að jafnaði til hækkunar eða lækkunar,
má leiðrétta það í lok kennslutímans.
4. gr. — Reglur þessar eru settar með hliðsjón af 38. gr. laga nr.
48/1946 og gilda frá 1. sept. 1961.
MenntamálaráÖuneytið, 26. febrúar 1962.
Gylfi Þ. Gislason.
liirgir Thorlacius.
Vinsamleg tilmæli.
Skólar eru nú að hefja starf sitt.
Þúsundir ungmenna um land allt fá nú fræðslu í mörgum þeim
greinum, sem gerir þau færari um að rækja starf sitt í þjóðfélagi
voru.
Við hér á hala veraldar leyfunt okkur að gera nokkrar athuga-
semdir: