Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 30
Fjallkonan 6. nóvember 1909. Fyrirlestrarför Guðmundar Hjaltasonar, austur í sveitum. Herra Guðmundur Hjaltason kom heim úr fyrirlestrarför sinni um Ár- nessýslu og Rangárvalla í lok f.m., og var þá búinn að vera 24 daga í ferðinni. Hann komst lengst austur undir Eyjafjöll. Fyrirlestra hélt hann í 9 félögum, ýmist einn eða tvo á hverjum stað, og urðu fyrirlestrarnir fimmtán. Á þessum stöðum voru fyrirlestr- arnir haldnir, og er tilheyrendatalan sett hér innan sviga. Undir Eyjaijöllum 2 fyrirl. (50- 60), á Landi 2 fyrirl. (50), í Holtum 2 fyrirl. (80), í Grímsnesi (Klausturh.) 2 fyrirl. (38), á Eyrarbakka (100), á Stokkseyri 2 fyrirl. (140), í Gaul- verjabæ 2 fyrirl. (80), í Sandvík (22), í Hraungerði (40). Á flestum stöðunum eða öllum, hlýddu á fyrirlestrana fleiri en ung- mennafélagsmenn, og ekki var að- gangur að þeim seldur nema á 3 eða 4 stöðum. Efni fyrirlestranna var hið sama á öllum stöðunum, um ungmennafé- lögin norsku og um stefnu íslensku ungmennafélaganna. Á einum stað (undir Eyjafjöllum) talaði hann þó um norskan sveitabúskap. Fjögur eða fimm félög misstu af fyrirlestrum Guðmundar, af því að auglýsing um þá kom of seint. Það voru félögin í upphreppum Árnes- sýslu, í Biskupstungum, Hreppum og á Skeiðum. Gluggað í gömul blöð og forvitnast um það, sem efst var á baugi fyrir nokkuð margt löngu. Umsjón: Guðjón Baldvinsson Hið besta lætur Guðmundur af við- tökunum þar eystra. Var honum hvarvetna tekið tveim höndum og för hans greidd sem best. Áhugi á ungmennafélagsstarfinu er mikill í þessum sýslum og félög- unum sem óðast að fjölga, svo að lít- ið vantar nú á að þau séu komin í hverja sveit. Prestar og aðrir mennta- vinir hlynna að þeim eftir mætti og hvetja til framkvæmda. Æskulýður íslands er að vakna. Misjafn lestur Flestir lesa eitthvað. Margir lesa mikið og eru sólgnir í að lesa. En ekki lesa allir, og eins er stór munur á því, hvernig lesið er. Sumir lesa miklu meira en aðrir en græða þó ekki andlega neitt meira. Aðrir virð- ast græða undur lítið á því, sem þeir lesa. Nokkrir hafa aðeins illt af því. Eitt unglingablað hefir nýlega farið þessum orðum um þennan mismun á lestri: „Það hefir verið sagt að til sé ferns konar lesarar. Ein tegund þeirra líkist stundaglasinu, sem brúkað var áður en klukkur fundust upp. Úr því rann allur sandurinn, sem í það var látinn, og var ekki korn eftir. Önnur tegund- in er eins og svampurinn, sem drekk- ur í sig allt án þess að gera nokkurn mun á vondu og góðu. Þriðja tegund- in líkist síunni, sem lætur hreina vökvann fara í gegn um sig en held- ur í sér öllum soranum. En fjórða tegund þeirra líkist þeim, sem leita að demöntunum. Þeir fleygja öllum steinum þeim, sem einskis virði eru en geyma alla gimsteinana.“ Því næst segir blaðið: „Allir þeir, sem lesa, ættu að líkj- ast þeim, sem leita að demöntum. Bókmenntaakurinn líkist ekrum, þar sem gimsfeinar eru fólgnir. Þær ljúka upp fjársjóðum sinum fyrir þeim, sem kunna að meta. Eins er með fjár- sjóði þá, sem bókmenntirnar geyma. Þeir finna sem leita og kunna að meta. Drottning allra bóka þeirra, sem skrifaðar hafa verið, er biblían. En hirðulaus og kærulaus lesari fer jafnvel á mis við fjársjóðu hennar. Þeir verða aðeins fúndnir af þeim, sem les með athygli og leitar.“ (Framt.) Leiður siður. Illa gengur að útrýma þeim leiða ósið, bæði hér í bæ og annarsstaðar, að enda flestar eða allar almennar samkomur með dansi. Tombóla og ókeypis dans á eftir. Fyrirlestur og ókeypis dans á eftir. Söngur og ókeypis dans á eftir. Glímur og ókeypis dans á eftir. Þessar auglýsingar og þvílíkar, ber vikulega, og stundum næstum dag- lega, fyrir augu manna. Sumar prent- aðar feitum stöfum, aðrar skrifaðar, hjá aðsjálu fólki eða öreigum og límdar á flesta símastaura, sem geng- ið er framhjá. Eitt vantar til þess að þessi ósiður komist á hæsta stig: 190 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.