Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 13
Theódór. Eg kom fyrst í bæjarstjómina hér 1974. Þá mynduðum við meirihluta, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur og þessi meirihluti starfar enn eftir 23 ár. Þetta snerist þó meira um fólk en flokka, eins og oftast er í sveitarstjóm- um. Þetta var hópur ungs fólks, sem þekktist ágætlega og hafði mikinn áhuga. Eg sótti ágætan vin minn suður til Reykjavíkur til að gegna stöðu bæjarstjóra, Jónas Hall- grímsson og hann var bæjarstjóri hér í 10 ár. Þetta vom óskaplega skemmtileg ár og ég hefði ekki viljað missa af þessu. Það voru auðvitað stundum átök, einkum þegar lítið var að gera, en svo kom þessi uppsveifla og bærinn fylgdi með. Markmiðið var að koma til móts við þarfir íbúanna og fyrirtækja hér. A þeim tíma var mikið um að vera; við malbikuðum götur, lögðum ný holræsi og settum þau langt í sjó fram, byggðum hitaveitu og sjúkrahús. Þetta var gífur- leg vinna fyrstu árin og bitnaði auðvitað á ijölskyldunni og lifibrauðinu. Eg var sjálfstæður atvinnurekandi og það var ekki alltaf spurt hvenær ég hljóp út eða skilaði mér aftur. Eftir á að hyggja hefði ég ekki viljað hafa svona mann í vinnu. En ég held að fátt, ef nokkuð, sé jafn þroskandi og að starfa í sveitarstjómarmálum. Þar reynir á allt sem hægt er að læra í mannlegum samskiptum en allan tímann verð- ur maður að hafa í huga að maður er að vinna fyrir aðra. Þetta starf er sennilega það sem hefur gefið mér mest og ég hefði ekki viljað missa af þessu. Það hefði ekki þýtt að segja mér það, þegar ég byijaði í þessu, ungur maður, að ég ætti eftir að skipta um skoðanir og brjóta flest eða öll mín “prinsipp”, ekki einu sinni og ekki tvisvar heldur margoft. Ég held að ég hafi aldrei hugsað þetta þannig að ég væri að skila mínu til bæjarfélagsins eða neitt slíkt. Ég var fyrst og síðast að gera þetta fyrir sjálfan mig af því að ég hafði gaman af því. Auðvitað er gaman að geta lagt góðum málum lið. En sveitarstjómarmál em aldrei eins manns verk. Þama er stór hópur fólks, sem tekur að sér verkefni, skiptir með sér verkum og leggur málum lið. Þetta er eins og að reka fjölskyldu eða fyrirtæki, það þýðir ekki að hugsa um eigin hag eða frama heldur þarf að taka tillit til ótal hluta. Eitt af því, sem er svo gefandi við þetta starf, er allt það afbragðs fólk, sem maður kynnist um allt land, í gegnum sveitarstjómarstörfin. Þingmadur Það var ekkert óeðliegt að sú hugmynd skyti upp kollin- um að ég gæfi kost á mér til Alþingis. Ég starfaði töluvert mikið á vegum Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi um tíma og þetta barst nokkuð oft í tal. Satt að segja voru tjölmargir búnir að færa þetta i tal við mig. Þar kom því sögu að ég fór eina helgi í ferð hér niður um firði og hitti félaga mína úr Sjálfstæðisflokknum og safnaði undir- skriftum. Undirtektirnar voru það góðar að þegar ég kom heim á sunnudagskvöldi settist ég niður með fjölskyldunni, og ég sagði að ef ég færi í prófkjör væri alls ekki útilokað að ég lenti inn á þing. Það þýddi þá búsetu í Reykjavík á vetrum. Viðbrögðin íjölskyldunnar voru lítil; einhver yppti öxlum og annar sagði nei, svo ég hugsaði dæmið upp aftur og sá að þetta var ekkert sniðugt. Ég rak hér fyrirtæki og þingmennska hefði bitnað illa á því. Ég hef séð marga spreyta sig á því að starfa á þingi og reka fyrirtæki á sama tíma og það hefur bitnað á fyrirtækjunum. Eftir því sem ég hugleiddi þetta af meiri alvöru, sá ég að best væri að láta þetta eiga sig. - Nei, ég er ekki eini maðurinn, sem hefur hætt við próf- kjör af ótta við að ná kosningu. Ég veit um einn annan. En ég hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun. Ég hef starfað í ýmsum nefndum, tímabimdið, og fyrst og ffemst á fjóröungsvísu. Ég var t.d. í fyrstu jarðganga- nefndinni. Matthías Bjamason, þáverandi samgönguráð- herra, skipaði mig í þessa nefnd og það var hún sem lagði til þá framkvæmdaröð jarðaganga, sem var fylgt fram að Hvalfjarðargöngum. Við lögðum þær línur að fyrst yrði farið á í Olafsfjarðargöngin, þaðan á Vestfirði og svo átti að fara á Austfirði. En þá kom Hvalfjörðurinn og við sjá- um engin merki þess hér að jarðgöng séu í sjónmáli. Þannig vill nú fara með mörg verkefni, að lítið verður um efndir þegar kemur að Austurlandi. Það þarf ekki annað en að líta á vegagerð, ffamkvæmdaröð virkjana og fleiri opin- ber mál. Þau gefa upp öndina ef litið er til Austurlands. Ætli ég hafi ekki svo farið í félagslegt frí eftir pólítík- ina. Ég hef að vísu starfað innan Samtaka iðnaðarins, og er formaður MÁLMS, félags málm- og skipasmiðja. Þetta hefur verið talsvert starf. Samtök iðnaðarins voru stofnuð fyrir nokkrum árum og innan þeirra vébanda eru meistarar allra iðngreina. Það hefur verið gaman að fylgja þessu starfi eftir. Og þau hjónin deila ekki um byggðamál Við verðum að gera róttæka uppstokkun í byggðamál- um. Á Austurlandi hafa menn ekki verið nógu duglegir að láta verkin tala, þeir gera stundum meira af því sjálfir, Austfirðingar. Á fyrstu árum mínum í bæjarstjórn var ég mikill talsmaður þess að stofna Orkubú Austfirðinga og það var m.a.s. haldin um þetta mikil ráðstefna. Vestfirð- ingar gerðu þetta skömmu síðar og hefur gengið vel. Við hefðum betur gert það líka. Það eru líka 10 - 15 ár síðan ég fór að tala um nauðsyn þess að stækka sveitarfélögin. Á ferðum okkar um Noreg höfum við kynnst sveitar- stjórnarmálum þar og þótt ekki sé allt til fyrirmyndar, sem þar er gert í pólítík, þá var að minnsta kosti stækkun sveitarfélaganna til fyrirmyndar. Smæð sveitarfélaganna hér fyrir austan er okkar aðalvandamál - eða öllu heldur hvað fólkið er orðið fátt, til að gera það sem gera þarf. Það er algjör sannfæring mín að ef við sláum þessum byggðakjömum og sveitum saman, þá styrkist smám saman Framhald á bls. 198 Heima er bezt 173

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.