Heima er bezt - 01.01.1957, Side 36
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri
GhJyJJ
SKOLASAGA FRA HOLLANDI
OG
VIN STÚLKUR
HENNAR
II.
NÝJA STÚLKAN.
Klukkuna vantaði fimm mínútur í níu. — Nanna,
Lilja og Jóhanna áttu skammt eftir í skólann. — Jóhanna
gekk á milli systranna. Hún var þungt hugsandi. Henni
fannst sem allir myndu sjá það á sér, hvernig þetta var
með heimadæmið. — Nanna gekk með opna landafræð-
ina og reyndi að lesa.
„Kemur nýja stúlkan núna strax eða eftir hádegið?“
spurði Lilja.
„Núna strax,“ svaraði Jóhanna.
Ungfrú Prior leit út í skóladyrnar og gaf stúlkunum
merki um að koma strax inn, og sagði:
„Ertu enn að lesa lexíuna þína, Nanna? Nú held ég
að þú kunnir vel. — Gangið strax inn í skólastofuna. —
Ég skil ekki hvers vegna þið þrjár eruð alltaf svo sein-
látar.“
Inni í skólastofunni voru tvær stúlkur að hengja upp
landakort með miklum bægslagangi. Hjá þeim stóð ung-
frú Veronika og hélt á reglustiku. — „Þögn! Þögn!“
sagði hún skipandi. — Rétt í því að hringt var, og allar
stúlkurnar voru komnar, hver í sitt sæti, kom Jenný
stormandi inn með svuntuna í hendinni, — ætíð á síð-
ustu mínútunni.
Góðan daginn ungfrú. — Góðan daginn krakkar. —
Hefur engin ykkar séð landkortabókina mína?“
„Jenný,“ sagði ungfrú Veronika í ströngum rómi
og sló réglustikunni í kennaraborðið.
Nanna sat fyrir aftan Jennýu, iðandi af fjöri og
kátínu.
„Hvíslaðu að mér. — Ég man ekki stakt orð,“ sagði
Jenný og leit um leið snöggt í kringum sig.
„Sittu þá beint fyrir framan mig. — Já, svona. Ann-
ars sér kennslukonan, þegar ég fletti bókinni upp. —
Ég kann náttúrlega ekkert heldur.“
Jenný settist í sæti sitt.
„Hún er inni í herbergi skólastjórans. Hún kemur
víst rétt strax. Ég er svo spennt. — Ert þú það ekki
líka?“ hvíslaði Nanna.
Nanna hafði sterka, óþjála rödd, og gat ekki vanið
sig af því, eða talað hljóðlega, þótt hún reyndi það.
„Jæja,“ svaraði Jenný hljóðlaust og hreyfði ekki var-
irnar. — Ungfrú Veronika leit þó hvasst til þeirra, því
að hinn óþjáli málrómur Nönnu hafði vakið hana.
Lilja sat þögul í fremsta bekk og starði á auða sætið
við hlið Jennýjar. Hún leit við og varir hennar mynd-
uðu hljóðlaust orðið sauður. — Langt að baki sat Jó-
hanna óaðfinnanleg með svuntu, eins og vera bar í skól-
anum. Hún hafði ekki spurt, hvort þær Jenný mættu
skipta um sæti, af því að hún taldi það alveg tilgangs-
laust.
„Hefurðu séð hana?“ spurði lítil, feitlagin stúlka,
sem sat fyrir framan Jennýju.
„Nei-nei — ætli hún fari ekki að koma. — Hvíslaðu
að mér, hvíslaðu skýrt, ef ég verð spurð út úr. — Ég
fann ekki landafræðina mína í gærkvöldi,“ svaraði
Jenný.
„Ef til vill hvíslar nýja stúlkan að þér,“ svaraði hin. —
En þetta sagði hún bara út í bláinn.
„Kyrrar þarna,“ skipaði ungfrú Veronika.
„Heldurðu að hún geri það?“ hélt Jenný áfram sam-
talinu.
„Komið hérna að kortinu, Jenný, og bendið á borg-
ina Pavía,“ skipaði ungfrú Veronika og vildi þar með
slíta samtali stúlknanna.
„í Guðs nafni, styðjið nú við bakið á mér,“ hvísl-
aði Jenný um leið og hún stóð upp, en svipurinn
á henni var eins og ætti að skjóta hana. „Hjálpið mér
stelpur, Nanna, Lilja, Nína.“
„En Guð var með Jennýju í þetta sinn, því að áður
en hún var komin upp að kennaraborðinu, kom for-
stöðukonan, ungfrú Prior, inn, og á eftir henni þessi
margnefnda, „nýja stúlka“.
Jenný settist aftur sárfegin, en um leið og hún kom
í sæti sitt, hvíslaði Nanna: „Rétt hjá Milano. — Það er
rautt strik undir borgarnafninu." Jenný hneigði lítil-
lega höfuðið til merkis um það, að hún hefði heyrt og
skilið. — En þetta var þó allt annað en hún hafði
haldið.
Með föstu, rólegu augnaráði leit nýkomna stúlkan
34 Heima er bezt