Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 16

Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 16
byrjaöi röddin að 'hvetja drengina lil dáöa. — Við skulum leita vandlega. Kass- inn hlýtur aÖ vera í kofanum, sagði Ari. — Nema að Tóti hafi tekið eftir því, að það hafði minnkað í kassanum, sagði Gussi andstuttur. Nei og skrambakornið. Það gat ekki verið. Þetta hafði verið „svo lítið“ héldu hinir strákarnir fram. Tóti hafði bara látið kassann á nýjan stað, til þess að Gulli færi ékki í hann. Já, þar kom það. Ek'kert var líklegra en ikattarskömmin gæti farið að gramsa í kassanum. Þeir voru vísir til alls þessir kettir. Kassinn ihlaut að vera í kofanum. Og þar sem þeir ræddu þetta, kom LiIIa litla, fjögurra ára hnáta, í áttina til þeirra. Þá fékk Kiddi hugmynd. — Við skulum fara og leita allir, þá verðum við fljótari. Við getum látið Lil'lu vera á vakt. Þetta varð úr. Lillu var lofað góðgæti, ef hún kæmi hlaupandi til drengjanna, ef h ún sæi einhvern koma eftir veginum. — Við erum að taka lil fyrir Tóta, sagði Ari. Litla stúlkan féllst á iþetta og ihoppaði létt eins og fiðrildi inn á 'brúna. Drengirnir hófu leitina en hún varð lengri en þeir höfðu húizt við. Það var, eins og þessi ótætis kassi hefði gufað upp. Það var þó skrýtið. Ekki var hann undir rúminu né borðinu. Ekki bak við dót í einu horninu. Ekki undir bekk- nefnu við gluggann og ekki u]>p á 'bitum í risinu. Þetta var þó hart. Drengirnir sveimuðu óþreyjufullir fram og aftur um kofann, skimandi, þreyfandi og dæsandi. Löngunin eftir hinum gómsætu sveskjum var orðin að logandi ástríðu. Öll skynsemi var rokin út í veður og vind. Ekkert rúmaðist 1 hugskoti þessara litlu drengja, nema óstjórnleg löngun eftir hinum forboðnu ávöxtum, alveg sama hvernig þeirra var aflað. Skyndilega hrópaði Bjössi upp: — Hér er hann! Hérna er hann! Drengirnir ruddust til Bjössa. Hann stóð við rúmið og hafði flett sænginni af því. Þar undir Iá kassinn, þessi dýr- indis kassi og var eins og hann væri að storka drengjunum með ]iví að dyljast á svo ólíklegunv stað. Litlar ihendur voru fljótar að krafsa ofan í kassann og fínlegir fingur læstust utan um mjúka ávextina. Nú skyldi löng- uninni svalað og drengjunum fannst, að þeir ættu það sannarlega s'kilið eftir jafn fyriíhafnarmikla leit. En þá dimmdi í dyrum og drengirnir snerust eldsnöggt á hæl. Hjarta þeirra felldi úr eitt slag, því í dyrum kofans stóð Tóti og hann virtist eins og ógnar- stór risi, þar sem hann gnæfði við loft, þögull og alvarlegur. Nú rann það loks upp fyrir drengjun- um, hvað þeir voru að aðhafast. Þeir voru að stela og þeir sem stela, kallast J)jófar og það var voðalegt orð. Svo voðalegt, að það var varla hægt að hvísla það. Og nú var röddin, sem hafði átalið þá dögum saman að gera ]ietta, þögnuð. Nú lagði hún eklkert til mál- anna. Engu líkara var en hún hefði hop- að af hólmi, eins og venja er ragmenna. En í stað raddarinnar, komu stingir 1 brjóstið. Þar var einhver að klípa. — Jæja, svo þið eruð að hjálpa mér 12 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.