Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 14

Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 14
hnasla í sig nok'krar sveskjur og brátt voru þær horínar úr lófunum, sem voru orðnir nærri því lireinir, en það voru smámunir, sem enginn setti fyrir sig. — Tóti er annars allra vænsti karl, sagði Ari. — Já, stórfínn. Við ættum að hætta að bekkjast við hann, sagði Gussi. — Það er satt. Þá gefur 'hann okkur kannski oftar sveskjur, sagði Kiddi. Það var hagfræðilega ályktað. Dreng- irnir tóku vel í það. Eftir skamma stund var vegargerðin aftur í fullum gangi ■— og þó. Ekki var laust við, að drengirnir gytu augunum stöku sinnum niður til Tótakofa, en það var snöggt tillit, og var sem enginn vildi láta annan sjá þær augnagotur. Þær gálu auðveldlega vald- ið miss'kilningi. Daginn eftir var sama hunangsblíð- an og -vegargerðinni (haldið áfram. En það var ekki sami ákafinn og daginn áð- ur. Það var, eins og drengirnir væru oft og einatt með hugann víðs fjarri vegargerðinni. Þeir voru lika oft á rjátli neðan við brekkuna, jsar sem Tótakofi stóð þögull og grár. Einstaka sinnum gekk einhver drengjanna íyrir gluggann og gaul um leið augunum upp í hann. En þar var ekkerl að sjá, nema dunk undan kakói, pakka utan af kexi og dollu undan ávöxtum. Engin hreyfing var innan gluggans, nema hvað úttroðn- ar maðkaflugur óhnuðust á rúðunni í dæmalausu offorsi, Þær vildu auðsýni- lega úl og skildu ekkert í því, hvað gæti hindrað þær í því áformi, því þær sáu birluna og fundu hlýjuna, en samt sem áður, var eins og einihver ýtti á móti þeim og varnaði þei n að komast leiðar sinnar. Og þær böðuðu út vængjunum og „brummuðu“ reiðilega. Já, það var eins og kominn væri ein- hver dragbítur á vegargerðarfrarn- kvæmdirnar. Drengirnir gutu augununi æ oftar til Tótakofa og athyglin vai' víðsfjarri verkefni dagsins. Meira að segja sinntu drengirnir naumast að bægja frá sér gulröndóttu flugunum, sem snarsnérust um í 'brékkunni í leit að hunangi og voru allra kvikinda hættu- legust. Svo kom Bjössi neðan írá kofanum og sagði varíærnislega: —- Ég 'hugsa að Gulla, en það var köttur Tóta, gamall, gulbröndóttui' högni — langi að komasl út. — Ha, úl? hváði Gussi. — Já, úl úr kofanum, sagði Bjössi- — Ja — há! Er hann inni? sagðt Gussi og gætli óljóss feginleika í rómn- um. — Hann er í gluggakistunni og væ 1- ir ákaft, sagði Bjössi. Nú var, sem allt öðlaðist tilgang á nV og drengirnir tóku til fótanna niðui' brekkuna og hönduðu frá sér „þeim bröndóttu“. — Aumingja kisi. Viltu út í góða veðrið, sagði Ari og lagði ennið að rúðunni. — Mjú, mja-á, vældi Gulli og nugg' aði þriflegum kömpunum við glerið. Bjössi lagði ihönd á hurðarhandfang- ið og bjóst til að opna dyrnar. Þá sagði Gussi: — Kannski er Tóla illa við, að við hleypum kettinum út. Það kom hik á Bjössa. — En — eI1 við getum ihleypt Gulla inn fljótlega- 10 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.