Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 39
Björg á skíðamóti í Oddsskarði. einn eftir. Þetta er gífurleg blóðtaka og vegna þessa hefur fjöl- margt fólk flutt í burtu. Vinnunni var svipt í burtu. Menning og afþreying Björg. Hér höfum við alla menningu sem viljum. En við þurfum auðvitað að búa hana til og það er hluti af þessu lífi. Svo förum við í leikhús og á tónleika þegar við förum til Reykjavíkur og Akureyrar og sjáum oft fleiri sýningar og heyrum fleiri tónleika en þeir sem búa á þessum stöðum. En hér þurfum við að hafa fyrir því að byggja upp menningu ef við viljum hafa hana. Við getum ekki verið bara neytendur og trúlega öfunda margir okkur, einmitt af því. Það er svo annað mál að sjálfboðavinnan er að detta upp fyrir. Fólk er ekki lengur tilbúið til að gefa tíma sinn og vinnu í það endalausa eins og það var fyrir nokkrum árum. Unga fólkið okkar er hinsvegar betur í stakk búið á þessu sviði en jafn- aldrarnir á höfuðborgarsvæðinu. Það er algengt að fólk sem flyt- ur frá Reykjavík út á land verður alveg uppnumið af öllum fé- lagslegu möguleikunum. Það er allt í einu farið að leika í leikriti eða syngja í kór, nokkuð sem því hefði ekki dottið í hug í fjöl- menninu. Auðvitaö er þetta hægt þar en það er ekki eins nærtækt og hver sála ekki eins mikilvæg til að menningin dafni. Sá sem hefúr pólítískan metnað á líka mun auðveldara með að koma sér á framfæri á svona stað en á höfuðborgarsvæðinu. Svo er afskap- lega gott að geta heilsað hverjum manni sem maður mætir, það er notaleg tilfinning. En hvert byggðarlag hefur kosti og galla og þegar upp er staðið verður ekki séð að það halli á milli lands- byggðar og höfuðborgar. Það eina sem skiptir máli, þegar upp er staðið, er að lifa í sátt og samlyndi og þokkalegri sátt við sjálfan sig og umhverfi sitt. Þá gengur þetta upp. Stöðnun - þróun Theódór og Björg. Stöðnun er fyrsta skref til hnignunar og það versta sem við lendum í. Þeir sem hafa tekið saman höndum, stækkað og þróast, eru þeir sem gengur vel í dag Það á bæði við um sveitarfélög og fyrirtæki. Við verðum að halda áfram að “vaxa” og það getur þýtt ýmislegt. Það getur þýtt fleiri íbúa, nýja þjónustu, - bara ein- hveija þróun. Ef við höldum ekki áfram að vaxa með einhveijum hætti, þá drögumst við aftur úr. Það er verið að flytja þjónustu til sveitarfélaganna og það er af hinu góða en litlu sveitarfélögin geta ekki tekið við þessu vegna þess að þau hafa ekki peninga, mannafla eða þekkingu til að þróa þjónustuna áfram. Hún verður að vera einhversstaðar fyrir hendi og þá er hægt að færa hana á milli í sveitarfélaginu; til fólksins, sé sveitarfélagið svo land- ffæðilega stórt að þess þurfi. Þess vegna er sameining/samstarf svo nauðsynlegt. Hrepparígurinn Það er of lítill áhugi fyrir Austurlandi, of lítill áhugi á að beina hingað framkvæmdum og fleiru. En það getur enginn vak- ið þennan áhuga nema við. Ef við getum ekki staðið saman að því að vekja áhuga á okkur, getum við ekki talið öðrum trú um að við séum hæfir samstarfsaðilar. Hrepparígurinn er, því miður, ekki bara orðin tóm. Hann kraumar undir niðri, þótt ástandið hafi stórum lagast frá því sem áður var. Þegar við vorum krakkar og fórum í heimsókn í nágrannabyggðarlag, máttum við búast við grjótkasti. Þetta er liðin tíð og það hefur margt orðið til þess. Unga fólkið kynnist í gegnum íþróttimar og það situr saman í framhaldsskóla. Það er mikill lúxus að hafa framhaldsskóla í fjórðungnum. Aður fómm við að heiman 14 ára gömul og fæst tilbúin til þess. Nú höfúm við bömin okkar innan seilingar og heima allar helgar alveg fram til tvítugs. Meira að segja gætu krakkamir okkar sótt Menntaskólann á Egilsstöðum sem dag- skóla, með ákveðnum sveigjanleika. Það er hinsvegar kannski ekkert eftirsóknarvert. Það er unglingum örugglega hollt að vera í heimavistarskóla og trúlega eru Fjarðabúar öfúndaðir af heima- fólki, að fá að vera í heimavistinni. En hrepparígurinn er hefúr minnkað mikið, sem betur fer. Kannski emm við síðasta kyn- slóðin sem er föst i þessu fari. En hvað er hrepparigur? Jú, þama er sjálfsagt bæði á ferðinni öfund og ótti. Öfúndin er það versta sem maður fæst við. Auðvitað er sárt að sjá á eftir fyrirtækjunr og starfsemi fara úr einum stað í annan. Störf hverfa og flestir em mjög íhaldssamir að halda við ríkjandi “núi”. Allar breyting- ar þarf að undirbúa mjög vel. Önnur áhugamál Áhugamál fjölskyldunnar hafa fyrst og fremst verið útivist og ferðalög. Við höfúm alla tíð ferðast mikið, fýrst og fremst um okkar eigið land og gjaman upp um fjöll og fimindi. Við höfum verið með tjald og það hefur verið mjög skemmtilegt. Við höfum gjaman farið af stað á föstudagskvöldi með nesti og stefnt eitt- hvað, eftir veðri og vindum. Um tima var hér hópur vinafólks, sem ferðaðist mikið saman. Það var ekkert skipulagt en við hitt- umst úti í búð á föstudögum og bámm saman bækur okkar og ákváðum að fara saman á þennan staðinn eða hinn. Þetta var kannski mest þegar krakkarnir vom litlir og var afskaplega skemmtilegur tími. Við emm svo vel í sveit sett, Austflrðingar. Það er svo stutt til allra átta, stutt inn í Snæfell og inn að Vatna- jökli, í Kverkfjöll, Herðubreiðarlindir og Jökulsárgljúfur svo dæmi séu tekin. Við emm hluthafar í Smyril Line og höfum ferðast talsvert, fyrst með Smyrli og síðar með Norrænu. Við eigum ágæta vini í Færeyjum, sem gaman er að heimsækja. ujQj Heima er bezt 199

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.