Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 12

Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 12
SIGURVEGARAR EFTIR GUÐJÓN SVEINSSON Þegar við erum ung, þá er ætíð eitt- hvað mikið að gerast í kringum okkur. Það verður lí'ka að vera svo, til þess, að við getum svalað vorri ungu athafna- þrá. Við hvirflumst því milli alvöru og leikja, eins og ikusk í þyrilvindi. Mestur tíminn fer í leiki, því ibernsk- an og æskan er tími leikja á æviskeiði mannsins. Alvöru störf eru einungis góð dægradvöl milli leikjanna en eru samt holl og þroskandi. Venjulegast eru leikirnir eftiröpun af störfum fullorðna fólksins, gjarnan mömmu og páhba en að sjálfsögðu eru margar hliðar á leikjunum. Stundum kemur það fyrir, að leik- irnir taka alvarlega og ískyggilega stefnu og verða eldki lengur leikir, held- ur athafnir, sem einungis má tala um í hálfum hljóðum og þá teljumst við ekki góð börn. Þá hvíslar einhver ári í eyra okkar og við förum eftir hvíslinu, því það er lokkandi. En við vitum þó, að það er ljótt og rangt og á eftir hítur samvizkan okkur. Nú ætla ég að segja ykkur litla sögu af þannig atburði, sem þó hafði góðan enda og má þá gjarnan segja, að þar hafi illu verið snúið til góðs — en það er ekki alltaf svo. Þess vegna skuluð þið, börnin góð, ekki hlusta á árann, seffl einhvern næsta daginn kann að ihvisla einhverju vafasömu í litla eyrað ykkar. Saga þessi gerðist á nokkrum fögrum sumardögum í íslenzkri sveit, þar seiD sólskríkjan og lóan syngja um dýrð og dásemdir lífsins í iblómskrýddum brekk- um og litlir kristalslækir 'koma hopP' andi niður bratt fjallið og þeir kepptust við að mynda smáfossa og bláa hyljD þar sem silungarnir eiga heima. Og undir fjallinu stóðu tveir bæir 1 sama túni og í þessum bæjum bjuggu nokkrir drengir, sem léku sér glaðir ' grænum brekkum og grýttum holtum. Bærinn hét Hamar og nöfn drengj" anna koma smátt og smátt í ljós. Þessit' drengir voru á svipuðu reki og hlupu um með bera hnjákolla og kannski nokkrar freknur á forvitnislegu nefi °S ævintýraþrá í bláum augum. Ég sagði áðan, að bæirnir á Harnri hefðu verið tveir. Það er 'kannski ekkt alveg rétt, því skammt vestan þeirra stóð lítill bær eða öllu heldur kofi. Þetta vat þó noikkuð virðulegur kofi, gerður ut steinsteypu og þannig byggingar er vafa- samt að kalla kofa. í húsi þessu bjó karl einn síns li^s og ef til vill hefur hann verið fræ»(li 8 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.