Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 31
Guðsþjónustur - og dans á eftir. En guðsþjónustunum er sleppt og dansinn tekinn í staðinn. Og danssal- irnir eru ógjarnan lánaðir til guðs- þjónustugjörða nema á þeim tímum, sem enginn getur komið þangað. Það hlýtur að vera annað hvort sterk löngun hjá fólkinu til að dansa eða þá ótrúlega mikið hugsunarleysi eða kæruleysi um heilbrigði sína, sem kemur því til að þiggja ókeypis dans á eftir öllum samkomum, sem haldnar eru. Því ógeðslegri samkoma er naumast hugsanleg en dans á eftir tombólum eða öðrum slíkum sam- komum í sama húsinu, þó að siðferð- ishliðinni sé alveg sleppt. Þegar samkomusalurinn er búinn að vera nokkrar klukkustundir svo troðfullur af fólki að liggur við meið- ingum, gólfið orðið líkara flór í gripahúsi en samkomusal, útatað hrákum og götufor, og loftið svo spillt að mönnum liggur við yfirliði, þeim sem eigi eru fæddir og uppaldir í sams konar andrúmslofti, þá mætti ætla að ekki langaði marga til að fara að dansa þar. Það bætir ekki mikið úr, þótt fólkið bregði sér út í bleytuna fyrir utan stundarkorn á meðan verið er að strjúka gólfið yfir með blautum tusk- um, til þess að dreifa úr bakteríun- um, sem liggja í hrúgum á því. Ekki þarf nú annað til þess að koma af þessum ósið en að for- göngumenn samkomanna þori að brjóta í bág við venjuna. Það er af misskilningi sprottið að ætla að al- menningur muni heimta að fá að dansa, ef það stendur ekki til boða. Áður en langt líður ætti almenn- ingur að fara að heimta að fá að dansa á hreinu gólfi en afsegja að dansa í húsi, sem búið er að útata í bakteríum, hátt og lágt. Fjallkonan 8. mars 1907 Gömul eyðibýli Ávalt, er ég kem þar sem fyrr hafa bæir verið en nú er auðn ein, þá hreyfir sér einhver undarleg tilfinn- ing hjá mér og mér verður þungt í skapi. Mér finnst eins og einhver skuggi og drungi færist yfir þó að sólin skíni í heiði og þíðvindið sólvarma verða andkalt og hráslagafullt. Rústimar kaldar og ömurlegar, eiga sína sögu. Þær búa yfir gömlum leyndarmálum, þöglar og þungbúnar, og þær láta ekkert uppi af því, sem þar hefir farið fram. Þeir hlátrar, sem þar hafa ómað. Þau tár, sem þar hafa runnið. Stríðið, sem þar hefir verið háð. Óskirnar og vonirnar, sem þar hafa fæðst og glæðst, ræst og að engu orðið. Allar þær tilfinningar mannlegrar sálar, göfugar og ógöfugar, sterkar og veik- ar, sem þar hafa hreyft sér. Öll fyrstu lífsmerkin og öll síðustu andvörpin, sem þaðan hafa borist út í hina nið- dimmu nótt og hinn sólbjarta dag. Allt þetta geyma hinar gömlu grónu rústir, liggja á því eins og ormur á gulli. Fyrir því er eigi að undra, þótt þær séu þöglar og þungbúnar. Allt þetta liggur í loftinu á slíkum stöðum, breiðir sig og beltar eins og frostreykir lækja og tjarna eftir um- liðinn, sólvarman sumardag. Þaðan stafar skugginn og drunginn, þótt sólin skíni í heiði. Þaðan kemur þunginn í skap mitt þegar ég reika um þær slóðir. Þaðan kemur sorg- blandni ómurinn í söng lóunnar, þeg- ar hún svífúr yfir auðu og köldu kumbli mannlegs strits og stríðs. Þaðan er hráslagi hins blíða blævar og tómlæti, þá er hann líður af hrauninu og mónum, því að nú á hann ekkert erindi lengur heim, hvort sem hann er seint eða snemma á ferð. Túnblómin döggvotu, sem hann kyssti og hjalaði við á morgnana, fíf- illinn og sóleyjan í hlaðbrekkunni og varpanum, þau eru nú fyrir löngu horfin og þar er nú sem með járni sviðið. Og gamalmennið, öldungurinn með hvíta hárið, sem sat undir bæjar- veggnum í aftanblíðunni og vildi njóta sólarinnar og andvarans í lengstu lög, því hver dagurinn gat orðið síðastur, sem hann færi út. Hann er allur á burt. Kominn undir græna torfu íyrir löngu. Og glókollurinn litli, sem lék sér fyrir knjám afa síns, skjótur í hreyf- ingum og íjörugur sem hinn bráð- lyndi blær, hann verður heldur eigi á leið andvarans, þegar hann þýtur um gamlar stöðvar, og þess er eigi að vænta, því að hann, HANN, er líka fyrir langa löngu kominn í moldina, - moldina og gleymskuna. Leiðið hans þekkist ekki og enginn kann sögu hans lengur. Og þó segir spekingurinn og góð- skáldið: „Aldrei deyr, þó allt um þrotni, endurminning þess er var.“ I.Þ. Fjallkonan 11. október 1907. Til gamla Matta Motto: „Og þarna sat fuglinn og þrefaði um brauð, uns þögn varð á himni og jörðu.“ „Lengi hefir þú verit lítit vitr,“ sögðu Heiðabæjarmenn forðum við Níels Danakonung. Flestallir íslend- ingar eru nú komnir á sömu skoðun þegar um Matthías uppgjafaklerk Jochumsson er að ræða. Gamli maðurinn hefir nýlega feng- ið eitt sinna alkunnu geðbrjálunar- kasta og verkefni hans verður það að verja sjálfan sig gegn þeim áburði að hann hafi ort leir við konungskom- una í sumar. Það skal þegar játað að karltuskan orti engu meiri leir þá en svo fjölda mörgum sinnum áður. Flest af því, sem aumingja karlinn hefir verið að baxa við að yrkja frumkveðið, er sem sé engu betra né verra, þótt hver sanngjarn maður játi, að einstöku sinnum hafi slæðst til- tölulega lítið vitlaust innan um allt skvaldrið og ruglið, en allir geta þó séð að slíkt hefir alla jafha verið Heimaerbezt 191

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.