Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Síða 20

Heima er bezt - 01.05.1997, Síða 20
Guðjón Baldvinsson: Komdu nú að kveðast á... 53. þáttur ið hefjum þáttinn á vísum eftir Elías Krist- jánsson frá Elliða í Staðarsveit, en vísumar nefndi hann: Til vinar Oft er skuggsýnt lífs á leið, litlir gleðidagar, sífellt skín ei sólin heið, sorgin hjörtun nagar. Marga skortir þrek og þrótt, þor og dug að stríða, öðrum þykja alltof fljótt, œvidagar líða. Hverra skoðun örugg er, eigi má ég greina, en misjafnlega margur ber, meinið sanna og eina. Ymislegt verður of eða van, allt í vorum heimi, lífið oft er feigðarflan, fram að dauðans geimi. Eínnur Elíasardóttir hefur verið okkur vel innan handar með góðar vísur og m.a. hefur hún send okkur texta eftir Þórhildi Sveinsdóttur frá Sveinsstöðum í Austur-Húna- vatnssýslu, sem hún mun hafa ort árið 1970. Textann má syngja undir laginu „Litla flugan,“ eftir Sigfús Halldórs- son. Ljóðið kallar Þórhildur Orlof á Laugum, 10.- 16. ágúst 1970. Orlofskonum oft í dölum hlýnar, því ýmislegt er gert til skemmtunar. Ég sendi ykkur óskir bestar mínar, að allt verði til gœfu og blessunar. Jú, svo er það ég sé ykkur í anda, ég sé á kvöldin leiðast tvær og tvær, en Olöfykkur varðveitir að vanda, og vissulega á létta strengi slær. I Tungustapa ótal álfar dvelja, oft þar konum hætta búin var. Þeir fylgjast með og víf úr hópnum velja og viðsjál gildra margra bíður þar. En álfasveinar einatt hugi villa, þeir œfa söng og fagran hörpuslátt, þeir bíða í leynum, reyna að töfra og trylla, og tónaflóðið leikur margan grátt. En Ólöf hvessir augu á álfaskara, og öllu í skefjum heldur nú sem fyrr. Þeir frá sér numdir furðu lengi stara, á frúna og skjótast svo um hallar dyr. En þó er einn og einn sem engu hlýðir, því ástum trylltum halda engin bönd, ég vona þó að fari svo um síðir, að sigri hennar góða sterka hönd. Ég vildi að hjá ykkur gœti ég dvalið, því enginn staður betur líkar mér, og aldrei get ég upp þá töfra talið, sem tökum hafa náð á fleiru en mér. A Laugum er svo unaðslegt og Ijúft að dvelja, að löngum gleymist þreyta, kviði og strit, og þar býr svo margt í fornum frœgðarsögum, að fœrir hversdagsleik í perluglit. Og Þórhildur orti fleiri ljóð til skemmtunar á kvöldvök- um kvennanna á Laugum þessa ágústdaga 1970. Hér birt- um við ljóð hennar, sem sungið er undir laginu „Komdu og skoðaðu í kistuna mína,“ en ljóðið nefndi hún Aukageta Að vera hjáykkur ég œtla að reyna, því andinn minn snöggvast úr viðjunum braust. Ég sé ykkur hlaupa yfir stokka og steina, og stökkva yfir girðingar kinnroðalaust. Og munið á Laugum er margt að sjá og margs konar hugdettur útrás þar fá. 180 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.