Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 6
kom úr námi. Þar fékkst hann við ýmis konar jámsmíði, bílaviðgerðir, pípulagnir og sitthvað fleira. Vinnuskúrinn hans og öll tæki og tól brunnu fyrsta veturinn en þá kom bróðir hans, Ástvaldur , honum til aðstoðar og þeir stofn- uðu saman Vélsmiðjuna Stál árið 1948. Foreldrar mínir em Pétur Blöndal og Margrét Gísladóttir. Móðir mín fæddist á Breiðdalsvík en faðir hennar kom frá Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu og móðir hennar frá Fáskrúðsfirði. Móðir mín er elst sinna alsystkina en móðurafi minn hafði verið giftur áður og átti fimm böm í því hjónabandi. Hann missti fýrri konu sína ffá bömunum ungum og náði sér þá í unga og fallega ráðskonu, giffist henni og átti með henni 5 böm. Þetta er því stór ættbálkur og þannig er því líka háttað í foðurættinni. Blöndalsnafnið er úr Vatnsdalnum. Lárus sýslumaður Blöndal var langalangafi minn. Sonur hans, Ágúst Blön- dal, flutti hingað austur og varð sýsluskrifari hjá Jóhannesi Jóhannesen sýslumanni en þeir voru mágar. Ágúst kom frá Komsá í Vatnsdal og flutti hingað með fjölskyldu sinni en á leiðinni urðu eftir nokkur böm hans. Þannig varð dóttir eftir á Blönduósi og önnur á Sauðárkróki og einn sonur á Akureyri. En hingað kom hann með 4 böm og afi minn, Theódór, var eitt þeirra. Hann bjó hér alla tíð síðan og var meðal annars bankastjóri í 40 ár. Faðir minn er svo ætt- leiddur inn í Blöndalsættina en jafnframt Húnvetningur. Pabbi fæddist fyrir norðan en móðir hans og Emilía, kona Theódórs, voru systur. Emílía og Theódór áttu engin böm og pabbi var ættleiddur hingað austur. Því var það ein- hveiju sinni þegar ég var í pólítíkinni og andstæðingur minn var kominn í þrot í einhveiju þrasi okkar á milli, að hann sagði: “Þú geldur þess helv..... þitt að þú ert bara gervi - Blöndal.“ Við emm 5 systkinin. Ég er elstur, þá kemur Gísli, svo Ásdís, Margrét og Emilía. Yngstu systur mínar tvær fædd- ust löngu eftir að ég fór að heiman og Emilía er aðeins 2 ámm eldri en elsta bamið okkar. Ég gekk hér í bamaskóla og fór síðan og las undir lands- próf norður á Akureyri en svo æxlaðist það þannig að próf- ið tók ég á Eiðum. Ég ætlaði í Menntaskólann á Akureyri en skipti um skoðun og fór í Tækniskólann í Reykjavík, sem þá var nýr skóli. Þetta er eina ákvörðunin í lífi mínu, sem ég hef séð eftir. Ég held að menntaskólaárin séu mjög góð og skemmtileg og sakna þess að hafa ekki tekið þátt í slíku. Hinsvegar eignaðist ég mjög góða vini og félaga í mínu námi og hef haldið sambandi við þá. Undirbúningsdeild Tækniskólans var ætlað að brúa bilið milli þeirra sem höfðu landspróf eða gagnfræðapróf ann- arssvegar og þeirra sem höfðu stúdentspróf í raungreinum hinsvegar. Ég fór í undirbúningsdeildina og síðan var ég í eitt ár í tækninámi en þá urðum við að fara til útlanda til framhaldsnáms, sem ég og gerði. Björg: Ég fæddist á Eskifirði 1946 og ólst þar upp til 14 ára Björg á fermingardaginn með föður sínum, Sigurði Magnússyni. Þetta mun hafa verið í eina sinnið sem hann setti upp Fálkaorðuna. Björg og Víðir bróðir í garðinum heima á Eski- firði aldurs. Foreldrar mínir voru Sigurður Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður á Víði SU 175 og Halldóra Guðmundsdóttir. Ég á einn eldri bróður, Víði. Faðir minn kom frá Eyri við Reyðarfjörð en flutti til Eski- fjarðar þegar hann var unglingur. Móðir mín var Reykja- víkurmær í húð og hár. Þau voru komin vel yfir þrítugt þegar þau giffust. Móðursystir mín, Dadda, bjó á Eskifirði og var gift Einari Ástráðssyni héraðslækni. Sagan segir að pabbi hafi verið sendur með pakka ffá Döddu til foreldra hennar og hitt þá móður mína. Hvemig sem það gekk nú fyrir sig, þá fór marnma austur, kannski til að heimsækja systur sína, ílentist og ég ólst þar upp og átti afskaplega góða æsku. En mamma átti sér alltaf þann draum að flytja aftur til Reykjavíkur. Sem skipstjóri fór pabbi venjulega á vertíð í Vestmannaeyjum í janúar og svo á síld þannig að það skipti ekki öllu máli hvar við bjuggum. 166 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.