Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 22
Anna María Þórisdóttir: .1ELDHÚSI KORU FRÆNKU Við vorum á leiðinni til ömmu og Köru frænku í sveitinni, - ég, mamma, systir mín og Brói litli. Við fórum þetta á hverju sumri en Brói litli aðeins einu sinni. ið komum með mjólk- urbílnum og fórum úr honum skammt frá bænum og gengum siðan hvíta, þurra og rykuga tröðina heim. Við fórum framhjá hestaréttinni þar sem kirkju- gestir geymdu hross sín meðan á messu stóð, framhjá matjurtagarðin- um þar sem uxu rabarbari, rófur og kartöflur. Á hægri hönd var kirkju- garðurinn og litla hvítmálaða kirkjan. Nú komu amma, Kara frænka og Hilla dóttir hennar fyrir kirkjugarðs- homið til að heilsa okkur. Þær voru vatnsgreiddar og með fannhvítar svuntur. Saman gengum við upp bröttu steintröppurnar og inn í gamla bæinn með veðruðum þiljum og torf- þaki. Inni var undarleg reykjarlykt sem ég kallaði alltaf sveitalykt. Hún kom frá Gamla eldhúsi þar sem reykt var hangikjöt yfir hlóðum. Lyktin kom einnig frá eldavélunum í nýja eldhús- inu þar sem brennt var sauðataði. Við gengum inn langan, dimman, gluggalausan gang með viðarvegg á vinstri hönd en hlaðinn torfvegg til hægri. Loks gengum við niður þrep hlaðin úr stórum steinhellum og komum í eldhús Köru í kjallaranum. Gólfið var steinsteypt og viðar- veggirnir dökkir af reyk frá eldstón- um tveim, amma og Kara elduðu hvor á sinni stó. Þarna var aðeins einn lítill gluggi sem sneri í austur og það var svo bjart á morgnana en rökkvað þegar leið á daginn. En þá mátti líka sjá hvar sólin skein á hvíta marmarasteininn á leiði systur Köru í kirkjugarðinum. Undir glugganum var eldhúsbekk- ur og á veggnum á móti lítill vaskur með krana og gúmmíslöngu. Þaðan kom hreint og tært vatn úr bæjar- læknum sem rann niður hliðina að bæjarbaki. Við hliðina á vaskinum var skilvinda sem skildi rjómann frá mjólkinni. Ég horfði með aðdáun á Hillu frænku snúa sveifinni og sá undanrennuna streyma úr neðri túð- unni en rjómann hníga rólega úr þeirri efri. Kara átti líka viðarstrokk. Ég var svo hreykin þegar hún leyfði mér að strokka meðan rjóminn var enn þunnur og léttur. En annaðhvort hún eða Hilla frænka luku verkinu og tóku síðan smjörið upp úr strokknum og skelltu úr því sköku á viðarbretti. Oft var kátt í eldhúsi Köru frænku þegar við höfðum tínt margar fötur fullar af aðalblábeijum uppi í fjalls- hlíðinni. Mamma og Hilla frænka settu berin í vaskaföt og heilmikinn sykur með og hrærðu síðan berin í tvær til þrjár klukkustundir með stórum viðarsleifum. Maukið var síðan sett í krukkur og geymt á köld- um stað fram á vetur og borðað sem ábætir með þeyttum rjóma. Ég sat og hlustaði á mas kvenn- anna og stundum sungum við allar saman. Við sungum íslensk lög og lög Stephens Fosters við íslenska texta. „Húmar að kveldi“ var í miklu uppáhaldi og einnig sungum við „Fram í heiðanna ró“ og „Kvöldið er fagurt.“ Eftir hálfan mánuð fór mamma heim með systkini mín en ég var kyrr í sveitinni allt sumarið og fram á haust. Ég svaf hjá ömmu í rúminu hennar og minnist margra fagurra morgna þegar sólin skein inn um gardínu- lausan gluggann og teiknaði nýjan sexrúðna glugga á hvítskúraðar gólf- ijalimar. Það var ekkert salerni í gamla bænum og á daginn notuðum við flórinn. En á nóttunni notuðum við koppa. Einu sinni fékk ég að hella úr koppi okkar ömmu. Ég var rígmontin þegar ég bar koppinn niður bröttu steintröppurnar og suður hlaðið og hellti úr honum í lækinn sem rann framhjá bænum. Þetta varð ég að gera neðan við brúna. Ofan við hana rann tært vatn þar sem amma og Kara skoluðu þvottinn. Litlu silungarnir neðar í læknum virtust ekki bíða neinn skaða af þessu. Stundum lékum við okkur þar niðurfrá og reyndum að veiða silung- 182 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.