Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 19
Marta S. Jónasdóttir: Sjónarmið Fyrir hvern œtli þau hafi veríð samin, öll þessi guð- dómlegu lög, sem aldrei eða sjaldan heyrast sungin: Ég elska hafið æst, Horfinn er dagur, Hvert svífið þér svanir af ströndu, Með svanaflugi flýr hún, Til sólar ég lít, Yfir haf ofar heiðum, Þá vorsól geislum hreyfir hlýjum, Nú rennur sólin í roða sæ, Þó að æði ógn og hríðir, Þá sól til viðar er sigin, Ljúfi aftanblærinn blíður, Ég gekk í skóginn þar gatan lá, Hnígur sunna, særinn dynur, Ef stæðir þú á heiði í hríð, Fölnuð er liljan og fölnuð er rós, Heiðstirnd bláa hvelfing nætur, Heill þér fold, Nýja skrúðið nýfærð í, ísland, ísland, ó ættarland, Þú álfu vorrar yngsta land. Þessi fögru lög heyrast sjaldan sungin, þó ótrúlegt sé. En hvers vegna eru þau sniðgengin? Væri ég söngstjóri eða einhvers ráðandi, mundi ég velja úr þessum fögru lögum svo að þau fengju að heyr- ast og njóta sín. Þetta er nú mín skoðun. Og auðvitað eru mörg fleiri fögur lög ótalin. larðarberjapönnukökur 125 g hveiti örlítið salt 1 tsk flórsykur 1 egg 1 eggjarauða 4 msk mjólk 2 msk vatn 2 msk bráðið smjör 250 g fersk jarðarber, sneidd 50 g flórsykur, sigtaður 4 msk koníak eða brandi 25 g smjör Setjið hveitið, salt og sykur í skál. Búið til holu í miðjuna og setjið þar í eggið og rauðuna. Blandið vel. Þeytið smátt og smátt mjólk og vatni saman við og síðan brædda smjörinu. Geymið í a.m.k. 2 klst. Á meðan er jarðarberjunum, flórsykrinum og 1 msk af koníaki blandað saman. Kælt í 1 klst. Hrærið í deiginu, ef þarf er bætt við vatni. Á að vera þunnt. Sinyrjið lítillega 13-18 sm pönnu með smjöri og setjið á meðalhita. Búið til 12 pönnukökur á venjulegan hátt og haldið heitum. Skiptið jarðarberjablöndunni jafnt á milli kakanna. Brjótið hverja í fernt og raðið á smurt, hitaþolið fat. Setjið smjörklípur hér og þar og bakið í 220°C heitum ofni í 10 minútur. Hitið það, sem eftir er af koníakinu, hellið yfir pönnukökurnar, kveikið í og berið fram. Handa 6. Hlaðvarpinn - Framhald afbls. 164 sem mikið ferðaðist um landið, ijöll þess og firnindi, að einhver fegursta og sterkasta minnig sem hann ætti úr þeim ferðum sínum, væri úr Þórsmörk í ferð, sem hann fór þangað ásamt félögum sinum að vori eða sumri til. Þeir höfðu komið í áfangastað að kvöldi, slegið upp tjöldum og búist snemma til hvílu. Um nóttina gerði úrhellisrigningu en undir birtingu næsta morgun, stytti upp, sólin braust fram, logn var á, og „birkið,“ sagði hann, „ilmaði svo stór- kostlega, að það var næstum himneskt.“ í hans huga var þessi morgunn einhver sá fegursti og unaðslegasti, sem hann hafði upplifað fyrr og síðar. Og hvað var það svo, sem lék stærsta hlutverkið í þessari minningu hans? Jú, ilmurinn af birkinu. Og hann fann hann enn, mörgum árum síðar. Svona sterk áhrif hafði hann haft á hann. Hann minntist líka á kyrrðina, sem ríkti yfir öllu þennan morgun, kyrrðina, sem ekkert rauf nema söngur fuglanna í trjánum. En punkturinn yfir i-ið var ilmur birkisins, sem Sigurður Þórarinsson hafði einmitt gert ódauðlegan í ljóði sínu, hann var það sem ofitast vakti upp þessa minningu eftir á. Þannig sjáum við enn einu sinni, að oftast nær er það náttúran eina og sanna, sem hefur síðasta orðið. Við reyn- um að herma eftir henni (t.d. í ilmefnaframleiðslu), taka henni fram, breyta henni, en alltaf á hún trompin sem mest hafa að segja í spili lífsins, þegar upp verður staðið. Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. Heima er bezt 179

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.