Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 15
„heitt á könnunni,“ eins og á kosn- ingaskrifstofum. Árið 1920 var sími á tveimur bæj- um í sveitinni, báðir í jaðri hennar. Kaupfélagið nýja varð að komast í símasamband og var þá lögð síma- lína frá Miðey um Lágafell, síðan í vestur, langa leið að Hallgeirsey. Ég held að K.H.L. hafi þurft að leggja út fé fyrir símanum í fyrstu. Margar ferðir var ég sendur í kaup- félagið og þótti mér nokkur tilbreyt- ing í því. Þar var brjóstsykur í stömpum. Á þá var letrað stórum stöfum: Magnús Th. Blöndal. Fyrir 25 aura fékkst góður skammtur í kramarhúsi. Súkkulaðikaramellur voru meiriháttar, 5 aura stykkið. Guðbrandur gaf út félagsblað. Það hét Augnablikið, fjölritað á A-4 og íjórar síður. Þótti fengur að blaðinu þó lítið væri. Eíni þess var um það sem efst var á baugi í félagsmálun- um hverju sinni. í maí blaðinu 1923 segir t.d. frá verðlækkunum á ýms- um vörum: Náttpottar kosta kr. 2.90, hrákadallar úr tré höfðu lækk- að úr kr. 7.50 í 3 krónur. Víða var komið við í þessu litla blaði, ritstjóranum, fyrrum rit- stjóra Tímans, var fátt óviðkom- andi. Sú fræga skata í Þverá var meðal efnis í einu blaðinu. Kaupfélagsstjórahjónin Guðbrand- ur og Matthildur, fluttu til Reykja- víkur vorið 1928. Þau voru afar vin- sæl og því saknað. Ágúst Einarsson bóndi í Miðey var ráðinn kaupfélags- stóri í stað Guðbrands. Nú stóð mikið til. Stjórn félagsins samþykkti að kaupa vörubíl. Ekki þótti efni til að ráða bílstjóra, stjóri sjálfur átti að aka bílnum, sem var af Chevrolet gerð, líklega eitt og hálft tonn. Bíllinn kom frá Vestmannaeyjum á fleka. Bjarni Jónsson bóndi á Forsæti í Vestur-Landeyjum smíðaði yfir- bygginguna. Ágúst kaupfélagsstjóri var bilstjórinn og Oskar Jónsson í Hallgeirsey í viðlögum. Bíllinn fékk einkennisstafina RA-10. Loks rann upp stóra stundin. Nýi bíllinn kom brunandi norður Affalls- bakka. Fólkið í hverfinu okkar, Úlfs- staðahverfi, kallaði: „Bíliinn kemur! Bíllinn kemur!“ Zeppelin loftfarið vakti ekki slíka athygli þegar það sveif yfir Landeyj- arnar. Börn og nokkrir fullorðnir þutu út á veg til þess að komast sem næst þess- ari glæstu sjálfrennireið. Ágúst nam staðar við túngarðshliðin og bauð í bíltúr. Fylltist vörupallurinn af fagn- andi farþegum. Vegurinn lá meðffam ánni, sjálfgerður og allgóður. Þá tók við svo kallaður Sprengisandur. Hallgeirseyjar. Ofan hans var snúið við. Ævintýrinu lauk, eins og öllum ævintýrum. En nú urðu vonbrigði með blessað- an bílinn okkar Landeyinga. Hann spólaði í lausasandi, en menn vissu ekki um þann eiginleika bifreiða þá, a.m.k. ekki í minni sveit. Kom brátt í ljós að ekki var fær sú leið að flytja vörur úr Sandi á bílnum. Var þó ekki gefist upp baráttulaust, vélin „pínd“ til hins ítrasta, timbur og járn sett undir hjólin og margir menn að ýta. Um haustið þá er þvarr í staum- vötnunum Affalli og Þverá, fór Ágúst á bílnum til Reykjavíkur til að sækja vörur. Var þá farið yfir Þverá, sem var mikið vatnsfall, innarlega í Fljótshlíð, þar sem áin var vatns- minni og fastari árbotn. Eitt sinn um vetur fór Óskar Jóns- son í Hallgeirsey með bílinn til Reykjavíkur að sækja vörur. Þverá var á traustum ís. Þá gerði asahláku. Þegar Óskar kemur að ánni við Hemluvað var hnédjúpt vatn ofan á ísnum. Farþegi mun hafa verið með honum. Hann kannar ísinn og taldi að halda mundi, lagði í flauminn á góðum hraða og náði yfir, heilu og höldnu. Árið 1932 var Þverá brúuð og Af- fallið. Þá breyttist margt. Kaupfélags- bíllinn bilaði oft og bílvegir voru öngvir. Álag á bílvélina talið of mikið. Eitt sinn þá er bíllinn var að koma úr „suðurferð" (frá Reykjavík), bil- aði hann á móts við Kanastaði, um 10 km frá Hallgeirsey. Við feðgar á Úlfsstöðum tókumst á hendur að flytja bílinn til „heimahafnar.“ Tveir hestar voru spenntir fyrir bílinn en Ágúst kaupfélagsstjóri var við stýrið. Mér þótti lítið leggjast fyrir þetta tákn vélaaldar. Og þá komu „þörf- ustu þjónarnir“ um aldir til bjargar. Það man ég síðast til þessa bíls að ég fór með Ágústi kaupfélagsstjóra suður í Sand til að sækja nokkrar ol- íutunnur. Þetta var um vetur, jörð mjög frosin. Vegurinn heim að Hall- geirsey var holóttur og harðfrosinn. Líklega hafa verið fjórar tunnur í röð beggja megin á bílpallinum. Stóðu þær upp á endann og sat ég ofan á einni þeirra. Um það bil sem við erum að lenda við Kaupfélagið, veit ég ekki fyrri til en ég ligg inni á tún- blettinum sunnan við íbúðarhús kaupfélagsstjórans, á milli fjögurra olíutunna. Ágúst snaraðist út úr bílnum og var brugðið. Ég gæti hafa verið illa slas- aður ef tunna hefði lent á mér. En ég slapp vel, eiginlega ótrúlega vel. RÁ- 10 var þrátt fyrir allt, happabíll. Árið 1930 var stofnað útibú frá K.H.L. á Hvolsvelli og árið 1933 var K.H.L. flutt til Hvolsvallar, hét þó enn Kaupfélag Hallgeirseyjar og næstu ár en svo Kaupfélag Rangæinga. Nú er þar kaupfélag undir tveggja stafa merki K.Á. Heima er bezt 175

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.