Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 8
ar var gift í Danmörku og hún útvegaði mér pláss á þessum skóla, skammt frá þar sem hún bjó. Þessa konu hef ég alltaf litið á sem mína aðra móður. En milli þessa ferða lauk ég gagnfræðaprófi úr verslunardeild Haga- skólans í Reykjavík. Það var kannski ekki al- gengt á þessum tíma að unglingsstúlkur væru á slíkum flækingi en pabbi var farsæll sjó- maður og skipstjóri og við höfðum sennilega vel til hnífs og skeiðar. Mamma var ævintýra- kona og skildi vel áhuga minn á ferðalögum. Hún hafði sýnt leikfimi í Frakklandi, Skotlandi og Noregi og víða hér á landi og m.a.s. farið á Olympíuleikana í Berlín 1936. Hljómsveitin Rúbín, Theódór er á trommunum. Mér fannst erfitt að flytja til Reykjavíkur. Á þeim árum sást vel hverjir höfðu alist upp í Reykjavík og hverjir ekki og mér fannst ég óttalega sveitaleg. En handboltinn bjarg- aði mér. Ég hafði sótt mikið í fótboltann heima á Eskfirði þar sem ég fékk að vera með gegn því að vera í marki. I Reykjavík fór ég í handbolta og var auðvitað áfram í marki og þarna hafði ég nóg að gera. Ég bjó hinsvegar ekki í Reykjavík nema í 5 ár og með hléum. Ég bar gæfu til þess að fá að fara til Bandaríkjanna sem skiptinemi á vegum ís- lensku þjóðkirkjunnar. Slíkt skiptinemastarf var þá nýhafið og ég var mjög lánsöm að komast þarna með. Ég var í litl- um bæ úti í eyðimörk í Kalifomíu og þetta varð mér mikill ævintýra- og þroskatími. Mér þótti m.a. merkilegt að koma inn á heimili þar sem pabbinn kom inn á kvöldi og réði nánast öllu. Ég var sjómannsdóttir og átti þessu ekki að venjast. Við vorum 16 sem fórum til Bandaríkjanna þetta ár og við höldum enn hópinn. Ferðin út var mjög vel undir- búin. Herra Ólafur Skúlason, núverandi biskup, sá um það. Við hittumst reglulega allan veturinn áður en við fórum og æfðum meðal annars þjóðdansa, sem við sýndum svo á sameiginlegu kvöldi íyrir skiptinema, skömmu eftir að við komum út. Þá voru stelpumar allar í þjóðbúningum og við vöktum mikla athygli. Ég bý að þessu alla tíð og þarna lærði ég ýmislegt sem heíur nýst mér vel, allt fram á þenn- an dag. Ég var heppin með fjölskyldu og við höldum enn sambandi, þótt ekki sé það orðið eins mikið og fyrstu árin. En hópurinn, sem fór út, hittist enn reglulega. Séra Karl Sigurbjömsson, sem var einn í hópnum, sagði einu sinni frá því á þannig samkomu, ekki alls fyrir löngu, að það væri í eina skiptið, sem bömin hans hefðu neitað trúa hon- um, þegar hann sagði þeim að hann hefði sýnt dans í Am- eríku. Ég var líka eitt sumar á íþróttalýðháskóla í Danmörku og lærði dönsku og sitthvað fleira Æskuvinkona móður minn- Björg og Theódór á brúð- kaupsdaginn 20. ágúst 1966. Ung og nýgift í Þrándheimi 1966. Hún hjólaði upp Borgar- fjörð og yfir Uxarhryggi með vinkonu sinni og tók upp á ýmsu. Björg og íþróttirnar Þegar ég var lítil stelpa á Eskifirði fékk ég að spila fót- bolta með strákunum nreð því skilyrði að ég væri í marki. Þegar ég kom til Reykjavíkur dreif ég mig í handbolta með Víkingi og átti þar góð ár og eftir að ég kom til Seyðis- ijarðar, var ég með öðru hverju. Ég segi að toppurinn á mínum íþróttaferli hafi verið þegar við, mæðgumar, spil- uðum saman í liði á landsmóti á Húsavík 1987. Það var óskaplega skemmtilegt og ljúft. Við vorum á aldrinum 16 - 41 árs í þessu liði og UÍA fór heim með silfrið. Það hefur alltaf vantað markmann af og til og þá er dustað af mér 168 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.