Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Síða 21

Heima er bezt - 01.05.1997, Síða 21
Og einatt í lauginni afrek þið vinnið, og alls kyns metum er hnekkt hverja stund. Eg veit að þið yngist og fljótlega finnið, hve jjörið fer vaxandi á sérhverja lund. Og þegar að lokum þið haldið svo heim, þá hugsið þið vestur og langar í geim. Næst birtum við vísur eftir Gissur O. Erlingsson, Reykjavík en þær nefnir hann Lýðskrumarinn Þótt jjölskyldan þín haji' ei jisk til að éta, jinnast þó ýmsir sem troðjyllt sig geta, og róandi í spikinu ropa og freta, - og ráðherrastóla til kúgilda meta. Efhefur þú langsoltinn leikinn þann gráa, að leggja fram kröfur með frekju og þráa, birtist þér vagandi „ vinur “ þess smáa, með viðmótið slœga og refsglottið fláa. Hann býður þér kjúkling og kjöt til að sjóða, og kyngja því niður með víninu hans rjóða, hann heitir þér vegtyllum, gulli og gróða, ef gefurðu stuðningþinn flokknum hans „góða. “ Og vanti þig dulu að klœða með kroppinn, af kulda og vosbúð ert máttlaus og loppinn, svo engu má muna að þú komist á koppinn, hann kveðst munu lyfta þér snarlega' á toppinn. Við orðin sín fallegu æ kveðst hann standa, af örlæti hjarta síns leysa þinn vanda, þeir séu' ekki í nauðum, sem njóti hans handa, í náðarsól valds hans þeim muni ekkert granda. En æði er langt milli orða og gerða, því efndunum tíðum vill minna úr verða, og oft þegar reynt er á heimtum að herða, er hlut þeirra smæstu oft brýnast að skerða. Ásfeorunin I 50. vísnaþætti birtum við áskorun til lesenda og var hún í formi vísu, sem varpað hafði verið til Elíasar Krist- jánssonar frá Elliða í Staðarsveit, og hljóðaði hún svona: Hver er andans auðlegð mest, inn mér það í Ijóði, hver er skuldin borguð best og bestur lífsins gróði. Upphafsstafur svarvísna á að vera höfuðstafur síðustu línu vísunnar, „B.“ Eftir að vísan birtist í blaðinu þá fengum við upplýs- ingar um hver væri höfundur hennar og reyndist það vera séra Þorsteinn Lúther Jónsson, fyrrum prestur í Söðuls- holti, Eyjahreppi í Hnappadalssýslu og síðar Vestmanna- eyjum. Pálmi Jónsson frá Sauðárkróki tekur áskoruninni og svarar henni með eftirfarandi vísu: Besta andans auðlegð er, allra kenndir skilja. Grimmd í breytum góðleik hér, göfgum lífsins vilja. Dulrún, Reykjavík, svarar svona: í blessun guðs býr auðlegð mest, hún bœtir margra sjóði, skilvís borguð skuld er best, þá skilast lífsins gróði. Og Kári Kortsson svarar með eftirfarandi: Blíðlynd sál og bros á vör, best er lífs í ranni, þá við loka skarast skör, skuldin öll af manni. Óskar Sigtryggsson frá Húsavík, segir þetta um andans auðlegð og greidda skuld: Betur auðlegð andans sér unir jjarri þrasi, en prýði mannsins mest sú er, hann minnst í freistni hrasi. Og þá er kominn tími á nýja áskorun. Og eins og oft áður er það Kári okkar Kortsson, sem varpar henni fram. Hann spyr: Hvað er efst í huga þér, á hýrgum sumardögum? Viltu kannski karli mér, kynnaþað í bögum? Og að þessu sinni verður það síðasti stafur vísunnar sem segir til um upphafsstaf væntanlegra svarvísna. Þær þurfa s.s. að byrja á bókstafnum „M.“ Látum við þá lokið þættinum að sinni en minnum á heimilisfangið: Heima er bezt, Pósthólf8427, 128 Reykjavík. Heima er bezt 181

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.