Heima er bezt - 01.09.1964, Blaðsíða 23
Þannig gekk þetta vor eftir vor, og jafnan voru marg-
ir um ætið. Bátamir vom frá Ólafsfirði, Hrísey, Húsa-
vík, Siglufirði og Dalvík. Grímseyingar smnduðu að
sjálfsögðu einnig þessa veiði eftir því sem ástæður
leyfðu. Landsbátarnir færðu þeim oft beitu, því að yfir-
leitt veiddist mjög lítið á færi, meðan þessi viðlegubáta-
veiði stóð yfir.
Ekki vil ég fullyrða, að allir Grímseyingar hafi litið
okkur aðkomumennina hýru auga fyrir þennan veiði-
skap. Að minnsta kosti bendir sú frásögn, sem hér fer
næst á eftir, ekki til þess.
Einn aðkomumanna var nátengdur fjölskyldu nokk-
urri í Grímsey og heimsótti hana í frændsemiskyni eitt
sinn, er hann var nýkominn. Átti hann að bera Gríms-
eyingunum kveðjur og „kompliment“ ættingja, sem í
landi bjuggu. En maðurinn sagði sínar farir ekki sléttar,
þegar hann kom til baka út í bát sinn, því að frændfólk-
ið hafði tekið honum með skömmum og brigzlyrðum,
fyrir að leggja hönd að því að stela bjargráðum eyjar-
skeggja. Væri óskandi — sagði það —, að himnafaðir-
inn léti ekki slíkrar áreitni óhefnt, þar sem í hlut ætti
jafnfátækt og einangrað fólk eins og þeir Grímseyingar.
Sagðist frændinn hafa orðið þeirri stundu fegnastur, er
hann slapp burtu úr húsum skyldfólksins, og kvað fast
að um það, að hann skyldi ekki ómaka sig fleiri ferðir
til að heilsa upp á eyjarskeggja.
Ég hygg þó að svona lagaðar viðtökur hafi fáir feng-
ið, og minnisstæð eru mér mörg skemmtileg samskipti
okkar og Grímseyinga. Gerðu hvorir öðrum margan
góðan greiða og munu mörg og trygg vináttubönd
hafa bundin verið á þeim árum, er jafnvel enn endast
og ná á vissan hátt milli lands og eyjar.
Ekki er hægt að fullyrða neitt um, hvaða árangur
gæti nú orðið af svipuðum útróðrum við Grímsey, enda
vafamál að nokkur fengist til að sinna þeim. Fiskigöng-
urnar eru breyttar frá því sem var, veiðitæknin ekld
síður, svo að allt yrði með ólíkum hætti. — Ég fór víst
mína seinustu veiðiferð til Grímseyjar vorið 1928 og
fékk sáralítið. Svo mun þetta hafa lagzt niður, því að
eftir það fóru menn að róa á stærri mótorbátum og með
langa línu, að vísu oft í nágrenni Grímseyjar, en engu
síður á önnur mið. Á sama tímabili og róðrarnir, sem
getið er um hér að framan áttu sér stað, voru gerðar
nokkrar tilraunir með hákarlaveiðar í smáum stíl, en
eins og kunnugt er lögðust þær veiðar niður að mestu
á fyrsta áratug aldarinnar.
Menn höfðu að sjálfsögðu gömlu veiðiaðferðina og
sams konar tæld og fyrr höfðu notuð verið. Þrír eða
fjórir vaðir voru hafðir úti í einu og legið fast við stjóra.
Venjulega var fyrst reynt á innstu þekktum hákarlamið-
um, undan Landsenda að vestan en á Hjallatánni að
austan (þ. e. fram af Gjögri). Legið var á 80-100 faðma
dýpi, því að ef orðið hafði vart við hákarl inni á Eyjia-
firði, mátti ganga að því nokkurn veginn vísu, að ekld
þyrfti á dýpra vatn til að eitthvað veiddist.
