Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 10
Theódór Blöndal, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, tekur á móti forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttw: komufólk, sem rak síldarplönin og þegar síldin hvarf jafn skyndilega og raun bar vitni, var ekkert eftir. Björg. Á Eskifirði var þetta þó öðruvísi. Það var auðvitað gríð- arleg vinna meðan á þessu stóð en þegar síldin hvarf varð uppbyggingin eftir heima fyrir Þegar ég var að alast upp á Eskifirði var bara eitt síldarplan. Það áttu bræðurnir, Aðal- steinn (Alli ríki) og Kristinn Jónssynir. Eftir 1960 komu reyndar fleiri plön en þau voru líka rekin af heimafólki. Á Eskifirði var líka meiri útgerð og því á meiru að byggja. Hér á Seyðisfirði hafði útgerð lagst niður á stríðsárunum og ekki byggst upp aftur. Síldarhrunið var því mun meira áfall hér á Seyðisfirði en á Eskifirði. Seyðfirðingar höfðu svo mikið að gera á síldarárunum að þeir gleymdu sjálfum sér en á fjörðunum í kring blómstraði útgerð á þessum tíma. Fyrstu kynnin Björg. Við kynntumst sem unglingar, fyrst á leiðinni á landsmót á Laugum í Þingeyjarsýslu. Þá fóru Austfirðingarnir sam- an í rútu með Jóhanni Kröyer. Mörgum árum seinna fórum við aftur á landsmót og þá á Húsavík, með bömin okkar. Þá vildi svo skemmtilega til að þar stóð yfir fombílasýning og þar var rúta, nákvæmlega eins og sú sem Kröyer ók á landsmótið. Við fórum og skoðuðum sýninguna en þegar við sögðum bömunum okkar frá því að í svona rútu hefðu pabbi og mamma farið á landsmót þegar þau voru ungling- ar, þá neituðu þau að trúa. Til þess var rútan of fomfáleg, að þeirra mati. En þegar ég var yngri kom ég til Seyðis- fjarðar, nánast á hverju sumri. Pabbi kom með bátinn í slipp hér hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar og hér lærði ég t.d. að synda. En við höfðum sem sagt kynnst sem unglingar, nokkuð náið eins og gerist og gengur á þeim aldri. Þegar við hittumst aftur í Reykjavík fjórum árum eftir landsmóts- ferðina gekk allt nokkuð hratt fyrir sig því við vorum trú- lofuð eftir nokkra mánuði og gift eftir enn færri mánuði. Theódór var þá að fara til Noregs í nám og frænka mín hafði litla trú á því að ég biði róleg heima í vinnu meðan hann væri úti, svo hún sagði að það væri eins gott að drífa sig í hjónabandið. Daginn eftir að við giffum okkur fór Theódór til Noregs en ég þurfti að vinna uppsagnarfrestinn hjá IBM, þar sem ég var þá í vinnu. Svo fór ég til hans í Þrándheimi. Nú em 31 ár síðan, svo ráð frænku dugðu ágætlega. Eftir Noregsdvölina komum við hingað til Seyð- isfjarðar og höfum verið hér síðan enda dró Theódór enga dul á það á sínum tíma, að ef við rugluðum saman reitum, væri ég jafnframt að giftast Seyðisfirði; þar ætlaði hann sér að búa í framtíðinni. Noregsárin Theódór. Haustið 1966 fómm við til Þrándheims í Noregi og þar settist ég á skólabekk í Tækniskóla Þrándheims til að læra véltæknifræði. Ég hafði unnið í smiðjunni hjá pabba og þekkti því nokkuð vel til á þessu sviði. Hugurinn stóð til að verða verkfræðingur og opna verkfræðistofú. Við áttum ljúfa tíma í Noregi. Þar hófum við búskap og stofnuðum okkar fyrsta heimili. Fyrsta árið bjuggum við í nokkurs konar kommúnu, þar sem við deildum eldhúsi og einu kló- setti með tíu manns. Síðan fengum við íbúð og vorum þama í 3 ár. Kannski hefðum við átt að vera lengur. Björg hafði góða vinnu og var ánægð þar. Hún starfaði á stórri stofnun, sem er nokkurskonar rannsóknastofnun atvinnu- veganna. Þar líkaði henni vel og það var gagnkvæmt því yfirmaður hennar bauð mér vinnu til að halda henni. Þegar ég spurði hvað ég ætti að gera, sagði hann að það hlyti að vera einhversstaðar laus stóll. Þetta þótti nýútskrifuðum véltæknifræðingi eiginlega fyrir neðan virðingu sína - en eftir á að hyggja var þetta auðvitað misskilningur af minni hálfú og ástandið hér heima var ekki svo björgulegt að það biðu störf í löngum röðum. Það hefði vissulega verið gam- an að vera lengur. En við erum svo heppin að eiga stóran vinahóp úti í Noregi. Við ákváðum það, 20 skólafélagar, sem útskrifúðumst saman, að halda hópinn og við gefúm út fréttabréf, sem kemur út árlega. Innihald þess hefúr breyst skemmtilega í gegnum tíðina. Fyrst voru þetta fréttir af konu, bömum, húsbyggingu og bílakaupum en smám saman eru þetta að verða hugleiðingar um lífið og tilver- una. Þama má kannski lesa þroskasögu ungra manna og Björg ætlar að láta binda þessi fréttabréf inn fyrir 30 ára afmælið 1999. Við höfum nefnilega hist á 5 ára fresti og það verður haldið upp á 30 ára afmælið hér uppi á íslandi. Þrenn hjón úr hópnum hafa heimsótt okkur og þegar Pétur sonur okkar fór til Noregs og var þar í eitt ár, þá var hann hjá einum bekkjarbræðranna og gekk þar í skóla. Þetta vom allt Norðmenn, nema ég en þama var líka stór hópur Islendinga, sem hefur líka haldið hópinn allar götur síðan. 170 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.