Menntamál - 01.12.1962, Síða 126
340
MENNTAMÁL
vinnukennslu í skólum og hvernig bæta mætti aðstöðu til verknáms
í skólum landsins. I>að var sameiginlegt álit þátttakenda, að mikið
hefði áunnizt í þeim efnum, en mikið átak þyrfti enn að gera í bygg-
ingu og útbúnaði handavinnustofa, til þess að hægt væri að kenna
samkvæmt námsskrá.
Mikill áliugi kom fram hjá þátttakendum í þessu námsskeiði, að slík
námsskeið yrðu haldin eins oft og kostur væri til kynningar á nýjung-
um og til upprifjunar.
í lokin ávarpaði Sigurjón Hilaríusson kennarana og þakkaði vel
unnin störf og ánægjulegt samstarf.
Allir þátttakendur námsskeiðsins fengu í lokin viðurkenningar-
vottorð.
Heimili og skóli.
Heimili og skóli, tímarit um uppeldismál, minnist tví-
tugs afmælis síns með myndarlegu hefti, 1. tbl. 21. árg.
Hefst það með afmæliskveðjum frá dr. Gylfa Þ. Gíslasyni
menntamálaráðherra og Helga Elíassyni fræðslumála-
stjóra. Þá er m. a. ávarp og kveðja frá formanni SÍB,
Skúla Þorsteinssyni. Upphaf er að greinaflokki eftir Sig-
urjón Björnsson. Þá eru greinar eftir Eirík Sigurðsson,
Guðjón Jónsson, Hannes J. Magnússon o. fl.
Ráðið var að hefja útgáfu ritsins að tillögu Hannesar
J. Magnússonar á haustfundi Kennarafélags Eyjafjarðar
4.—5. okt. 1941. Þá var Snorri Sigfússon formaður fé-
lagsins. Hannes hefur verið ritstjóri Heimilis og skóla
alla tíð.
Eyfirzkir kennarar eru bráðlifandi í starfi, og óvíða
kemur maður í hóp kennara, þar sem náttúrlegur starfs-
áhugi er jafnkvikur og fölskvalaus. Heimili og slcóli munu
hafa átt sinn þátt í að glæða starfssiðgæði eyfirzkra
kennara, en tímaritið er ekki síður dæmi um elju, bjart-
sýni og góðan vilja þeirra. Snorri og Hannes hafa lagt þar
óvenjulegan skerf af mörkum.
Góðar heillir fylgi Heimili og slcóla og þeim mönnnum,
er að því standa. Br. J.