Til beitu var notað úldið hrossakjöt og óþrátt sel-
spik, er þurfti að vera með skinninu á. Stundum notuðu
menn líka hnísuspik. Mismunandi lengi þurfti að bíða
eftir að sá grái gæfi sig til, en oft voru það 4-6 klukku-
tímar. Vaðirnir voru annars ekki hafðir úti lengur í
einu en tvær stundir, þá var dregið inn og beitt á ný,
til þess að halda við sem sterkastri lykt í sjónum, af því
að hákarlinn rennur á ýldulyktina, sem leggur frá beit-
unni.
Árið 1922 fórum við nokkrir héðan frá Dalvík í há-
karlalegu hálfum mánuði fyrir sumar. Við byrjuðum
á fyrrgreindum miðum, aðrir að vestan, en hinir að
austan, en urðum ekki varir. Veður var hagstætt, svo
að við hélduin fljótt fram á svokallaðar Tengur og lögð-
umst á 120-130 faðma dýpi. Gátum við legið þarna í
ca. 12 tíma. Lítið veiddist þarna, því að sumir fengu
ekkert, en aðrir þetta 5-10 hákarla. Urðum við að hætta
við svo búið að þessu sinni, sökum óhagstæðrar veðr-
áttu, héldum heimleiðis og gátum ekki lagt upp að nýju
fyrr en eftir sumarmál.
Sunnudaginn fyrsta í sumri var lagt af stað í aðra
veiðiferð og fóru þá allir, sem þessa veiði stunduðu frá
eyfirzkum höfnum. Sumir héldu strax á Grímseyjarrif,
en aðrir fóru vestur á Tengur. Veiddist þá mjög vel og
fengu allir fulla báta af vænum hákarli, lögðu hið bráð-
asta til lands til að losa, og ætluðu að sökkva aftur upp
í stóru ausunni, áður en sá grái hyrfi af miðunum. Þetta
fór þó öðru vísi en ætlað var, því að þegar við komum
aftur var skolli okkur alveg úr greipum genginn. Fengu
engir neitt, sem talizt gæri, og var þar með lokið há-
karlaveiðum á þessu vori.
Árið 1923 var hafizt handa um svipað leyti, en þá var
veðrátta afar óstillt, svo að ekkert féltkst fyrst í stað.
Um mánaðarmótin apríl og maí komu allgóð sjóveður
og ruku allir þá af stað. Var lagzt á ýmsum stöðum, að-
allega vestur og fram af Siglufirði og urðu margir fljót-
lega allvel varir. En aðfaranótt 2. maí tók að ausa upp
norðaustan stórsjó, og úr hádegi var kominn trylltur
sjór. Logn var þó enn, en engin leið að vera lengur við
veiði. Spiluðu því allir upp og héldu til Siglufjarðar,
flestir. Ekki höfðum við legið lengi þar við bryggjuna,
þegar rauk upp norðaustan ofsaveður með blindhríð,
er hélzt látlaust í tvo sólarhringa. Urðu margvíslegar
skemmdir og nokkrir skiptapar í þessum garði. Hér í
Dalvík eyðilögðust tvær bryggjur, enda var brimið með
ólíkindum, miðað við árstíðina. Seglskipið Flink, eign
Höepfnersverzlunar á Akureyri, strandaði í Haganes-
vík, en mannbjörg varð. Mörg skip urðu illa úti og víða
urðu skemmdir á landi.
Við, sem á bátunum vorum, komumst nú rækilega að
raun um, hversu heiftarleg norðaustanveðrin geta orð-
ið á Siglufirði. Þar ætlaði allt bókstaflega af göflum að
ganga. Víða sviptust þakplötur af byggingum og flugu
víðs vegar, jafnvel alla leið inn og upp í Skarðsdal.
Slys á mönnum urðu þó ekki.
Strax og upp birti héldum við heimleiðis, og með
þessari sjóferð var hákarlaveiðiskapur — að minnsta
kosti okkar Dalvíkinga — úr sögunni.
Heima er bezt 335