Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 27
inga, ÁTVR er meira að segja hætt að selja hvannarótabrennivín. Und- anfarin ár hefur Kristín Gestsdóttir stundum verið með uppskriftir af hvannaréttum í Morgunblaðinu, t.d. hvannaostakökum, súrstætri hvönn og sælgæti úr hvannastönglum. Þeir sem eru svo heppnir að hafa hvann- stóð við bæjardyrnar hjá sér geta auðveldlega bætt sér í munni á ýms- an hátt, ef þeir komast upp á lagið með að nota hvönn. Algjör sveppur Skammt er síðan vinsælt varð hér á landi að safna villtum sveppum. Sá áhugi er orðinn til vegna kynna af erlendu mataræði, en víða í útlönd- um þykja sveppir mesta sælgæti. Ekki er talið að þeir hafi verið etnir á Norðurlöndum á miðöldum og reyndar voru Germanir ekki sveppa- ætur á fyrri öldum. Það voru hins vegar Rómverjar frá fornöld og það- an breiddist þetta átlag smám saman norður eftir álfunni og nær fyrst, svo orð sé á gerandi, fótfestu hér fyrir nokkrum áratugum síðan. Séu ís- lenskar heimildir frá eldri tíð skoð- aðar kemur í ljós að ekki hefur verið verulega algengt að sveppir í móa vektu löndum okkar matarlyst áður fyrr. Um 1960 er svo farið að rækta ætisveppi hér í gróðurhúsum og sveppasúpur, sveppasósur og margir réttir með sveppum, svo sem pizzur, eru nú vinsælir. Ennþá heyrast samt einstöku menn fussa yfir gorkúluáti þar sem matsveppi ber á góma. Og sá sem er kallaður „alger sveppur“ er töluvert neðan við strikið. Islenska heitið „ætisveppir“ sem notað er um sjampiona, ber þó með sér að menn vissu a.m.k. til þess í eldri tíð að sveppir væru ætir. Æti- sveppirnir hafa frá ómunatíð verið vinsæl- ustu matsveppirnir, þar sem sveppir hafa á annað borð verið etnir, enda bæði bragðgóðir og næringarríkir. Örfáar heimildir eru til um sveppaneyslu hér á landi fyrr á tíð og skal nú vikið að því hvernig þeirri matreiðslu var háttað. Um miðja 18. öld tekur Egg- ert Ólafsson reyndar þannig til orða um sveppi að ætla mætti að þeir hefðu verið meira nýttir á öldum áður. Hann segir að ætisveppir finn- ist nær alls staðar á landinu en séu „lítið étnir nú á tímum.“ Eggert telur Fjallagrasaystingur. upp sveppategundir sem menn neyta og lýsir því þegar fyrir hann var bor- ið svokallað „sveppakál“ í Skaga- firði. Þetta er eins konar sveppa- stappa úr ætisveppum, smjöri, mysu og pipar og tilreiðslunni er lýst á þessa leið: Hinni ystu, þunnu rönd hattsins ásamt stafnum er fleygt, en hinu haldið eftir. Hatturinn er síðan þveg- inn í hreinu, heitu vatni og soðinn í lítið eitt vatnsblandaðri mysu og smér látið út í. Ekki er notað meira af mysunni en það, sem svepparnir drekka í sig. Eru þeir síðan stappað- ir, meðan á suðunni stendur, og smérið þá látið út í. Sumir sáldra ofur litlu af pipar yfir þennan graut, Gömul vísa: og er rétturinn þá fulltilbúinn. Eggert segir að þeir sem á annað borð noti sveppi tilreiði þá yfirleitt svona. Björn Halldórsson í Sauð- lauksdal, mágur Eggerts og samtíma- maður minnist einnig á matgerð af sveppum í tveimur af bókum sínum. „Sveppa má soðna í sýru geyma og svo eru þeir betri og óhœttara að eta en ef þeir eru frískir etnir. “ segir hann í Arnbjörgu, en sú bók er eins konar 18. aldar húsmæðrafræðsla. Og í jurtabók sinni, Grasnytjum seg- ir hann um sveppi: Hœgasti tilbún- ingurinn fyrir fátæka búmenn er að leggja þá eina nótt i vatn, síðan flysja, hreinsa og saxa til grautar, sem strax er etinn með súru jukki, ellegar þvo þá nýja, sjóða nokkuð og súrsa síðan í góðri sýru. Árið 1960 var send út fyrirspurn um sveppi og rætur frá þjóðhátta- deild Þjóðminjasafns. Flestir sem henni svöruðu voru fæddir á tveimur síðustu áratugum 19. aldar. í ljós kom að sveppasöfnun var lítið tíðkuð hér um síðustu aldamót. Hins vegar töldu sumir sig hafa heyrt að slíkt hefði verið gert áður. Áberandi var að menn úr Skaftafellssýslum og Rangárvallasýslu voru kunnugri sveppaneyslu en fólk úr öðrum héruðum. Þar var algengt að borða ætisveppi hráa eins og ber úr móa. Heimildarmaður úr Rangárvallasýslu minntist þess að gamall maður þar sem hann ólst upp, hefði sóst eftir ætisveppum, skafið þá og snætt með smjöri. Mýrdælingur hafði heyrt af því, að í næstu kynslóð á undan hefðu sveppir verið borðaðir upp úr súr. Aðeins einn V-Skaftfellingur hafði vanist því í æsku að sveppum væri sérstaklega safnað í forða. Þeir voru hreins- aðir, fóturinn tekinn af þeim, súrsaðir og étnir eins og þeir komu fyrir upp úr sýrunni. Einstaka heimildir eru um sveppaát í öðrum landshlutum. Þannig þekktist í Borgarfirði í A Góuþrœlinn gekk égfyrst aö grafa rœtur út með mínar allar dœtur óspjallaðar heimasœtur. Heima er bezt 187

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.