Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 18
sem sneri dyrum út að þjóðveginum. Hann var eitthvað svo draugalegur. Hann staldrar við. Geigurinn vex og eitthvað ónotalegt tekur að hrísl- ast niður eftir bakinu á honum. Hann verður að fara framhjá húsunum. Það er engin undankomuleið, ekki fer hann að snúa við. Hann er þó karl- maður og kominn í skóla. Ætlar hann að láta það spyrjast að hann þori ekki að ganga framhjá Gerðishúsunum, þótt tekið sé að dimma, og það hans eigin fjárhúsum, þar sem hann þekk- ir hvern krók og kima. Hvernig færi nú ef það spyrðist í skólann? Þá hefðu strákamir um nóg að tala. Og hann heyrir fyrir sér hæðnistóninn í orðum þeirra: „Er það satt að þú þorir ekki að fara framhjá Gerðishúsunum í myrkri? Ertu algert smábarn eða aumingi?“ Nei, hann má ekki til þess hugsa. Hann verður að herða sig upp, hvað sem það kostar. Allt er hljótt nema gjálfrið í öldun- um fyrir neðan. Hann heyrir kind jarma og óljóst getur hann greint kindur á beit í kringum húsin. Það veitir honum vissa öryggiskennd, hann er þá ekki aleinn. Hann gengur af stað hægum skref- um. Hann hefur hjartslátt og fæturnir eru óstyrkir. Karlmennskan er rokin út í veður og vind, hér gengur hrætt barn í myrkri. En skyndilega flýgur honum nokkuð í hug. Hann byrjar að syngja, fyrst hægt og veikróma, en síðan hærra og af krafti. Hann syng- ur og syngur. I einhverju ofboði reynir hann að rifja upp lögin sem hann kann: Fyrr var oft í koti kátt, Ó, fögur er vor fósturjörð, Blátt lítið blóm eitt er, og ... Og þannig heldur hann áfram. Hann syngur hærra og hærra, eins hátt og rödd hans leyfir. Söngurinn veitir honum öryggi og styrk. Mjóróma drengjaröddin berst út yfir vetrarkyrrt landið, svo jafnvel kind- urnar, sem eru á beit við húsin, hrökkva við, hætta að bíta sem snöggvast og líta upp. En nú er hann kominn á móts við kofadyrnar, þær standa opnar og gína við honum. Eftir örskotsstund verður hann kominn framhjá húsunum, sloppinn. En, stendur ekki eitthvað þarna í dyrunum og glennir framan í hann glymurnar. Hann sér glitta í tvö lítil augu í myrkrinu, sem stara á hann. Skelfingin vex og kaldur sviti sprettur fram á enni hans. Jú, það er eitthvað þarna, einhver sem situr fyr- ir honum í myrkrinu. Eitthvað stekk- ur út úr húsinu af miklum krafti, hann heyrir fnæs og más. I örvænt- ingu sinni hleypur hann af stað. „Pabbi, pabbi!“ Nei, ekki hlaupa, bara vera rólegur. „Góði guð hjálp- aðu mér.“ Var þetta þá kannski kind eftir allt saman. Hann rífur sig upp og syngur hástöfum, syngur af öllum lífs og sálar kröftum titrandi röddu. Eftir á man hann ekki hvað hann hefur sungið. Hann er kominn framhjá húsunum og honum verður strax rórra þegar hann gengur yfir rennuna á litla fjár- húslæknum, sem liðast niður með túnfætinum. Hann forðast að líta við. Ekki hlaupa, ekki hlaupa, bara ganga rólega, vera svalur og rólegur. Það hafði hann heyrt fullorðna fólkið segja einhvern tíma. Aldrei að hlaupa ef þú ert hræddur, heldur ganga hægt og rólega. En er ekki einhver þarna á eftir honum? Sem snöggvast finnst hon- um hann heyra eitthvert más og skelli fyrir aftan sig. Hann stirðnar upp en forðast að líta við. Aldrei að líta við, á hverju sem gengur. Og allt í einu rifjast upp fyrir hon- um sagan úr Biblíusögunum, sem hann var búinn að lesa, um konuna hans Lots, þegar hún flýði burt frá Sódómu. Hún leit aftur og varð að saltstólpa eða steini. Skrítið að hon- um skyldi detta þessi saga í hug einmitt núna. Hann er kominn út fyrir næstu beygju á veginum og þá fyrst áræðir hann að líta til baka. Það grillir óljóst í gerðishúsin í myrkrinu. Hann veit að nú er honum borgið. Hann er líka hættur að syngja, þess gerist ekki lengur þörf. Honum er borgið, héðan af verður allt í lagi. Eftir þetta finnur hann ekki til neinnar hræðslu þótt myrkrið þéttist. Nú fýrst veitir hann því athygli að hann er tekinn að þreytast. Hann hafði ekki fundið fyrir því fyrr, en honum er innan brjósts eins og her- foringja, sem unnið hefur stóran sig- ur í heimsstyrjöld. Hann er þreyttur en glaður, og bráðum er hann kom- inn heim. Nú er aðeins eftir síðasti spölurinn upp hallið, og brátt sér hann ljósin í eldhúsglugganum heima. Það er búið að kveikja á lampanum í eldhúsinu þar sem móðir hans er að undibúa kvöldmatinn. Brátt er hann umvafinn ástúðleg- um örmum. Hann er spurður spjör- unum úr, hvernig hafi gengið, en hann er þreyttur og svangur og dálít- ið fölur, en segir fátt. Um kvöldið þegar hann er háttaður ofan í rúmið sitt, þá finnst honum söngurinn halda áfram að óma ein- hvers staðar inni í sér. Hann skynjar að eitthvað hefur gerst. Hann litast um í herberginu. Þama er hver hlutur á sínum stað, gamla borðið og olíulampinn í loftinu og skápurinn úti í horni, allt eins og það á að vera. Hann fyllist öryggistil- finningu. Hér er hann öruggur. Hann er kominn heim. En einhvers staðar þarna lengst fyrir utan, er stór, ótryggur heimur, sem hann er smátt og smátt að upp- götva. í dag hefur hann fengið að kynnast örlitlu broti af þjáningu hans. En nú hefur hann eignast nýtt leyndarmál. Það verður leyndarmál hans og heimsins, aðeins milli þeirra tveggja. Kannski getur hann sungið, sungið frá sér óttann og öryggisleysið. Það ætlar hann að gera. Söngurinn mun aldrei yfirgefa hann héðan í frá. Það veitir honum öryggiskennd. Hann dettur út af, þreyttur en ör- uggur, og söngurinn fylgir honum inn í svefninn. S313 178 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.