Heima er bezt - 01.01.1957, Page 24

Heima er bezt - 01.01.1957, Page 24
ur maður, glaðlegur og greiðvikinn. Urðum við brátt hinir beztu kunningjar. Þreyttist hann aldrei á spurn- ingum mínum, og leiðbeindi mér um hvað eina, sem við kom öllu ferðalagi mínu frá upphafi til enda, jafn- framt því sem hann samdi áætlun mína og bjó í hag- inn fyrir mér, hvar sem ég kom. International Centre. Auk ráðagerðanna við leiðbeinandann var mest- ur hluti dvalarinnar í Washington tengdur við stofn- un, sem heitir International Centre. Þangað safnast boðsgestir stjórnarinnar, sem staddir eru í Washington á hverjum tíma, og taka þátt í viku námsskeiði, þar sem haldnir eru 2—3 fyrirlestrar á dag, auk þess eru ferðir um borgina og nágrennið, og á kveldin eru sam- komur með ýmsum skemmtiatriðum, fyrirlestrum, myndasýningum, hljómlist og — dansi á laugardögum. Auk þess eru salakynni þar í Centrinu, opin boðsgest- um allan daginn, og geta þeir unað þar við lestur blaða og bóka, skemmt sér við útvarp, sjónvarp, spil eða töfl, eftir því sem hver hefur hug á. Gera starfsmenn þar allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að gestun- um megi verða dvölin sem ánægjulegust, og þeir finni sem minnst til þess, að þeir séu í framandi landi. Ýmsir mætir borgarar í Washington bjóða gestum til sín, og naut ég þess eitt kveldið. Voru gestgjafar mínir af sænskum ættum, og hafði húsbóndinn verið hér heima á íslandi s. 1. sumar. Fyrirlestramir fjalla um þjóðlíf og sögu Bandaríkjanna. Voru margir þeirra hinir fróð- legustu, og fylgdi þeim oft heilmikið prentað mál til frekari skýringar. Einkum þótt mér mikið koma til fyrirlestrar, er svartur prófessor einn flutti um stjórn- málaviðhorf og stefnur flokka í Bandaríkjunum. En þótt fræðsla hans væri hlutlaus, gat hann samt ekki dulið samúð sína með Demókrötum. En þótt meginstarfið í International Centre hnigi að því að kynna gestunum Bandaríkjin, var einnig að því unnið og til þess ætlazt, að gestirnir gætu kynnst hver öðrum. Því að forráðamenn þessa starfs gera sér fyllilega ljóst, að persónukynni manna af ýmsum þjóð- um, eru eitt bezta ráðið til þess að brjóta niður fordóma og fjandskap milli þjóða og þjóðflokka, og opna leið til vinsemdar og friðsamlegrar samvinnu. Ekki skal um það sagt, hve mikið vinnst á í þeim efnum, en grunur minn er að nokkuð sækist, þótt hægt fari. Ýmis lönd eru kynnt þarna með myndasýningum, hljómlist og jafnvel smámunasýningum. Þannig var þar eitt kvöldið myndasýning frá Formósu, erindi um Kambodja, og leikin þýzk músik, og gefur það nokkra hugmynd um, hvernig þarna er starfað. Þarna í Centrinu voru saman komnir um 100 gestir þessa daga, sem ég var þar heimagangur. Fátt var þar Evrópumanna annað en við íslendingarnir. Þó hitti ég þar 3—4 Finna, Norðmann sá ég þar einnig, en fáa aðra. Mest var þar af Asíu- og Suður-Ameríku-mönn- um, en einnig margt frá ýmsum löndum Afríku. Var hópurinn harðla mislitur í orðsins sönnustu merk- ingu. Furðuvel gekk að blanda öllu þessu saman, og við marga menn átti ég þar tal frá hinum fjarlægustu löndum, en svo var sem hroll setti að mörgum, er þeir heyrðu, að ég væri frá íslandi. Eitt sinn kom þar til mín þeldökkur Suður-Afríkumaður, heilsaði mér kurt- eislega og spurði, hvort rétt væri, sem sér hefði verið sagt, að ég væri frá íslandi, og ef svo væri, hvort ég hefði tíma til að segja sér ögn frá því landi. Ég tók því vel. Sagði hann þá, að sig hefði lengi langað til að fá upplýsingar frá fyrstu hendi um það, hvernig væri að lifa í landi, þar sem enginn væri gróður, og hús öll úr snjó, og fólkið lifði einungis á kjöti og lýsi. Þetta væri í fyrsta sinn, sem sér byðist það tækifæri, og yrði ég að afsaka forvitni sína. Ég leitaðist við að sýna honum fram á, að hann færi hér villur vegar, og því færi fjarri, að þessi lýsing ætti við ísland og íslend- inga. Mataræði okkar og húsnæði væri í engu verulegu ólíkt því, sem hann sæi í Ameríku, nema við borðuðum ef til vill dálítið meiri fisk, og reistum ekki skýjakljúfa. „En hverju klæðist þið þá í þeim ógnakulda, sem þarna hlýtur að vera?“ Ég sagðist vera í mínum venjulega klæðnaði, svo að hann gæti séð það með eigin aug- um. Ræddum við um þetta drykklanga stund. Ekki veit ég, hvort hann trúði mér, en vel þakkaði hann mér fræðsluna og kvöddumst við með virktum. Margir fleiri virtust litlu fróðari um ísland, og einkum voru menn fullvissir þess, að hér væri ógnakuldi, og veit ég ekki hvort nokkur tók það trúanlegt, er ég benti þeim á, að veturinn í Reykjavík væri álíka hlýr og í New York. Skoðaðir merkisstaðir. Einn þáttur í starfi International Centre var að sýna gestunum borgina og helztu merkisstaði þar. Fylgdu gestunum ágætir leiðsögumenn, sem vissu þar skil flestra hluta. Fyrsta ferðin var farin til heimilis Georgs Wash- ingtons, fyrsta forseta Bandaríkjanna, að Mount Ver- non, sem liggur alllangt frá borginni inni í Virginíu- ríki. Áður en þangað kæmi var ekið að minnismerki óþekkta hermannsins, sem er í bæð nokkurri, Arling- ton, handan Pótomacfljótsins, sem Washington stend- ur við. Er þaðan hin bezta útsýn yfir borgina, sem til- sýndar líkist skógi, sem húsin gægjast fram úr, svo mikill er trjágróðurinn hvarvetna á götum og í görðum. Elins- vegar eru hús þar lágreist, en borgin geysimikil að um- máli. Gefur þetta hvorttveggja henni vingjarnlegan svip, enda mun flestum þykja Washington fögur borg og vingjarnleg. Að Mt. Vernon bjó Washington mestan hluta ævi sinnar, enda var það erfðagóss hans. Allt er þar með sömu ummerkjum og þegar hann skildi þar við, og þar er einnig gröf hans. Svo vel er frá öllu gengið, að ekki einungis eru húsgögn og aðrir munir utan húss og innan hver á sínum stað, garðar og grasfletir með sama sniði, heldur er þar einnig hægt að sjá matargerð þess tíma með gervisteik á teini í eldhúsinu, og búr og skemmu sem sýna matargeymslu stórbýla í þann tíma. Þar hanga flesksíður og nautslæri í reykhúsi, en kjöttunnur og mélsekkir með veggjum í skemm- 22 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.