Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 17

Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 17
við að eyða sveskjunum mínum. Það var fallega hugsað. Ég hef haft grun um það í nokkra daga, að einihverjir óboðnir væru í heimsókn, sagði Tóti loks, þegar drengjunum fannst þögnin vera orðin mikið lengri en allur sá tími, er þeir höfðu lifað. Þeir gátu engu svarað og þeim lá við gráti af skömm og niðurlægingu og líka hræðslu. — Vitið þið, hvað þið eruð að gera? spurði Tóti og rödd hans var þung og heit. Það var, eins og hún 'brenndi. Meira þurfti ekki. Einhver byrjaði að vola og þá tóku hinir undir. Grátur var því eina svarið, sem Tóti ifökk. Það var líka skársla svarið, úr því sem komið var. Þeir sem gráta af skömm og iðrun, eiga ávallt viðreisnar von. Það sýnir, að þrátt fyrir hugsunarlaus víxlspor, þá slær í brjóstinu gott og tilfinningaríkt hjarta, sem getur orðið lijarta mikil- uiennis. Þetla varð drengjunum holl lexía, sem þeir myndu seint gleyma. Tóti talaði al- varlega og ró'lega við þá og sýndi þeim ham á, hvað Iþeir hefðu gert rangt og á töeðan ihann lalaði, sefaðisl gráturinn. — Það er ekki það, að ég tími ekki að sjá af fáeinum sveskjum í ykkur. En þið hefðuð átt að biðja mig um það, en ekki taka þær ófrjálsri hendi. Drengirnir kinkuðu kolli. Þeir gálu ekki mælt. — Ykkur væri nær að stunda íþrótt- lr- Þær eru hollar og göfgandi fyrir ungt fólk, hélt Tóti áfram. — Hérna skal ég gefa ykkur spolta og svo skal ég reka niður staura fyrir ykkur, hérna úti á halanum. Svo getið þið keppt í því að stökkva yfir strenginn og séð, hver ykk- ar er duglegastur. Það þustu allir út og eftivænting kom í svip drengjanna í stað hryggðar. Og eftir skamma stund, voru þeir farnir að stökkva yfir strenginn og ákafinn og einbeitnin var allsráðandi. En uppi í hrekku sentist lítið stúlku- korn á eftir gulröndóttri flugu. Telpan ætlaði sér að ná þessari fallegu flugu og færa mömmu hana. Og hún 'brölti móð og másandi ofar í brekkuna og hafði steingleymt að til voru gómsætar sveskjur. En drengirnir héldu áfram að stökkva yfir strenginn og um kvöldið höfðu þeir stofnað íþróttafélag. Þetta var sem sé upphafið að nýju viðfangsefni, sem hafði upp á fjölmarga möguleika að bjóða. Og sólin hélt áfram að skína glöð og ánægð yfir því, að þarna hafði illu ver- ið snúið til góðs. Iþróltafélagið starfaði, þangað til drengirnir urðu fulltíða menn og leiðir skildust í önnum daganna. En meðan ]iað starfaði, unnust þar margir sigrar. En þrátt fyrir þá sigra, unnu drengirnir stærsta sigurinn, þegar þeir ákváðu, dag- inn góða, að taka aldrei neitt ófrjálsri hendi. Það var sigurinn yfir þeim sjálf- um. VORIÐ 1/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.