Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 17
Það var ekki laust við að honum fyndist hann hafa vaxið örlítið í aug- um sjálfs sín við að taka þessa ákvörðun. Hann var karlmaður, 10 ára gamall. Hann var að fara heim, búinn að vera tvær vikur í skólanum, fyrstu skólavikurnar á ævinni. Það yrði gaman að koma heim og hann hefði frá mörgu að segja. Margt hafði drif- ið á dagana þessar tvær vikur. Aldrei fyrr hafði hann verið svo lengi í burtu frá foreldrum sínum. í rauninni hafði hann lært sitt af hverju, ekki bara af skólabókunum, sem honum þótti gaman að, heldur ýmislegt ann- að. Hver dagur hafði eitthvað nýtt og spennandi að færa. Hann hefði frá nógu að segja. En myndi hann segja frá öllu? Nei, það var ekki víst. Hann hafði nefnilega eignast svolítið leyndarmál. Oft var gaman í skólanum, sérstak- lega á kvöldin. I skólanum á Hóli voru nokkrir drengir og telpur á ýms- um aldri. Sumir „gengu“ í skólann, eins og það var kallað, frá næstu bæjum, aðrir héldu til á Hóli, hann var í hópi hinna síðar nefndu. I rökkrinu fóru krakkarnir stundum í leiki þegar þau voru búin að læra fyrir næsta dag. Stundum lék kennar- inn sér líka með þeim, því hann var ungur maður og kátur. Þau fóru í feluleik, fallna spýtu, blindingsleik og margt fleira. Best líkaði honum við stelpu, sem kölluð var Stína. Hún var glaðvær telpa með síðar fléttur, alltaf svo góð og nærgætin við hann. Stundum, þegar þau voru að fara í feluleik í rökkrinu á kvöldin, þá sætti hann færis með að fela sig einhvers staðar þar sem hún ætti auðvelt með að finna hann. Það var líka svo gaman að láta hana finna sig. Hún var svo sæt. Líklega var hann orðinn svolítið skotinn í Stínu, eins og stóru strák- arnir sögðu. En það var leyndarmál, sem hann myndi ekki segja nokkurri lifandi manneskju, ekki einu sinni mömmu sinni. Hann ætlað að eiga sín leyndarmál sjálfur. Hann var orðinn 10 ára. En einstaka sinnum hafði honum leiðst í skólanum. Strákarnir voru stundum að stríða honum á kvöldin, þegar þeir áttu að fara að sofa. Þeir töluðu svo ljótt að hann hafði aldrei heyrt annað eins. Þeir bölvuðu og rögnuðu, og svo töluðu þeir svo mik- ið um stelpurnar og notuðu orð, sem hann hafði aldrei heyrt fyrr og skildi varla. Einn strákurinn var meira að segja byrjaður að reykja, þótt hann væri aðeins 12 ára gamall. Þeir kölluðu hann litla pelabarnið af því hann vildi ekki vera eins og þeir. Kannski var hann líka dálítið öðruvísi en hinir strákarnir. Já, hann hafði lært sitt af hverju þessar vikur, og nú var hann á heim- leið og greikkaði sporið. Skammdegismyrkrið seig yfir hægt og óumflýjanlega, hann hafði eiginlega ekki veitt því eftirtekt hvað það dimmdi ört. Það bara gerðist ein- hvern veginn, án þess að hann tæki eftir því. Skyndilega uppgötvaði hann að hann gat varla lengur grillt í klettana niðri við Fljótið, hvað þá séð yfir það, og steinarnir meðfram veginum tóku á sig draugslegar myndir í rökkrinu. Það setti að honum hálf- gerðan geig. Hann vissi, að innan stundar yrði hann að fara framhjá Gerðishúsunum. Og upp í huga hans komu sögurnar um þessi ijárhús, sem hann hafði svo iðulega heyrt. Þær ruddust fram í hugskoti hans eins og óvígur her, sem sótti að hon- um úr öllum áttum, utan úr myrkr- inu. I húsunum átti að vera draugur og sagt var að hann hefði einu sinni drepið mann, sem þar lét fyrirberast um nótt í stórhríð. Já, hann meira að segja reif manninn í tætlur, svo part- arnir úr honum fundust út um allt hús. Alltaf er þessi saga drengnum í fersku minni, er hann kemur í Gerð- ishúsin og því fyllist hann ætíð ónotageig er hann fer þar um eftir að dimma tekur, jafnvel þótt hann sé í fylgd með föður sínum. En nú er enginn pabbi þar til stað- ar. Hann er heima. Drengurinn er kominn á melinn sunnan við húsin. Þarna kúra þau, myrk og ógnvekjandi í rökkrinu, eins og ófreskja, sem bíður þess að hremma bráð sína. Þó voru þetta beitarhúsin heima. Hann þekkti þau svo sem vel, já, hvort hann gerði. I rauninni voru þetta allra viðkunnan- legustu hús er inn var komið, og eng- um gat þá til hugar komið að þar hefði nokkru sinni verið drepinn maður. En einhvern veginn stóð hon- Heimaerbezt 177

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.