Heima er bezt - 01.05.1959, Page 30
hann var orðinn frískur. Þá var nú margt talað, og
allir héldu, að Rósa kæmi aldrei heim aftur. En hún
kom heim, og síðan hefur víst sambúðin verið ágæt,
þangað til þetta kom fyrir, og eins verður það núna, ef
Guð gefur henni heilsuna, þá kemur hún aftur. Hún
gerir það vegna drengsins. Og verið þér svo blessaðar
og sælar og þakka yður fyrir allt gott.“
„Verið þér sælar, Þorgerður mín, og þökk fyrir
alla fyrirhöfnina mín vegna,“ sagði Karen og sló í
hestinn og þeysti af stað. Hún var búin að fá nóg af
vaðlinum í Gerðu. Hún hafði aldrei verið hrifin af svo-
leiðis ræðuhöldum. Hún sá þær í huganum, nágranna-
konur sínar í torfunni, hvernig þær hefðu setið og
skeggrætt hennar dýrmæta leyndarmál, eftir að þær
voru búnar að grafa það upp. Það hefði verið mikið
vatn á þeirra mylnu.
Gerða beið við hliðið með hendina á lofti. Hún ætl-
aði að veifa blessaðri maddömunni næst þegar hún liti
við. En maddaman leit ekki við. Þá gramdist Gerðu.
„Hún er svipuð sjálfri sér ennþá með bölvuð merki-
legheitin! Varla hafa þau minnkað við Reykjavíkur-
veruna,“ tautaði hún við sjálfa sig. „Og svo getur dag-
urinn þessi og allt umstangið hafa gengið dálítið nærri
henni. En myndarleg er hún ennþá!“
Ferðafólkið reið þegjandi út melana.
Það hafði þykknað í lofti og dregið fyrir sólina, en
veðrið var samt hlýtt. Nokkrir strjálir regndropar, sem
líktust ótrúlega mikið tárperlum, féllu ofan á skræln-
aðar melgöturnar og á steinana umhverfis þær.
Kristján hafði þráð að það gerði skúr vegna túnsins,
en nú fannst honum þessir dropar boða óhamingju og
eins það, að sólin skyldi hætta að skína um sama leyti
og þau höfðu riðið úr hlaði. Móðir hans var hjátrúar-
full og trúði á alls konar hindurvitni og bábiljur. Hann
hafði lítinn trúnað lagt á svoleiðis raus, en nú rifjaðist
það upp fyrir honum. Mest var að marka veðrið, þegar
lagt var upp í langferð. Sólskin og logn boðaði ást og
sælu. Þannig hafði veðrið verið, þegar hann kvaddi for-
eldrahúsin þann örlagaríka dag, sem hann fluttist að
Hofi. Ekki vantaði það, að vel spáði veðrið fyrir honum,
enda var hann ekki lengi að höndla hamingjuna. En
leiðin var löng, og í roki og rigningu reið hann í hlaðið
á því stóra höfuðbóli. Mikið regn boðaði auðlegð, en
regndropar í sólskinslausu veðri boðuðu sorg og tár,
einmitt eins og núna. Hann efaðist ekki um, hvað fram-
undan væri.
Skammt fyrir sunnan kaupstaðinn þaut áburðarhest-
urinn út af götunni, rak sig á stein og setti annað kof-
fortið upp af ldakknum og þaut svo áfram á eftir kven-
fólkinu. Kristján fór af baki og sagði drengnum að bíða
hjá koffortinu meðan hann næði hestinum. Hann náði
honum fljótlega og kom með hann til baka.
„Hann er óþekkur, þessi hestur,“ sagði drengurinn.
„Já, það eru margir erfiðir í dag,“ svaraði Kristján.
Hann lét síðan upp á hestinn og teymdi hann á götuna.
Þetta atvik varð til þess, að konurnar voru kornnar
af baki við hestaréttina, nema Rósa sat enn í söðlinum
þegar maður hennar kom svo nálægt, að hann sá, hvað
ferðakonunum leið.
I þessu bar séra Gísla þarna að, og tók hann Rósu af
baki. Einnig kom læknisfrúin og vildi láta þær koma
inn, því að kaffið væri á könnunni.
Maddaman sagðist náttúrlega hafa góða lyst á því,
en kvað Rósu þurfa að komast strax um borð, svo að
hún gæti farið að hvíla sig. Mæðgurnar voru því horfn-
ar þegar Kristján kom að hestaréttinni, líklega komnar
ofan í bát og á leiðinni út í skip.
Kristján flýtti sér að taka ofan af flutningshestinum
og koma honum og hinum hestunum inn í réttina. Hann
sá uppskipunarbátinn, þar sem hann var að lenda við
skipshliðina. Gremjan sauð í honum. — Það hefði sjálf-
sagt ekki tafið þær mikið að doka við eftir honum!
Réttast væri að fara heim með drenginn og allan farang-
urinn og láta þær sigla sinn sjó allslausar. Það var svo
sem auðséð, hver réði þessu ferðalagi!
Þá kjökraði Jón litli: „Pabbi, mamma er farin með
stóra skipinu.“
„Þá er bezt fyrir okkur að fara heim að Hofi aftur
og hugsa um lömbin og folöldin. Heldurðu, að það
verði ekki gaman?“
Drengurinn fór að gráta: „Nei, það er ekkert gaman
að vera á Hofi, þegar mamma er farin. Eg vil fara með
mömmu.“
„Jæja, góði minn, láttu ekki liggja illa á þér. Við fá-
um okkur annan bát og förum á eftir þeim.“ Vegna
Rósu og drengsins varð hann að hætta við öll hefndar-
áform. Það varð að gera fleira en gott þótti. í þetta
sinn var hann sigraður, og þá verður að sætta sig við
allt. Kannske kæmu þeir dagar, að hann bæri hærra hlut!
„Þurrkaðu mér um augun, pabbi,“ bað drengurinn.
Hann gerði það, en barnið fann að það voru ekki mjúku
móðurhendurnar, sem þerruðu sorgartárin. „Þú kannt
þetta ekki, pabbi. Mamma gerir það betur,“ sagði hann.
„Það er satt,“ hugsaði Kristján. „Enginn var barninu
sem ástrík og elskuleg móðir. Það hefði orðið erfitt að
skilja hann frá henni.“ Þótt honum sviði sárt að sjá af
honum, var hún þó sjúklingur.
Það beið bátur við bryggjuna. Það var aðeins lítill
fiskibátur, en það voru engin vandræði að fara með
honum í þessu logni.
Drengurinn var hræddur við sjóinn: „Heldurðu að
þetta stóra, svarta vatn komi ekki inn í bátinn til
okkar og geri fötin okkar blaut, pabbi?“ spurði hann.
„Nei nei, hann flýtur ofan á vatninu. Horfðu bara
á stóra skipið, sem þú átt að fara með, þá sérðu ekki
sjóinn.“
Þá hjúfraði drengurinn sig að föður sínum og lét
aftur augun. Kristján fann, hvað litla hjartað barðist
af kvíða. Hann reyndi að hughreysta drenginn: „Sjáðu
nú bara, hvað við eigum stutt eftir að skipinu.“
„Er ekki mamma þar?“
„Jú jú, hún er komin þangað,“ svaraði Kristján og
.178 Heima er bezt