Menntamál - 01.12.1962, Qupperneq 131
MENNTAMAL
345
Tillagan var samþykkt einróma á íundinum og hefur þannig
einróma samþykki allra nefndarmanna, samkvæmt því sem hér
hefur sagt verið.
Gengið var frá símskeyti til Davíðs skálds, svofelldu:
„Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi, Akureyri.
Dómnefnd fyrir heiðursverðlaunasjóð Daða Hjörvar var full-
skipuð í dag, þannig: Helgi Hjörvar, formaður, tilnefndur af
útvarpsráði; Guðni Jónsson prófessor, tilnefndur af heimspeki-
deild Háskólans; Lárus Pálsson leikari, tilnefndur af leikurum
Þjóðleikhússins; Þóroddur Guðmundsson skáld, tilnefndur af
rithöfundum; Broddi Jóhannesson, dr. phil., kosinn af dónr-
nefndinni, eftir sérstökum ákvæðum skipulagsskrárinnar.
Dómnefndin hefur ákvarðað einum rómi að veita yður hin
fyrstu og sérstöku heiðursverðlaun úr gulli á 65 ára afmæli
yðar, eftir 12. grein skipulagsskrárinnar.
Dómnefndin færir yður kærar kveðjur og hamingjuóskir.
Helgi Hjörvar, formaður dómnefndar."
Form. kvaðst mundu fá skeytið birt á veglegan hátt í Morgun-
blaðinu á morgun, sjálfan afmælisdaginn, og mundi hann láta
þessu fylgja afmælisávarp frá sér til skáldsins. En öðrum nefndar-
mönnum þótti vel á því fara.
Annað lá ekki fyrir fundinum.
V i ð a u k i:
Form. dómnefndar komst svo að orði, m. a., í afmæliskveðju
sinni til skáldsins:
„Yfirburðir þínir á j^essu sviði eru fágætir og engum álita-
málum háðir. Málsnilld þín, liið fágæta tungutak hirðskálds-
ins, hefur hafið íslenzkt mál á hærra stig fyrir samtíðarmönn-
um þínum, fengið þína kynslóð til að trúa því af eigin raun, að
orðstír hinna fornu skálda vorra var meira en orðfrægð ein
og hetjusaga. Þeir knúðu Orfeushörpu norrænna þjóða með
málfarinu einu, þeirri heitu hrönn blóðsins sem rödd skáldsins
endurómar með dularfullum kliði í stefjum málsins. Nú á ís-
lenzk tunga alein þennan heilaga arf aldanna." (Mbl. 21.1.1960.)