Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.05.1997, Qupperneq 29
bjúg. Gulmöðrute þótti gott við nið- urfallsýki og sinadrætti. Seyði af horblöðku var algengt. Það átti að auka matarlyst og bæta meltingu. Taldi einn heimildarmanna að af því væri nafnið dregið þ.e. jurtin héti horblaðka af því að hún snéri hor- renglum til betri vegar. Hins vegar var hvergi að finna jurtaseyði til megrunar, en slíkar tejurtir myndu líklega fremur henta nútímafólki en þær sem virka í gagnstæða átt. Seyði af geitnaskóf var notað við niður- gangi og heymulurótarseyði við harðlífi. Beitilyng var einnig gott við magakvillum og seyði af fífilrótar- blöðum var algengt meðal við maga- bólgum. Te af lokasjóði var drukkið við gulu og lifrarbólgu. Baldursbrá- arseyði drukku þeir sem áttu það til að svitna illa og við móðursýki var upplagt að drekka te af blómsveip og blöðum Garðabrúðu. Margt fleira er að finna í þessum frásögnum, t.d. seyði af jurtablöndum við ákveðnum sjúkdómum. Með fylgja reynslusög- ur um það hvernig jurtaseyðin gerðu gagn við tilteknar aðstæður. Ymsar bækur eru til um verkan jurta á lík- amann en þessar heimildir eru sér- stakar á þann hátt að þær sýna hvern- ig menn raunverulega notuðu jurtirn- ar í hversdagslífinu á fyrstu áratug- um tuttugustu aldar. Og liggur í mörgum tilfellum löng reynsla kyn- slóðanna að baki sem ekki skyldi vanmeta að óreyndu. Kryddjurtir Það er skrýtið hvað Islendingar höfðu lítið lag á því að nota ágætar kryddjurtir eins og t.d. blóðberg, birki og lyngtegundir sem vaxa hér villtar út um víðan völl til að krydda mat. Nú hafa margir gaman að því að sveipa grilllærin sín þessum íslensku kryddjurtum, en það er afar stutt síð- an að það byrjaði. Og að sjálfsögðu til komið vegna þess að menn sáu að svona var gert í útlöndum. Aður en okkur datt til hugar að krydda kjöt með blóðberginu á næsta mel voru víðast komnir baukar með timian, eða blóðbergi frá útlöndum, upp í eldhúshillur. Og um daginn þegar ég var búin með birkilaufið mitt frá síð- asta sumri og ætlaði að kaupa birki- lauf í te þá komst ég að því að í heilsubúðum fékkst aðeins innflutt birkilauf. Eins og við eigum ekki nóg af slíku. íslenskt alþýðufólk virðist litið hafa haft áhuga á jurtakryddnotkun í eldri tíð, súr mysa var þeirra höfuðkrydd í matartilveruna. í elstu íslensku mat- reiðslubókinni, vasakverinu frá 1800, sem ég hef skrifað hér um áður er mikið um krydd í uppskriftunum, þ.e. í þeim réttum sem ætlaðir eru fyrir- fólki. Sem dæmi má nefna að eftirfar- andi kryddi er mælt með í blóðmör: Söxuðum kerfil, blóðbergi, steyttum pipar, negulnöglum og rauðum lauk. Á þessum tíma þekktu hérlendir höfð- Gömul gáta Sat ég í sólskins brekku sá ég á mína hvar hún tók að gína rauð að neðan loðin ofan hún þarf þeirra tóla við sem hanga við karlmanns hlið. ddn Dum/ nyfV) qv ji) .m/tuij iua uijoj iiuoAjq :jday ingjar alls konar krydd og fylgdu mjög útlendri tísku í mat. Upp úr miðri 18. öld segir Eggert Olafsson það nýmæli um háttu íslenskra höfð- ingja að á Alþingi neyti þeir margrétt- aðra máltíða með sykri og kryddi og dýrum vínum. En þessi sælkeralifnaður heldri manna virðist ekki hafa skilað sér út til almennings, enda nánast bannað að nota vasakverið sem heimild um fæði alþýðufólks á íslandi. Hvað krydd varðar þá svöruðu heimildar- menn þjóðháttadeildar víðs vegar að á landinu - langflestir uppaldir í sveit - spurningum um kryddnotkun fyrir 10 árum síðan og miðuðu yfirleitt við þrjá fyrstu áratugi aldarinnar. í ljós kom að í byrjun aldar var al- gengt að menn hefðu ekki önnur krydd í sveitum en salt, pipar og lauk. Það sem annars þekktist og var smám saman að verða algengt á þessum tíma var lárviðarlauf, karrý, múskat, negulnaglar, kanell, kar- demommur og allrahanda. Islenskar jurtir voru að vísu töluvert notaðar í súpur, grauta og jafninga og þó sér- staklega í te, en lítið beinlínis sem krydd. Helst var það kúmenið sem fyrirfannst í eldhússkápum í þessum tilgangi. Það var notað til að krydda með kaffi, „kúmenkaffi," brennivín og ýmis konar brauð, t.d. kleinur, lummur og pönnukökur. Kúmenið er svo sem ekki gamalt á Islandi en þó nógu gamalt til að hafa öðlast hér ís- lenskan þegnrétt. Vísi-Gísli á Hlíðar- enda í Fljótshlíð er talinn hafa byrjað að rækta það á 17. öld og þaðan breiddist það út. Þá var hvannarót einnig notuð til að krydda brennivín. En í þessum heimildum voru engin dæmi þess að innlendar laufjurtir væru notaðar til að bragðbæta með kjöt- og fiskrétti. Þetta hefur verið að breytast undanfarið og nú eru ís- lensk jurtakrydd konrin á markað í hentugum umbúðum, að sjálfsögðu öðrum kryddum ómengaðri og ljúf- fengari eins og mörgum finnst nú um allt sem frá íslenskri náttúru kemur. gJSfl Heima er bezt 189

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.