Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 36
máli. Hún bíður ekki eftir svari og snarast á brott. Glóey Mjöll snýr inn til Bergrósar. Hún átti ekki von á slíkum viðbrögð- um hjá frú Lenu, þótt hún upplýsti hana um faðemi telpunnar. Vesalings Bóas, hugsar hún. Hann er líklega ekki í hávegum hafður hér í þorpinu, eftir raddblæ frúarinnar að dæma. En allir eiga uppreisnar von, einnig Bóas Jensen. Hún er frú Lenu mjög þakklát fyrir það að bjóða Bergrósu til borð- stofu. Hana gmnar að skjólstæðingur sinn hafi fulla þörf á næringu, áður en hafist verður handa við verkefnin, sem bíða þeirra. Þetta sýndi nýja hlið á ffú Lenu, sem hún hefur ekki kynnst fyrr. Samúð í verki með hrjáðu barni. Gló- ey Mjöll leggur höndina mjúklega yfir axlir telpunnar. - Bergrós mín, segir hún léttum rómi. - Þú heyrðir eins og ég að ffúin bauð okkur báðum til borðstofu. Telpan kinkar kolli við því. - Nú skulum við koma ffam og fá okkur hressingu áður en við hefjumst handa við lærdóminn. Bergrós er treg í fyrstu en svo hættir hún á þetta í trausti á kennslukonuna og fylgist með henni ffam í borðstofu. Frú Lena hefúr bætt á hlaðborð sitt mjólkurkönnu, glasi og tómum diski fyrir telpuna. Sjálf er ffúin víðs fjarri við komu þiggjendanna, hún sýslar í eldhúsinu. Glóey Mjöll vísar telpunni til sætis og sest við hlið hennar. Bergrós hefúr ekki fyrr séð frambornar þvílíkar gnægðir veitinga. Hún er feimin við að snerta þetta. En kennslukonan hell- ir mjólk í glasið hjá henni, réttir til hennar hvert brauð- og kökufatið af öðru og hjálpar henni að fýlla diskinn sinn lostæti. Telpan tekur fyrsta bitann og sopann óstyrk og hikandi, en sár svengdin segir til sín og víkur hlé- drægninni til hliðar. Glóey Mjöll fylgist ánægð með borðhaldi Bergrósar. Telpan hefúr sannarlega haft þörf fyrir þessar góð- gjörðir frú Lenu, hugsar hún þakklát í hjarta. Bergrós er orðin vel mett og ýtir frá sér glasinu og diskinum. Þær rísa frá borðum. Glóey Mjöll brosir til Berg- rósar. - Nú forum við fram í eldhús til frú Lenu, segir hún hress í bragði. - Þú réttir ffúnni höndina og þakkar henni fyrir góðgjörðirnar. Telpan verður vandræðaleg á svip við þessa yfirlýsingu, en þetta verður hún víst að gera. Hún smeygir hönd- inni í lófa kennslukonunnar og leitar öryggis hjá henni á þessari kvíðavæn- legu för. Glóey Mjöll sér og finnur hvað telp- unni líður. Hún þrýstir hönd hennar þétt og traustvekjandi og leiðir hana ffam í eldhúsið. Frú Lena er þar að störfum. Telpan réttir frúnni höndina, feimin og niðurlút. - Þakka þér fyrir mig, segir hún lág- mælt og lítur ekki upp. Frú Lena tekur hlýlega í hönd telpunnar. Verði þér að góðu, svarar hún mildum rómi. - Þú átt að fá þér að drekka með kennslukonunni þá daga, sem þú sækir tíma í þessu húsi, bætir hún við. Telpan kinkar aðeins kolli en Glóey Mjöll þakkar ffúnni þetta kærkomna boð. Svo hraða þær stöllur sér inn að vinnuborði kennslukonunnar og taka til starfa. Bergrósu gengur venju ffem- ur vel að skilja námsefnið. Glóey Mjöll nær betur til hennar með útskýr- ingar sínar en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei komist eins langt inn fyrir skelina, sem umlykur þessa hrjáðu barnssál og nú. Geta ekki kjarngóðar veitingar ffú Lenu átt einhvem þátt í þessu? Vel mett barn ætti að eiga auð- veldara með að takast á við lærdóm en hitt, sem er svangt og vannært, hugsar kennslukonan. Líkami og sál em órofa heild, líði annað af skorti hljóta bæði að gjalda þess. Hér í vistarveru hennar er líka algert næði, ekkert sem glepur. Slíkt er ekki til staðar á kennsludegi í fjölmennum bamaskóla. Hún iðrast þess nú að hafa ekki fyrir löngu brugðið á þetta ráð, að taka telpuna með sér hingað í leiguherbergi sitt og hjálpa henni sjálf með heimanámið, en betra er seint en aldrei. Þær hafa lokið við tilskilin verkefhi. Bergrós rís ánægð frá vinnuborði kennslukonunnar. Hún getur skilað heimaverefnum sínum næsta morgun eins og hin bömin í bekknum. - Mikið varstu nú dugleg, Bergrós mín, segir Glóey Mjöll glöðum rómi. - Þetta geturðu. Telpan lítur feimnislega á kennslu- konuna en smábros gægist fram í augnakrókana. Hrósið lætur vel í eyr- um, slíkt er nýlunda fyrir henni. Örlít- ill vonameisti kviknar í bamshjartanu, ef til vill getur hún lært eins og skóla- systkini hennar. Henni er líklega óhætt að treysta kennslukonunni en hvað skyldi mamma hennar segja? - Nú fylgi ég þér heim, Bergrós mín, segir Glóey Mjöll hress í bragði. - Ég þarf að ræða við móður þína þessa ný- breytni með nám þitt, svo þú þurfir engu að svara til um það. Telpan kinkar aðeins kolli. Þær ferð- búast í skyndi og halda út í vetrardag- inn. í sama mund og þær ganga af stað frá húsdyrunum, smeygir telpan hönd- inni í lófa kennslukonunnar, sem fyrr. Hún vill láta hana leiða sig á heimför- inni og það er auðfengið. Glóey Mjöll finnur hvemig Bergrós þrýstir sér smám saman þéttar og þéttar upp að hlið hennar, eftir því sem nær dregur foreldrahúsunum. Aumingja Bergrós litla, hugsar kennslukonan. Sennilega kvíðir hún móttökunum í foðurgarði, þótt hún sé búin að segja henni að hún þurfi ekk- ert að óttast hvað þessari seinkun heim úr skólanum við kemur, hún svari fyrir hana. Þær em komnar að kjallaradymn- um. Glóey Mjöll knýr dyra en skjól- stæðingur hennar skýtur sér á bak við hana og tekur sér stöðu þar. Nokkur stund líður. Loks berst þungt fótatak að innan og dyrunum er lokið upp. Bóas stendur í anddyrinu. Hann er þreytulegur á svip, úfinn á hár og ang- ar af sjávarseltu. Er þetta óskeikult lögmál, hugsar Glóey Mjöll, að Bóas ljúki upp fyrir henni í hvert skipti, sem hún knýr hér dyra, helst lítur út fyrir það. Hún heilsar Bóasi hlýlega. - Þú komin hingað, eina ferðina enn, segir hann daufum rómi en ekki óvin- 196 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.