Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 28
lok síðustu aldar að sveppir væru tíndir og steiktir nýir í smjöri á pönnu, eða á glóð. Dæmi var um ætisveppamatreiðslu frá Vestfjörðum, þar sem hús- móðirin hafði lært í Dan- mörku, og á Sauðafelli í Dölum voru merarostar steiktir í feiti og sykraðir, borðaðir á sumrin á fyrra hluta 20. aldar. En langflestir könnuð- ust alls ekki við að sveppir væru nýttir. Þegar þessar gömlu heimildir eru skoðaðar glyttir samt í íslenska svepparétti, þ.e. súrkryddaða sveppa- grautinn sem Eggert fékk í Skaga- firði og Bjöm Halldórsson segir einnig frá. Hér má nefna að bæði í Póllandi og Rússlandi eru ffá gamalli tíð súrir sveppajafningar, sýrðir með súrum rjóma eða súrkáli og súrum ijóma. Þá hefur greinilega tíðkast eitthvað að súrsa sveppi hér, mar- íneraðir sveppir kallast svipaður mat- ur í dag. Munurinn er sá að edik er notað í staðinn íyrir mjólkursýruna sem var allsheijargagn við matreiðslu og matargeymslu á Islandi um aldir. Jurtaseyði Fyrir daga kaffi- og tedrykkju voru heitir drykkir innlendir helst flóuð mjólk og jurtaseyði. Og þeir héldu áfram að ylja landanum þó að drykkjaúrvalið yrði meira. Kaffi og útlent te flytjast hingað fyrst á 18. öld og súkkulaði er einnig farið að sjást á borðum heldra fólks í lok ald- arinnar. Te virðist hafa verið algeng- ara en kaffi til að byrja með en svo náði kaffi algerlega yfirhöndinni þannig að um síðustu aldamót var sjaldgæft að útlendu tei brygði fyrir á íslenskum heimilum. I 18. aldar heimild er sagt frá því að prestar nokkrir í Barðastrandar- sýslu brenni einiber líkt og kaffi- baunir og sjóði af drykk sem mönn- um verði gott af einkum þeim sem hafa þykkt blóð og séu brjóstveikir. Munur sé á áhrifum drykkjarins eftir aldri berjanna. Aldin á fyrsta ári séu Islensk kaffikanna á byggðasafninu að Reykjum í Hrútafirði. kraftmest en aldin á þriðja ári sætust og ljúffengust. Eggert Ólafsson mæl- ir reyndar með þessum drykk í stað- inn fyrir kaffi og segir í Búnaðar- bálki þar sem hann yrkir háðulega um kaffi, kallar það kolamylsnusaup: „Af einirberjum betri drykk bý ég sem hefur sama skikk“. Þrátt fyrir þetta var Eggert einn af fyrstu ís- lensku kaffimönnunum og kaffi- kvörnin hans er elsta kaffiamboð sem til er á Þjóðminjasafninu. Víðar er getið um drykki af eini, til dæmis drekka menn einite í Öxarfirði og á Skógarströnd í lok síðustu aldar. í ársbyrjun 1969 var send spurninga- skrá um lækingajurtir út frá þjóð- háttadeild Þjóðminjasafns til eldra fólks. Þar var meðal annars spurt um seyðisgerð af íslenskum jurtum. Fram kom að á nokkrum stöðum lög- uðu menn te af einibarri og þótti það gott við ýmsum kvillum, t.d. aflleysi, liðverkjum og bjúg. Meðal annars sagði einn heimildarmanna frá því að einite hefði verið drukkið daglega í staðinn iyrir kaffi á heimili þar sem hann þekkti til. Flestir sem svöruðu þessari spumingaskrá miðuðu frásagnir sínar við fyrstu áratugi aldarinnar. I sveitum á þeim tíma var jurtum víða safnað á sumrin og þær þurrkaðar og geymdar, bæði til að eiga í te til hversdags- drykkju og einnig til lækninga. Heldur fleiri virtust nota orðið te um þessa innlendu jurtadrykki en seyði. Ef hægt var að finna ein- hvern mun á merkingu þessara orða var það helst að seyði merkti fremur drykk sem soðinn var í lækningaskyni, en til venju- legrar hressingar. Þetta tvennt var þó oft sameinað. Algengasta hversdagsteið var úr blóðbergi, vallhumli, rjúpnalaufi og ljónslappa. Ýmist var þessum teg- undum blandað saman, tveimur, þremur, jafnvel öllum, eða þær voru notaðar hver fyrir sig. Þær höfðu allar sína hollustueiginleika að því fólk taldi. Blóðbergste þótti t.d. al- mennt blóðaukandi, en þar að auki átti það að vera gott við niðurfalls- sýki, harðlífi, svefnleysi og brjóst- veiki. Blóðberg, og reyndar fleiri jurtir, voru oft notaðar til að krydda súra mysu sem var blönduð til drykkjar. T.d. var það siður í Álfta- veri fram yfir síðustu aldamót, og þótti mikil drykkjarbót, að þurrka blóðberg á sumrin, og láta í gisinn poka út í sýruna sem geymd var til vetrarins. Ljónslappate var sérstaklega gott við hálsbólgum og kvefi, rjúpnalauf við innantökum og slæmsku í maga, einkum þegar því fylgdi niðurgangur og vallhumall við hósta og vökva- söfnun. Þessar jurtir, að fráteknum vallhumlinum eru sennilega ennþá algengustu tejurtirnar hérlendis, því að töluvert er um að þær séu tíndar í þessu skyni. En langtum fleiri jurtir voru brúkaðar til seyðisgerðar í gamla daga. Fjallagrasate þekkja flestir sem komnir eru á miðjan ald- ur, en það mun lang oftast hafa verið notað til að bæta kvilla í öndunarfær- um og meltingu. Þá var seyði af birki og fjalldrapalaufi notað til að lækna 188 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.