Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 4
Agœtu lesendur. Skynjun mannsins er margvísleg og oftast nær miklu meiri heldur en hann getur gert sér grein fyrir. Mætti jafnvel segja að hann sé að stórum, ef ekki stærsta hluta, eitt allsherjar skynjunarfæri. Þarf t.d. ekki annað til að taka en húðina, sem umlykur allan mannslíkamann. Hún er öflugt skynfæri, auk þess að vera likamanum til vernd- ar. Augun sjá, eyrun heyra, húðin nemur og - nefið skynj- ar lykt. Öll eru þessi skynfæri okkur afar mikilvæg og ómissandi ef vel á að vera. Erfitt er að gera upp á milli þeirra, það hlýtur t.d. að vera nokk- uð einstaklingsbundið hvern þess- ara skynjunareiginleika fólk teldi sig síst geta verið án, væri því gert að velta vöngum yfir því. Þó býður mér í grun að ekki myndu allir setja lyktarskynið í fyrsta sæti yfir það, sem þeir teldu sig síst geta misst, hefðu þeir yfir- leitt eitthvert val um slíkt, sem að sjálfsögðu er ekki, í öllu venjulegu a.m.k., en hér í þessum vangaveltum gefum við okkur þann möguleika. Ég er ekki viss um að allir hugsi út í það hversu ilmur spilar í raun geysilega stórt hlutverk í allri okkur tilveru. Ég þarf ekki að minnast á dýrin, allir vita hversu mjög þau byggja tilveru sína á góðu lyktarskyni. Og það þykir held ég, öllum bara sjálfsagt. Reyndar er lyktarskyn mannsins öllu lélegra en margra dýra, en engu að síður spilar það stóran þátt í flestu því, sem við tökum okkur fyrir hendur. Öllu fylgir einhver ilmur eða lykt. Tökum til dæmis ilm dags og nætur. Hann er sérstakur fyrir hvort tveggja, ef að er gáð. Ilmur morgunsins, há- degisins (innan heimila vegna matargerðar, fyrst og fremst auðvitað), kaffitímans og kvöldmatarins, í takt við birtuna. Ilmur skapar stemmingu á heimilum, t.d. hangi- kjötsilmurinn á jólunum, svo ekki sé nú minnst á eplailm- inn hér áður fyrr á meðan þau voru aðeins fáanleg á jól- unum. Til eru þeir, sem enn segjast, áratugum síðar, muna eplalykt þess tíma og stemminguna sem henni fylgdi. Þá má ekki gleyma ilmi vindsins, þ.e. þess, sem hann a.m.k. færir okkur, svo sem ilm blómanna, rigningarinnar og nýslegins grass, svo eitthvað sé nefnt. Fólk og ýmsar þjóðir hafa sinn sérstaka ilm, oft vegna mismunandi mataræðis getur maður ímyndað sér, auk lífshátta. Og hvaða sjómaður, a.m.k. fyrri ára, man ekki eftir tjörulykt í bland við sjávarlyktina? Og svona mætti lengi telja. Oft er það að einhver sérstakur ilmur vekur upp hjá okkur tilfinningar eða minningar. Ákveðnar minningar geta tengst ilmi og jafnvel þó svo að við höfum gleymt viðkomandi atviki eða sýn, svo árum skipti, þá getur ilm- urinn, fundinn löngu síðar, kallað fram minninguna á augabragði. Svo ríkt er samspilið á rnilli ilms og hugar. Til eru lífverur sem byggja öll sín samskipti á lyktar- skynjun, t.d. margar maurategundir. Þeir þurfa ekki orð, tákn eða hljóð. Þeim nægir lykt og lyktarskyn. Þeir gefa frá sér mismundandi tegundir af lykt, sem þeir síðan blanda saman innbyrðis á ótal vegu og gefa þannig frá sér hin margvíslegustu boð og skipanir. Og kunn er sú staðreynd um dýr, sem ofar teljast í þró- unarstiganum, að þau merkja sér yfirráðasvæði með lyktarsterku þvagi eða sérstökum vökva, svo önnur aðvífandi dýr fái boð um, í gegnum lyktarskynið, að þau séu komin inn á yfirráðasvæði ann- arra. Ég nefndi áðan að lyktarskyn mannsins væri svo sem ekki upp á marga fiska, miðað við það, sem eðlilegt er hjá dýrunum. Kannski er það þess vegna sem hann hefur komið sér upp þessum gífurlega iðnaði, sem lýtur að ilm- og snyrtivör- um. Hann skapar bara gervilykt, sem er nægilega sterk til þess að lítt næm lyktarfæri hans fái skynjað þau. Og ein- hver hlýtur tilgangurinn að vera með þeirri miklu notkun ilmefna, sem tíðkuð eru í heiminum í dag. Einhvers kon- ar boðskipti eru það, skyldi maður ætla, eða dulin arfleifð frá þeim tíma þegar lyktarfæri mannsins voru næmari og hann gat nýtt þau meira sér til framdráttar. Sagt er að á dögum sólkonunganna í Frakklandi hafi ilmefni verið notuð ótæpilega við hirðir þeirra og þótt heldur betur fínt. En notkun þeirra þá kann nú að hafa haft annan og kannski augljósari tilgang, því á þeim tíma fóru menn sjaldan eða jafnvel aldrei í bað. Þetta hefur því að öllum líkindum verið nokkuð þægileg lausn, þegar lík- amslykt vegna viðtekins óhreinlætis, ætlaði menn lifandi að drepa. Þannig var nú hugsað þá, að því er virðist, svo lengi sem menn fundu ekki ólyktina, þá var allt í lagi. En eins og menn vita þá er nú önnur og öllu betri skikkan komin á hreinlætismál flestra þjóða í dag, svo ilmefnin þjóna vafalaust öðrum og margþættari tilgangi nú. I frægu ljóði eftir Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing, þann kunna textasmið, segir í einni línu: „Birkið ilmaði, allt var hljótt, yfir oss hvelfdist stjörnunóttT Þarna tengir þessi Ijóðsnillingur ilm birkisins þeirri mynd, sem hann er að draga upp og gerir hana þar með mun sterkari og skýrari en ella hefði verið. Og varla hefur hann gert það bara svona út í bláinn, því það sagði mér eitt sinn maður, Framhald á bls. 179 164 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.