Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 33

Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 33
Hásetarnir vörpuðu sverurn kaðli með sterkum öngli á endanum út fyrir borðstokkinn, en á önglinum höfSu þeir komið fyrir vænum fleskbita. Þótt 'hákarlinn væri enn um 200 fet aftan viS skipið, var hann fljótur að finna flesk- lyktina og synti hratt til skipsins. Þegar hann kom nær, sáu skipverjar gráðug augu hans, sem virtust ætla að springa út úr augnatóftunum, og uppglenntan kjaftinn. Skipverjar fylgdust nákvæmlega með Öllum hreyfingum hans. Nú var hann kominn að agninu og lagðist þá á bak- ið til þess að eiga hægara með að gleypa þennan lostæta bita, og á svip- stundu hvarf fleskbitinn upp í kjaft há- karlsins, en í sama bili sat öngullinn fastur í hálsi hans, og ihásetarnir drógu kaðalinn til sín. Hákarlinn brauzt um með ægilegum hamförum, en enginn má við margnum, °g nú var kappmellu brugðið um sporð bans, og eftir litla stund var hann kom- mn upp á þilfar skipsins. Einn af háset- unum nálgaðist hann með mikilli var- færni og hjó af honum sporðinn með °xi sinni. Þar með var óvinurinn unn- lnn, og nú lá næst fyrir að kryfja hann °g kanna maga hans. Skipverj arnir, sem þekktu græðgi hákarlanna, væntu sér mikils af þeirri könnun. En það virt- lst þó ætla að fara á annan veg, því að ^nagi hákarlsins var því nær tómur, leit belzt út fyrir, aS hann hefði soltið lengi. Sjómennirnir voru í þann veginn að kasta innyflunum í sjóinn, er þeir veittu athygli einhverju óvenjulegu í maga bsksins, einhverjum dökkum hlut. Og 1111 var farið að hyggja nánar að þessn. „HvaS er það?“ spurði skipstjórinn. „0, það er aðeins steinmoli, sem svín- ið hefur gleypt,“ mælti einn af háset- unum. „Nei,“ mælti annar, sem einnig vildi vera fyndinn, „það er víst fallbyssu- kúla, sem skepnan hefur enn ekki melt.“ „Þvættingur! “ sagði Tom Austin varaskipstjóri. „Sjáið þið ekki, að pilt- urinn hefur verið mesti drykkjusvelg- ur, — fyrst hefur hann drukkið víniS og því næst gleypt flöskuna á eftir.“ „Hvað segið þér?“ spurði greifinn. „HafiS þið fundið flösku í maga hans?“ „Já, herra greifi, en hún sómir sér víst illa á borSum höfðingja.“ „TakiS hana og fariS gætilega með hana,“ sagði greifinn. „Flöskur, sem finnast í hafi, hafa oft verðmætar upp- lýsingar að geyma.“ „Hér er hún,“ mælti einn af skipverj- um og hóf flöskuna á loft. „LátiS þvo af henni, og færið mér hana svo niður í káetuna,“ skipaði greif- inn. Hásetinn hlýddi skipuninni, þvoði flöskuna og fór síðan með hana niður og gekk frá henni á káetuborðinu, en umhverfis það sátu greifinn, kona hans, Lindsay major og skipstjórinn. ÞaS varð andartaksþögn. Allir litu forvitnislega til flöskunnar, eins og þeir væntu þar einhverra merkilegra tíðinda. Glenvan varð fyrstur til að taka flösk- una. „Þetta er einkennileg húð ulan á flöskunni,“ mælti hann. „Hún hefur sennilega verið búin að vellkjast lengi í sjónum, þegar hákarlinn gleypti hana.“ „Já, væntanlega,“ bætti Lindsay VORIÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.