Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Page 25

Heima er bezt - 01.05.1997, Page 25
vörugrasaferðum. Grösin voru þurrkuð fljótlega eftir að menn komu úr ferðinni, síðan „vinsuð“, þ.e. hrist úr þeim mesta ruslið, og að lokum „tínd“ en svo var tekið til orða um að fullhreinsa þau. Væri mikið af grösum voru þau borin á harðvöll í þurru, helst sólskini, og snúið með hrífum. En yfirleitt voru þau breidd til þerris úti á yfir- breiðslustriga og síðan vinsuð og tínd, eftir því sem tími vannst til, en oftast ekki „fulltínd“ fyrr en matreitt var úr þeirn. Þá var hellt vatni yfir grösin og þau síðan hreinsuð blað fyrir blað. Sums staðar voru þau byrgð í sjóðandi vatni dálitla stund áður en þau voru tínd og var það kallað að „kæfa“ þau. Ótíndur grasamatur þótti hið versta óæti og af slíku mun líkingin dregin þegar talað er um „ótínda glæpamenn.“ I byrjun 20. aldar voru grös víða söxuð í brauð og grauta. Það var gert með grasajárni, í grasatrogi eða grasastokk. Stundum voru þau „snöruð“ en þá var hellt sjóðandi vatni á grös- in og þau síðan snúin og slitin með höndunum. Svipaðir réttir voru gerðir úr grösum alls stað- ar þar sem þau voru notuð þó að nokkur tilbrigði væru vissulega við þá. Al- gengt var að menn drykkju grasavatn, eða grasate, sér- staklega við slæmsku í maga eða brjóstverkjum. Venjulegur grasagrautur var yfirleitt úr vatni og ákastið mjöl og grös. „Grasalím“ eða „grasa- hlaup“ var eingöngu úr vatni og grösum og soðið þar til allt hljóp vel saman. Grasalím þótti yfirleitt sultar- matur. Grasamjólk, grös, sykruð og soðin í mjólk þótti hins vegar hnoss- gæti og sama er að segja um grasa- ysting, en þá var grasamjólkin hleypt með sýru eða kæsi og oftast seydd dálítið. Fjallagrös voru mikið notuð í blóð- mör sem þótti geymast betur þannig. Frostaveturinn 1918 botnfraus í bara höfð heil. Þau voru soðin, harðhnoðuð upp í rúgmjöl með sýru eða súrdeigsklípu og brauðin síðan seydd lengi. Þá þekktist grasaflat- brauð og grasasoðbrauð en rúg- brauðin voru langalgengust. A fyrri heimsstyrjaldarárunum kom síðasti verulegi fjörkippunnn í fjalla- grasanotun hér, sökum skorts og skömmtunar á þeim árum. Og á síð- ustu árum hefur aukist að menn noti grös vegna áhuga á náttúrulækning- um. Einhveijir hafa haft vinnu af því að safna grösum og verka þau til sölu og farið er að framleiða og selja heilsuvörur úr fjallagrösum. Er það seinna en von var því að Islendingar hafa lengi notað íjallagrös til lækn- inga. Sérstaklega þótti og þykir seyði af þeinr gott við hvers konar kvefþest- urn og meltingartruflunum. Rann- sóknir sem gerðar hafa verið á ljalla- grösum nýlega benda til að efni í þeim séu styrkjandi fyrir ónæmiskerf- ið og hemji jafnvel orsakaþætti ým- issa öndunarfæra- og bólgu- sjúkdóma. Vegna þess hve lengi grösin eru að vaxa hafa þau tilhneigingu til að safha í sig blýi úr lofti og vatni og jafnvel geislavirkni. Vænta má að slík mengun sé í lág- marki hér miðað við ná- grannalönd þannig að ís- lensku fjallagrösin gætu hæg- lega orðið okkur drjúg tekju- lind þegar fram í sækir ef svo skyldi nú fara að rannsóknir eigi eftir að leiða hollustu þeirra enn ffekar í ljós. Hvönn I gamla daga fóru menn á rótafjall og tóku rætur til matar. Rót af hvönn, og reyndar fleiri rætur, voru töluvert borðaðar hér í fyrri tíð og eru rætur verðlagðar með öðrum matvælum í gömlum verðskrám Rótarferðir voru famar snemma á vorin, eða seint á haustin. Ef farið var á vorin varð að taka rótina áður en hún fór að lifna verulega því að eftir það verður hún römm. En hvannaræt- ur geta verið sætar eða rammar og allt Fjallagrös. Gamlar könnur. Kúmen var oft notað í brauð, t.d. kleinur, lummur og pönnukökur og jafnvel laufabrauð. sýrutunnum í Bjarneyjum og allt slátur eyðilagðist þar nema grasa- slátrið. Þvílíkar sögur segja menn af geymsluþoli grasamatar. Þar sem grös voru tekin, voru þau alls staðar notuð í rúgbrauð og þóttu grasabrauð hnossgæti, sætari, mýkri og geymsluþolnari en önnur brauð. Aldrei voru grös möluð í brauð, heldur söxuð eða snöruð og stundum Heimaerbezt 185

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.