Menntamál - 01.12.1962, Síða 129
MENNTAMÁL
343
1960, hinn 15. janúar, höl’ðu stofnendur boð á heimili sínu,
Suðurgötu 6, og skýrðu frá því, að sjóðurinn væri þá vel á vegi að
geta tekið til starfa. H. Hjv. tók þá fram í ávarpi sínu, meðal annars:
„Nú er að verða tilbúinn til starfa sá sjóður, sem við hjónin
höfum ástundað af heilum hug að koma á fót, útvarpinu til sæntdar
og íslenzkri tungu til vegs og viðgangs, eftir því sent gæl'an vildi
gefa, en jafnframt til nokkurrar minningar um son okkar, þar
sem heiti sjóðsins er tengt nafni hans.“
Og qnn, í lok máls síns: ... „Þessi gjöf er gefin útvarpinu og
íslenzkri tungu. Sjóðurinn er gefinn til að minnast og minna fast-
lega á eina brýnustu skyldu útvarpsins: að gœta þeirrar dýru tungu,
sem lengi hefur verið hin eina eign fátœkrar þjóðar, sem ekkert
gull og engin aðfengin vegsemd getur nokkurn tima bectt.“
H. Hjv. tók fram, að srníði heiðurspeninganna væri það á veg
komið, að sláttumót að silfurpeningi (og bronspeningi) væri þá
fullbúin og sláttan ætti að taka skamman tíma. En gullmótið mundi
tefjast enn um sinn. Heiðurspeningarnir eru gerðir í vestur-þýzkri
sláttu og eru svo til komnir (eftir að hin fyrsta tilraun erlend
hafði mistekist) að Ríkarður {ónsson hefur gert höfuðmynd á
peninginn í gibs, ágætavel; Leifur Kaldal teiknaði peninginn, ]). e.
skipan og lilutföll myndflata; Atli Már fyrst, en síðan Stefán Jóns-
son teiknari hafa teiknað letrið. En síðan hafa hinir þýzku lista-
menn tekið við höfuðmyndinni og öðrum frumdrögum og fært í
heild og í málminn, forkunnarvel að allra dómi. — Dómnefnd
fyrir sjóðinn mundi senn verða fullskipuð, eftir skipulagsskrá. En
í skipulagsskránni væri heimild fyrir stofnendur að veita hin lyrstu
verðlaun úr sjóðinum; þetta væri einkum í því skyni að sjóðurinn
mætti taka til starfa, þó að hann væri ekki að öllu fullgerður.
Þeim hjónum þætti henta að neyta þessara ákvæða og ánafna liin
fyrstu verðlaun úr sjóðinum, fyrir 1958 og 1959, fjórum mjög þjóð-
kunnum vinum allra útvarpshlustenda, en þeir eru:
1. Sigrún Ögmundsdóttir; hún var fyrsti þulur útvarpsins, 1930
-1937.
2. Þorsteinn Ö. Stephensen; hann varð þulur 1935 og síðar leik-
stjóri útvarpsins.
3. Pétur Pétursson; hann var þulur 1941—1955.
4. Jón Múli Árnason; hann varð þulur 1946 og er síðan.