Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 10

Vorið - 01.03.1970, Blaðsíða 10
ég mér aðeins eina ósk: AS eignast Svartar fjaðrir. Ég kunni utan að kvæð- in „Bniðarskórnir“ og „Hrafnamóðir- in“ og hafði skrifað þau upp eftir öðr- um. Mig langaði til að læra fleira af kvæðunum. En paib'bi neitaði mér um að kaupa hókina. Mér fannst það ósann- gjarnt þá, en nú skil ég hann foetur. Harm sagðist skulda í verzluninni og ekki biðja um annað en nauðsynlegt til mal- ar. Við vorum fátæk og foækur voru taldar munaðarvara, sem hægt væri að komast af án. Þegar ég ikom heim, kastaði ég mér upp í rúm og hágrét. Mér þótti svo sárt að fá ekki þessa ósk mína uppfyllta al- veg eins og þér áðan, þegar þú fékkst ekki að sjá myndina. — Nú finnst mér ég skilja þig, amma mín. — En sagan er ekki búin. Sumarið leið og haustið og fram að jólum. Ég hafði enga von um að eignast bókina. En pabbi og mamma höfðu ekki gleymt mér. Þegar ég opnaði jólabögglana mína á aðfangadagskvöldið, þá voru Svartar fjaðrir innan í einum bögglinum. Þau vissu, að það var það bezta, sem þau gátu gefið mér. Ég var Ijóðelsk og lærði bókina að mestu leyti. Þá um ikvöldið lærði ég fallega kvæðið „Jólaikvöld“. Enn kann ég flest þeirra. Nú eftir öll þessi ár, finnst mér engu skipta, hvort ég fékk ibókina um sumar- ið eða um jólin. Eins er það með þig, væna mín. Það skiptir engu máli þó að þú sjáir ekki þessa mynd í dag. Þú færð bráðlega að sjá ein'hverja aðra áþekka mynd. — Svona hefur nú lífið kennt mér að líta á daglega atburði. — Er svona gaman að ljóðum, amma? — já, það er reglulega gaman að þeim. Viltu iheyra fyrstu vísuna úr Jóla- kvöld? Hún er svona: Nú skal leika á langspilið veika og lífsins minnast í kveld, hjartanu orna við bljóma forna og heilagan jólaeld, meðan norðurljós kvika og blástjarnan blikar og boganum mínum ég veld. — Já, það er satt. Þetta er falleg vísa. Áttu ennþá Svartar fjaðrir, amma? — Ég hef hana hérna í bókahillunni. Amma rís á fætur og réttir ungu stúlk- unni bókina. Hún les í henni nokkra stund en segir svo: — Aldrei hef ég álitið að gaman væri að kvæðum. En mér finnst þessi kvæði falleg. — Þarna sérðu, væna mín, að það er gaman að íleiru en kvikmyndum. Og eitt 'hafa kvæðin fram yfir myndina. Ef þú lærir kvæði, verður það ævilöng eiga- En ómerkileg kvikmynd gleymist fljott. — Nú skil ég, amma, að þú skældir út af bókinni. — Já, það er gott. Og þó að ég eigi ennþá erfitt með að skilja þetta pop og þessa hippa — þá veit ég að tímarn- ir eru breyttir — og ég held, að við lær- um að skilja hvor aðra — ef við reyn- um. E. Sig. 6 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.