Heima er bezt - 01.02.1979, Page 4

Heima er bezt - 01.02.1979, Page 4
GÍSLIJÓNSSON: Ekki líkar mér gangurinn í honum Komið við hjá bílstjóranum og hermikrákunni Pétri Jónssyni frá Hallgilsstöðum M anstu hvenær þú sást bíl í fyrsta sinni? — Ja, ég kom í fyrsta skipti upp í bíl, þegar Kristján konungur X. heimsótti landið 1926. Sjálfsagt hef ég séð bíl fara um veginn áður. Eigandi bílsins átti heima á Akur- eyri, þetta var Ford-pallbíll sem smalaði fólki úr sveitinni til Akureyrar að sjá kónginn. Ég fékk að sitja inni í stýris- húsinu, og ég man það eins og það hefði gerst í gær, hvað eftirvænting mín var mikil, hvernig bíllinn færi í gang og hvort hann færi yfirleitt af stað. Ég gleymi því aldrei og hvað ég fylgdist vel með hvernig eigandinn og bílstjórinn bar sig til, Ingi Ólafsson hét hann, giftur Sigríði Eyja- fjarðarsól. Hún var myndarleg og drottningarleg. Ferðin tókst slysalaust og kóngurinn gekk á land yfir rauðan dregil. En ekki líkar mér gangurinn í honum, sagði sveitungi minn, tamningamaðurinn Magnús á Björgum. Á heimleiðinni voru menn drukknir, og kváðust þeir á linnulaust, Friðbjörn í Staðartungu og Árni Björnsson kennari sem að vísu var ódrukkinn eins og endranær. Davíð á Möðruvöllum átti líka Ford-pallbíl, það var fyrsti bíllinn í sveitinni. í honum var engin gírstöng, ben- síngjöfin með handafli og pedalar í gólfinu, annar fyrir bakk og hinn fyrir framgírinn, en bensíngjöfin tempraði hraðann. Davíð keyrði þennan bíl sjálfur og mun hafa fengið hann fyrir 1930. Á fermingaraldri byrjaði ég að keyra, ekki bíl að vísu, heldur flutti ég mjólk frá Möðruvöllum og Nunnuhóli á hestvagni til kaupenda á Akureyri. Mér var fenginn ágætur hestur sem hét Valur, steingrár á lit. Ég hafði aldrei komið til bæjarins áður og rataði auðvitað hvorki eitt né neitt. En ég átti að koma á fimm staði og láta Hallgilsstaðir. 40 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.