Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Síða 32

Heima er bezt - 01.05.1997, Síða 32
óviljaverk af hans hálfu. Karlauminginn er að masa eitthvað um konungsdýrkun og heimsmenn- ingu. Þetta síðara orð er honum ofiir munntamt og hefir lengi verið. Menn vita að hann hefir lengi lesið öll ósköpin af ritum eftir hina og þessa um „heimsmenninguna,“ en hitt vita allir jafnvel, að hann hefir aldrei skil- ið stakt orð í allri þeirri „filosofi," sem hann hefir verið að burðast við að lesa. „Séð hef ég köttinn syngja á bók.“ Síst ætti gamli Matthías að tala um „snápa,“ sem „lygi“ sig inn í hina og þessa stöðu og til þessa verks eða hins. Hefir karltötrið gleymt því að sjálfur hefir hann verið klerkur og æmti þá einu sinni ofurlítið í honum út af fordæmingarkenningu kirkjunn- ar. Þá þóttist karlinn ætla að fara að hugsa eitthvað, eins og maður, en hver varð niðurstaðan? Hún varð sú, að þessi „fugl,“ sem alla ævina hefir verið að „þrefa um brauð,“ kyngdi aftur því, sem hann sagði um áður- nefnt trúaratriði til þess að halda „brauðinu “ Ef þetta er ekki að vera „snápur“ og að „ljúga“ sig inn í stöðu (svo að orð Matthíasar séu höfð), þá er slíkt ekki til á guðs grænni jörðu. Og svo kemur þessi uppgjafadáti kirkjunnar og vill fara að kenna öðr- um mores! Matthías segist vilja hafa „snápinn" fyrir prest. 1 samræmi við það, sem áður er sagt, verður að ætla að karlinn tali þetta til sjálfs sín. Þetta er þá „ein- tal sálar“ hans við sjálfa sig og hann huggar sig með því, að hann hafi ekki verið óhæfari til preststöðunnar en Jón biskup Gerreksson, loflegrar minningar. Jóni biskupi var drekkt í poka í Brúará, eins og kunnugt er, og mælti enginn eftir þennan drottins þjón. En það er þó ólíkum saman að jafna, Jóni heitnum Gerrekssyni og Matthíasi uppgjafaklerki Jochums- syni. Jón var uppivöðslumaður og ójafnaðar, en Matthías hefir alltaf ver- ið ósköp lítill fyrir sér. Hann hefir gengið í kring, þrefað og þrefað, sí og æ, um „brauð“ og aftur „brauð.“ Jón heitinn Gerreksson vildi drottna yfir mönnum, en það hefir Matthías aldrei hvorki getað né viljað. Hann hefir einungis vaðið elginn ef ske kynni að einhver vildi þægja honum eitthvað fyrir það. Fuglstetrið hefir verið að fiðra stélinu upp að þeim, sem hann vissi að hefðu einhvern brauðbita upp í hann. Stundum hafa þó þessar alþekktu sníkjur karlsins misheppnast, t.d. þeg- ar hann ætlaði að „þrefa“ sér far á „Botníu“ með íslensku þingmönnun- um til Hafnar í fyrrasumar. Forsetar þingsins voru, sem vita mátti, of miklir „taktmenn“ til þess að hleypa karlinum með. Það er hart fyrir Steingrím Thor- steinsson að Matthías skuli verða svo ófyrirleitinn að setja sig við hlið hans. Þá fer nú skörin að færast upp í bekk- inn, þegar uppbelgdir gutlarar ætla að setja sig á bekk með hálærðum smekkmönnum. Af öllu því sundurlausa orða- skvaldri, sem Matthías gamli „smyr“ Lögréttu með (47. tbl.) er eitt sérstak- lega athugavert og það er það atriði er Matthías karlinn ætlar að fara að bögglast við að hugsa, draga ályktan- ir. Hann blandar sem sé alveg saman því, sem ort er og þeim, sem ort er um. Af því að Fjallkonan kallað kvæði þau, sem Matthías (og aðrir) ortu hér við komu konungsins, „leir- líknesi,“ þá heldur hann að það eigi við hátignina, sé níð (undir rós) um hana. Ef nú Matthías hefði orpið ann- ann mann, leir (og það hefir hann oft gert), þá ætti sá maður líka að vera leir (eða leirlíknesi) eftir „logik“ Matthíasar. Enginn má taka þetta svo, að oss furði nokkuð á þessari ályktun karls- ins. Hún er engu verri en við mátti búast. Hún sýnir ennþá einu sinni, hversu vesalings karlinn er gjörsam- lega ófær til þess að leiða rétta álykt- un, hvemig hann blandar saman alveg óskildum hlutum. Menn fyrirgefa óskynsemi fremur en siðferðislega galla. Þess vegna tala menn sjaldnar um óvisku karlsins en daður hans og „brauðþref." Þetta er þó skakkt að nokkru leyti. „Brauð- þrefið“ er beinlínis aðalþátturinn i lífsbaráttu karlsins. Lægni hans og „brauðfrekja“ hefir verið honum öld- ungis ómissandi, eftir því sem komið var. En óviska hans og smekkleysi hefir honum að engu haldi komið. Uppbelgingshátturinn við þá, sem hann hefir haldið sér óhætt við og svo þetta eilífa nudd hans upp að öllum þeim, sem áttu einhvern brauðbita handa honum, þetta eru aðaleinkenni Matthíasar, auk greindarleysis hans og ósmekkvísi. Matthías gamli getur þess enn að vér munum aldrei hafa heyrt sig eða séð. Jú, í Höfn, sællar minningar, og auk þess heima á íslandi. Ekki svo að skilja að karlinn megi halda að oss þyki minnsta sæmd í því að hafa séð hann eða skemmtun að neinu leyti, því fer allfjarri. Auðvitað tók enginn hann alvarlega. Fékk hann að vaða á bæxlunum í bæði sinnin gegnum ótal margar leirelfur, og gerðu menn ýmist að hlæja að eða vorkenna gamla manninum með barnsmeðvitundarlíf- ið. Það mun hafa verið í þeirri for að Matthías gamli setti danska skáldinu Holger Drachmann „stefnumót,“ en Drachmann ansaði honum engu og beið Matthías lengi dags eftir honum. Það er svo sem auðvitað að enginn heilvita maður muni að fara að svara Matthíasi gamla orði til orðs. Það er ekki nema mannlegt, þótt í karlinn fjúki, ef einhver gerist svo hreinskil- inn að segja satt um hann. Slíkt er heimskunnar aðal og því skiljanlegt. Það þarf vitrari mann og skapfestu- meiri en Matthías til þess að þola það að eyrun á honum séu teygð og toguð með nær hálfrar aldar einróma lofi. En, skepnan verður því auðþekktari, sem eyrun teygjast meira. Matthías gamli skal svo fá að glingra við leir sinn, bundinn og óbundinn, hér eftir í fullum friði og þrefa og þrefa í næði um „brauð,“ og grauta eftir vild og geðþótta. Það er og verður ekkert annað en að bera í bakkafullan lækinn og skiftir því engu, hvort mikið bætist við eða lítið. féJSfii 192 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.