Menntamál - 01.12.1962, Page 127
MENNTAMÁL
341
Heiðursverðlaunasjóður Daða Hjörvar
— Yfirlit frá stofnendum og ráðamönnum sfóðsins —
STOFNUN SJÓÐSINS
Á fundi útvarpsráðs hinn 12. marz 1957 lagði skrifstofustjóri
þess, Helgi Hjörvar, fram svofellt bréf, dags. þann dag:
„Til útvarpsráðs og útvarpsstjóra:
Mér leikur hugur á því að efna til og gefa heiðursgrip til út-
hlutunar eftir nánari reglum til þeirra sem skara fram úr í flutn-
ingi talaðs máls í útvarp, þ. e. í þularstarfi, fréttaflutningi, sagna-
lestri, svo og leiklist og erindaflutningi.
Það er ætlunin að þessi gripur (en gerð hans er ekki ráðin)
yrði veittur til persónulegrar eignar, með áletruðu nafni þess sem
hlýtur og fyrir hverja grein útvarpsflutnings viðurkenningin er
veitt.
Ég leyfi mér að óska Jaess, að útvarpsráð og útvarpsstjóri láti í
ljós, hvort útvarpið vildi veita viðtöku slíkri gjöf, ef hún kæmist
í framkvæmd, og þar með taka á stofnunina forgöngu um úthlutun
Jjessarar viðurkenningar og verndun Jjess heiðurs sem óskað er að
slíkum grip mætti fylgja um nokkra framtíð. En með slíkri gjöf
yrði að sjálfsögðu lögð fram trygging fyrir Jieim kostnaði sem til
Jjyrfti, að viðhalda gjöfinni.
Svar til bráðabirgða er mér nauðsyn að fá, því að ég yrði að
leita til útlanda um gerð gripsins. En sjálfsagt tel ég að svar út-
varpsráðs yrði með fyrirvara, þar til fyllri upplýsingar geta legið
fyrir um gerð gripsins, tillögur um úthlutun o. s. frv. Af Jjessum
ástæðum óska ég einnig að ekki verði skýrt frá málinu utan út-
varpsins. — Virðingarfyllst
Helgi Hjörvar."