Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Síða 23

Heima er bezt - 01.05.1997, Síða 23
ana. Þeir lágu undir bakkanaum og þegar við stöppuðum niður fótunum í grasinu syntu þeir fram í læk- inn. En hvað þeir voru fallegir innan um smásteina og grænt slý þegar sólin myndaði netmunstur um þá gegnum lækj- arstrauminn! Einu sinni náðum við nokkrum lontum með höndunum og settum þær í fötu og Þoddi frændi bar þær heim úr björtu sólskininu og inn í rökkvað eld- hús Köru. Hún horfði brosandi á lonturnar og sagði okkur síðan að setja þær aftur í lækinn. Litla hvítmálaða kirkjan var framan við bæinn. Það var svo kalt norðan við hana þar sem blés vindur frá Norður - Ishafinu langt að baki engjanna sem teygðu sig í áttina til þess. Frá þessari hlið mátti sjá litla ávala fjallið ofan við heimaþorp mitt. Það virtist brosa til okkar næstum bleikt að lit þar sem það bar yfir dökkan hraunfláka. En sunnan við kirkjuna var hlýtt og sólríkt og þaðan sást fljótið og stóri fossinn í því, hvítur sem lambsull. Hann hét líka Ullarfoss. Kirkjugarð- urinn var við suðurhlið kirkjunnar. Hann var næstum þakinn grasi og þar voru aðeins fáeinir legsteinar. Fallegastur var hvítur marmara- steinn á leiði Hildar frænku sem þak- ið var blómstrandi stjúpmæðrum á sumrin. Einu sinni sat ég við leiðið ineð ömmu og við skoðuðum fallega fjólurauða stjúpmóður og amma sagði: „Hildur mín litla átti einu sinni flauelskjól í þessum lit.“ Hildur dó af barnsförum þegar hún fæddi sitt fyrsta barn. Á sólríku sumarsíðdegi var ég að svippa úti á hlaði milli bæjar og kirkjugarðs. I logninu heyrði ég nið- inn í læknum, hvissið í ljám sláttu- mannanna úti á túni og hnegg hest- anna uppi í íjalli. Og oft fannst mér ég heyra niðinn frá Ullarfossi sem féll ofan í Skipahyl langt í suðri og krýndi sig hvítum úða. Eg þóttist dugleg að svippa og hoppaði jafnfæt- is hvað eftir annað. Svippubandið þyrlaði upp ryki af moldarhlaðinu og ég fékk rykkorn í augað. Það var voðalega sárt og ég fór að skæla. Fyrsta hugsun mín var að leita hjálpar hjá Köru og ég staulaðist inn í rökkvað eldhúsið. Hún stóð við heita eldstóna í rósóttum léreftskjól. Hún var að hella upp á könnuna og sterkur hressandi ilmur fyllti loftið. Hún var að baka tigla með miðdegis- kaffinu. Flétturnar höfðu raknað upp og henni var heitt og hún var sveitt við stóna og koppaglans á andlitinu. Hún beygði sig niður að mér, lyfti upp augnlokinu og sleikti kornið burt úr auganu með tungunni. Allt varð gott aftur. Kara, eiginmaður hennar og ógift- ur bróðir og ég fórum í kaupstaðinn í heimaþorp mitt til þess að kaupa nauðsynjar fýrir búið. Og auðvitað fórum við í bakaríið og keyptum vínarbrauð. Við borð- uðum hádegismat heima hjá mér og heim- sóttum Bróa litla sem lá fárveikur í rúmi for- eldra minna. Hann hafði verið veikur margar vikur. Ó, hvað hann var lít- ill, þarna sem hann lá svo veikur en brosandi og augun hans svo björt og ljómandi. Eg var átta ára en innst í hjarta mínu vissi ég að hann var að deyja. En ég vissi ekki að þarna sá ég hann í síðasta sinn. Við vorum mjög hrygg þegar við fórum aftur í sveitina. Kara frænka var fljót að hafa fataskipti. Hún hafði verið í spariföt- unum, peysufötum. Hún tók af sér silkisvuntuna og fór úr þunga, síða svarta pilsinu. Svo leysti hún af sér silkislifsið og fór úr þykku, svörtu peysunni og losaði um stífaða brjóst- ið undir henni. Týndi síðan títuprjón- ana úr litlu, svörtu húfunni með langa skúfnum sem hún hafði fest í hárið. Hún hengdi fötin snyrtilega á herðatré og setti svuntuna og slifsið ofan í kommóðuskúffu. Síðan fór ég með henni út í kirkju þar sem hún hengdi fötin á nagla á veggnum und- ir stiganum sem lá upp á litla kirkju- loftið. Þar hékk einnig upphlutspils ömmu og spariföt piltanna. Við fórum síðan út og lokuðum kirkjunni vandlega og Kara frænka tók með hlýrri hendi sinni um mína. Þegar við gengum heim að bænum sagði hún: „Nú fáum við okkur kaffisopa og vinarbrauð.“ Rödd hennar var hressileg en ég sá að tár fylltu augu hennar. Eg fann líka heit tár renna niður kinnarnar á mér. Heima er bezt 183

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.