Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 16
Ólafur Þ. Hallgrímsson, Mælifelli: Það var tekið að rökkva þegar drengurinn lagði af stað heimleiðis. Hann hafði orðið samferða kennaranum frá Hóli, bœnum þar sem kennt var. Söngurinn ennarinn hafði ekið gæti- lega út sveitina. Willys- jeppinn þræddi varlega ósléttan og skorinn veginn. Þeir voru nokkuð lengi á leiðinni, enda vegur- inn seinfarinn og því tekið að halla degi, en nú voru þeir komnir á leið- arenda, það er að segja þangað sem kennarinn átti heima, hann ætlaði ekki lengra. Drengurinn þakkaði honum fyrir samfylgdina, spennti skólatöskuna á bakið og hélt af stað. Hann ætlaði að ganga heim. Þetta var ljóshærður drengur, frek- ar grannur en hár eftir aldri, dálítið toginleitur. Hann gekk rösklega af stað upp á þjóðveginn, hljóp við fót, því hann var léttur í spori, enda að fara heim. Hann vissi að það var öruggara að ganga rösklega, því framundan var löng ganga, tvær bæjarleiðir, hversu löng vissi hann varla, því hann hafði aldrei farið þetta gangandi fyrr og hann vildi fyrir alla muni vera kom- inn framhjá beitarhúsunum á Gerð- inu áður en myrkrið skylli á. Það var komið fram í nóvember. Logn var á og örlítið frost en auð jörð að kalla. Drengurinn staðnæmd- ist sem snöggvast þegar upp á hæð- ina kom, norðan við bæ kennarans. Hann litaðist um. A hægri hönd var Fljótið, skolgrátt, svo langt sem aug- að eygði til norðurs, en á hina hönd hlíðin með aflíðandi brekkum og klettahjöllum, allt upp á heiðarbrún. Hann gat vel séð grilla í skóginn handan við Fljótið og bæina þar. Hann þekkti þetta umhverfi, þennan sjóndeildarhring, samt var hann dá- lítið óöruggur með sig. Það var kyrrð yfir öllu, svo varla heyrðist hljóð, nema óljóst gjálfrið í öldum Fljótsins niðri á sandinum. Það var eins og náttúran héldi niðri í sér andanum meðan rökkrið seig yfir. Hann hraðaði for sinni og innan stundar tók að halla undan fæti og brátt kom bærinn á Fossi í ljós framundan. Þarna stóð hann undir hlíðinni, reisulegur bær með trjágarði og útihúsin á víð og dreif um túnið. Niður hlíðina steyptist bæjarlækurinn í mörgum fossum og fann sér farveg niður í gegnum túnið í átt til Fljóts- ins. Það fyllti drenginn notalegri ör- yggiskennd, þar sem hann gekk neð- an túns, að horfa heim að bænum og fjárhúsin, sem móktu í kvöldkyrrð- inni skammt ofan vegar, voru eins og vinir, sem tóku honum opnum örm- um. Hvergi sást manneskja á ferli, en það voru kindur við ijárhúsin. Sem snöggvast flaug honum í hug að fara heim að bænum og fá fylgd út fyrir Gerðishúsin. Hann vissi að það yrði auðsótt mál, því hér bjuggu vinir hans, sem hann þekkti vel. Hann Kalli, sonur gömlu hjónanna á Fossi, myndi ekki telja það eftir sér að ganga með honum þennan spöl út fyrir húsin. Það var líka að verða dá- lítið dimmt. Sem snöggvast var hann á báðum áttum, en hélt svo áfram för sinni, einbeittur á svip og brátt var bærinn á Fossi að baki og framundan tók við beinn vegur út svo kallaða Sléttu- skeið. 176 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.