Menntamál - 01.12.1962, Page 136
350
MENNTAMÁL
Hjörvar var haldinn laugardaginn 30. júní 1962, kl. 16.30, í Suður-
götu 6.
Allir nefndarmenn voru á fundi, nema Broddi Jóhannesson, en
hann dvelst norðanlands nú um sinn.
I. Form. dómnefndar hefur ráðgast við nefndarmenn margvíslega
utan funda í vetur og vor um breytingar á skipulagsskrá sjóðsins,
eftir ósk stofnendanna, sem nú eru fullgerðar:
1) Breyting á 3. gr., 3. lið, var áður samþykkt af nefndinni
við síðustu úthlutun verðlauna, sem starfsregla, þar til þau ákvæði
kæmi inn í skipulagsskrá.
2) Slíkt hið sama breyting á 4. gr., að efni til.
3) Um breyting á 5. gr., viðauka urn viðtöl, hefur form. einnig
leitað álits og samþykkis annara dómnefndarmanna.
Hin nýja skipulagsskrá liggur nú fyrir staðfest og sérprentuð og
verður birt í Stjórnartíðindum, B. nr. 45/1962.
II. Form. hefur lagt til og rætt að undanförnu við aðra dóm-
nefndarmenn, að Steláni Jónssyni fréttamanni útvarpsins verði
veittur silfurpeningur, í viðbót við verðlaun 1961, eins og fyrirvari
var gerður um á sínum tíma, og með skírskotun til þess, sem nú
segir í viðaukanum við 5. gr., um viðtöl.
Engar aðrar tillögur hal'a komið fram um verðlaun fyrir 1961.
III. Form. skýrði frá, að hann hefði nú fyrir stundu enn átt sím-
tal við dr. Brodda um þær tvær tillögur, III. og IV., sem fyrir þess-
um fundi liggja, og lýsir dr. Broddi sig eindregið fylgjandi báðum
þessum tillögum.
Samjjykkt var einróma sú tillaga, og með jæirn rökum sem fylgja,
að veitt verði (fyrir árið 1961) lieiðursverðlaun úr silfri:
Stefáni Jónssyni fréttamanni,
fyrir útvarpsviðtöl við sjómenn og alla alþýðu um atvinnu og
dagleg störf, fyrir að laða fram af fáorðri íþrótt og með yfir-
burðum það málfar fólksins og tungutak, sem geymdist um
aldir með íslenzkum kynslóðum.
IV. Þá helur formaður lagt til og rætt áður við aðra nefndar-
menn, að veittur verði gullpeningur þetta ár, að réttri tiltölu, og