Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 5
Inga Rósa Þórðardóttir: 99 Stöðnun er fyrsta skref til hniönunar* Hjónin Björg og Theódór Blöndal hafa búið á Seyðisfirði í rúm 20 ár. Hann er borinn og barnfæddur Seyðfirðingur, hún ólst upp á Eski- firði. Þau eru landsbyggðarfólk, pólítísk og drífandi í ýmsu félaga- starfi. Börnin eru þrjú; Halldóra Rannveig, Pétur ogAndri Már. Theódór: g fæddist hér á Seyðisfirði 1946 og hef átt hér heima allar götur síðan, utan nokkur ár þegar ég var í námi. Hér var gott að alast upp enda átti ég hér stóra ætt; afa og ömmur í báða liði og mikið af ffændfólki. í bemsku minni voru reyndar miklir erfiðleikar hér á Seyðisfirði og mikil fátækt. Þegar stríðinu lauk var hér nánast ijúkandi rúst. Seyðisfirði var lokað með kafbátagirðingu á stríðsárunum og út- gerð lagðist því meira og minna af. Margir höfðu atvinnu meðan á stríðinu stóð en þegar herinn fór var ekkert eftir. Það var algengt að báðir for- eldrar skólafélaga minna færa í burtu á vertíð yfir vetrartímann og börnunum væri komið fyrir hjá vandalausum. Margir voru mjög fátækir. Ég var þó svo heppinn að foreldrar mínir höfðu vinnu og við höfðum það gott, að minnsta kosti miðað við marga. Faðir minn er menntaður rennismiður og stofnaði hér fyrirtæki þegar hann

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.