Menntamál - 01.12.1962, Page 128
342
MENNTAMÁL
H. Hjv. hafði meir en ári fyr gert drög að samskonar bréfi, en
hætti við að taka málið upp þá.
í bréfi útvarpsráðs 15. apríl til H. Hjv. segir svo:
„Útvarpsráð er þeirrar skoðunar, að stofnuninni beri að taka
vinsamlega boði yðar, en vill þó hafa þann fyrirvara, sem nefndur
er í síðustu málsgrein bréfsins, að fullt samkomulag náist um
reglugerð varðandi öll framkvæmdaratriði málsins."
Stofnendur sjóðsins urðu að öðru leyti að láta sér nægja sam-
þykki dómsmálaráðuneytisins og góð samráð við það. Var upp-
kast að skipulagsskrá fullgert í október 1958, nerna um fjárhag
sjóðsins, og lágu þessi drög að skipulagsskrá fyrir fundi útvarps-
ráðs 28. okt., fyrir meðalgöngu Magnúsar Jónssonar alþm., (vegna
veikinda H. Hjv.).
Svar útvarpsráðs er þannig, í bréfi formanns 29. okt.:
„Herra Helgi Hjörvar ...
í tilefni af bréfi Magnúsar Jónssonar fyrir yðar hönd, dags. 28.
október, vil ég skýra yður frá eftirfarandi:
1) Bréfið og meðfylgjandi skipulagsskrá fyrir Heiðursverðlauna-
sjóð Daða Hjörvar var birt útvarpsráði á fundi í gær. Út-
varpsráðið samþykkti með atkvæðum allra viðstaddra útvarps-
ráðsmanna að verða við tilmælum yðar að velja formann
væntanlegrar dómnefndar samkvæmt 1. lið G. gr.
2) Sigurður Þórðarson, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur
beðið mig að tilkynna yður, að hann fallist á að gegna þeim
störfum, sem í 13. gr. er gert ráð fyrir.
Fyrir hönd útvarpsráðs sendi ég yður be/tu kveðjur og óskir
um góðan bata. — Virðingarfyllst,
Benedikt Gröndal."
Stofnun sjóðsins var síðan tilkynnt í útvarpinu 5. nóvember 1958
og birt aðalefni skipulagsskrárinnar; svo og að nokkru í blöðunt.
Fullgerð var skipulagsskráin 15. sept. 1959 og staðfest af forseta
íslands að embættishætti, en birt í Stjórnartíð. B. 121/1959.
Skipulagsskránni er breytt með sama liætti 27. júní 1962 og gefin
út að nýju í Stj.tíð. B. nr. 45/1962. Breytt er einkum ákvæðum
14. gr. um íramlag stofnenda til sjóðsins.