Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 40
* " / .u Peter Freuchen: Ferð án enda Þetta er saga óvenjulegra og stórfenglegra atburða, og þar er hver persónan annarri eftirminnilegri, hvort heldur er Meqúsaq gamli, fóstri Navarönu, sem tók þátt í þjóðflutningunum, barn að aldri, dansk-færeyski skipstjórinn Tómas Olsen, sem hitti Freuchen ungan mann á Eskifirði sumarið 1906, en hættir síðar skipstjórn, er hann missti mann í sjóinn með ægilegum atburðum og sætti ákæru fyrir, eða Semígak gamla, sem sjálf var dauð úr öllum æðum í ástamálum, en reyndi af fremsta megni að egna keppinauta til bardaga um aðra konu. Hin þróttmikla og tæpitungulausa frásögn Freuchens blæs í allt þetta lífi og íjöri, er þeir þekkja, er lesið hafa fyrri ævisögur hans. Seint mun fyrnast: • frásögnin um atburðina í Pilík, þegar gullþorstinn tryllti hvítu mennina, • örlög Norðmannsins Olafs og félaga hans í einverunni á Austur-Grænlandi, • kraftaverk heilagrar guðsmóður, þegar hún lyfti portúgölsku skútunni upp af hafsbotni, • þjóðflutningar eskimóanna vestan af kanadísku eyjunum, eða ferðaraunir Grænlendingsins, er drap bandaríska vísindamanninn, sem ekki kunni að lifa á norðurhjaranum, • og síðast en ekki síst, lýsingin á samlífi höfundar og Navarönu, hinnar grænlensku konu hans. Fáir höfundar hafa jafn lifandi frásagnargáfu sem Peter Freuchen, og þessi óviðjafnanlega frásagnargleði nýtur sín ekki síst í þessari bók. í henni er lýst björgun 5 hvalveiðimanna við N-Grænland og ferðalagi með þá suður yfir Melvilleflóann, en inn í þá frásögn fléttast margar ógleymanlegar sögur, þar sem hæfileikar Freuchens njóta sín betur en í nokkru öðru, sem þessi heimskunni rithöfundur hefur skrifað. Og er þá mikið sagt. Peter Freuchen: Laríon Þetta er grípandi frásögn um hinar miklu óbyggðir Alaska og frumstætt líf indíánanna, sem landið byggðu er fyrstu hvítu skinnakaupmennirnrir komu þangað og frumbyggjarnir komust í fyrstu snertingu við menningu hvíta mannsins. Þetta er meistaraleg frásögn hins mikla sögumanns um baráttu náttúrubarna gegn þeim, sem þröngvuðu sér inn á landsvæði þeirra og tókst að sá því hatri, er að lokum endaði með hinu hroðalega blóðbaði við Núlató. Lesandinn öðlast ógleymanlega mynd af Alaska, hann heillast af hrikaleik landsins og sérstæðum töfrum hinna upprunalegu íbúa þess, indíánunum í skógunum miklu við Yukonfljótið. Peter Freuchen er frægur vítt um lönd vegna þekkingar sinnar og rannsókna, og vegna margra frábærra bóka. Ævintýralega atburði, sem oftast gerast í raunveruleikanum, en fæstir kynnast af eigin raun, leitaði hann uppi, skráði á bækur og ávann sér hylli og aðdáun fjöldans. Þannig varð til sagan af Laríon, síðasta mikla indíánahöfðingjanum í Alaska. Tilboð til óskrifenda HEB kr. 795. Báðar bækurnar - burðargjald innifalið PETER FREUCHEN ÍARION skuggsjá ara 1967-1997 SERSTAKUR PONTUNARSEÐILL FYLGIR BLAÐINU Skjaddborg ehf. Ármúla 23-108 Reykjavík - Sími 588-2400 • Fax: 588-8994 BOKAUTGAFA

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.