Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 23

Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 23
voru frá sjö löndum, en flestir Jjýzkir. Heimsmeistari varð Þjóðverji, Heini Hittmar. Lengstu flugin á þessu móti voru yfir 350 km. (ibein loftlína Aikur- eyri-—Reyikjavík er um 260 km.) Svo að sjá má, að svifflugur hafa verið orðnar all fullkomnar á þessum tíma. Stuttu fyrir heimsstyrjöldina hafði ISTUS (alþjóðl. svifflug.) gefið út tak- niarkanir fyrir Olympiu-svifflugu. Hug- myndin var að á heimsmeislaramótum kepptu allir keppendur á eins svifflug- um. Nokkrar svifflugur voru smíðaðar eftir þessum takmörkunum. Hlutskörp- ust var þý^k sviffluga DFS Meise. Hún Var framleidd eftir stríðið bæði í Þýzka- landi og Englandi undir nafninu Olympia. Á stríðsárunum og fram til 1950 voru engar framfarir í svifflugsmíði. Kæði Þjóðverjar og Bandarílkjamenn stníðuðu þó svifflugur til hernaðarnota, en lítið nýtt kom fram, aðeins notaðar eldri hugmyndir. Aðallega voru þetta stórar flutningasvifflugur, sem gátu bor- um 20 hermenn í herklæðum. Kostur- tnn við þær var, að þær gátu svifið Idjóðlaust til jarðar og lent á hvaða sléttum bletti sem var. Og gerði þá Uiinnst til, þótt þær brotnuðu í lendingu, hraðinn var það lítill að allir sluppu ómeiddir og ekki ætlunin að nota svif- fiuguna nema í eitt skipti. Eftir stríðið hefur mikil framför orð- 'fr í svifflugusmíði. Útlitið hefur að visu ekki breytzt mikið í aðalatriðum, en hver fersentimetri á yfirborði þeirra e>' flugeðlisfræðilega útreiknaður. Dr. ^ugust Raspel sýndi fram á það K8—B, TF—SBF. Nýjasta sviffluga Svif- flugfclags Ak. Keypt fró Þýikalandi 1966. skömmu eftir 1950 að með því að vanda sem bezt allan ytri frágang, mátti auka svifflugeiginleikana mikið. í þessa átt hefur þróunin því aðallega verið. Svif- flugur nútímans eru spegilsléttar og hvergi sést minnsta rifa eða smágat, allt er eins straumlínulagað og hugsast getur og hjól og dráttarkrókur eru upp- dregin á flugi. Keppnissvifflugum er skipt í tvo flokka: Staðlaðan og Ótakmarkaðan. í staðlaða flokknum skulu svifflugur ekki hafa meira vænghaf en 15 metra, ekki útbúnar með flöpum og ekki hafa upp- draganleg hjól eða skíði o. fl. í Ótak- markaða flo'kknum eru engin takmörk, nema að ekki má vera hreyfill. Þær eru því flestar með uppdraganleg hjól, flapa, en vænghafið er þó sjaldan meira en 18 metrar. Þær eru óskaplega dýrar, og ekki á færi nema ríkustu einstaklinga og klúbba að eignast þær. Svifflugur úr staðlaða flokknum eru miklu ódýrari, enda framleiddar í nokkurri fjöldafram- leiðslu og mikið gert til að hafa þær sein einfaldastar. VORIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.