Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 9
Theódór og Björg með börnin 3; Halldóru Rannveigu, Pétur og Andra Má. Heimilið að Botnahlíð 19, nýkeypt, Strandartindur gnæfir fyrir ofan. rykið og ég dríf mig af stað. Ég er keppnismanneskja í eðli mínu og hef afskaplega gaman af þessu. Ég hef tekið þátt í firmakeppnum og ýmsu slíku í gegnum árin. í Danmörku var ég í íþróttalýðháskóia og kynntist þar mörgum tegund- um íþrótta. Á síðustu árum hef ég þó eytt mestum tíma mínum í skíðin. Það hefur sjálfsagt aðallega verið vegna þess að börnin hafa verið mikið á skíðum og ég eiginlega erfði skíðadeildina héma og hef ekki kunnað að hætta enn. Ég keypti fyrstu skíðin mín rétt áður en ég fór í fyrsta sinn á Andrésar Andar leikana á Akureyri. Þegar þangað kom fór ég upp með lyftunni eins og gerist og gengur en ég fór hinsvegar líka með henni niður. Þannig hófst nú skíðafer- illinn minn. Ég get rennt mér niður í plóg eins og flestir geta en ég er betri sem lyftuvörður! Það er mín pólítík að vera í skíðadeildinni og þetta er afskaplega gefandi og skemmtilegt starf. Þama gefst tækifæri til að starfa með stórum hópi fólks á öllum aldri. Hér á Seyðisfirði er mikill áhugi og alltaf stór hópur fólks tilbúinn til starfa þegar við tökum að okkur stór verkefni. Krakkamir hafa líka sýnt okkur mikla virðingu og þakklæti og það er hollt, gott og gaman að starfa með þeim. UÍA Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands er nauðsynlegt. Þetta er svo stór fjórðungur og UÍA á að vera þjónustuskrifstofa og samnefnari fyrir íþróttastarfsemi á Austurlandi. Ég starfa í skíðaráði UIA ásamt öðrum formönnum allra skíðadeilda á samstarfssvæðinu og við hittumst með reglulegu millibili, ræðum hagsmunamál okkar og skipuleggj- um starfið. Við sendum yfirleitt saman Austfjarða- lið en keppendur keppa fyrir sitt íþróttafélag. Sam- starf hefur aukist mjög mikið og til dæmis höfum við sameinast um þjálfara. Þetta er af hinu góða því þetta er dýrt og okkur ofViða hveiju fýrir sig en sam- einuð getum við ýmislegt. Þannig hefur verið stofn- að skíðasamlag Seyðisfjarðar og Egilsstaða og ég á mér þann draum að þetta samstarf eflist enn frekar. Svo kynn- ast krakkamir vel og það er líka af hinu góða. Þetta er mitt aðal áhugamál og ef maður tekur eitthvað að sér, þá reynir maður að vinna það vel meðan maður hefur gaman af því. Meðan ég tel sjálf að ég sé að gera gagn og enginn annar lætur mig hætta - og ég hef ekki vit á því sjálf, þá held ég áfram. Síldarárin á Austfjörðum Theódór. Á unglingsárum okkar, í kringum 1960, náði síldarævin- týrið hámarki og þetta var ótrúlegur tími. Hér á Seyðisfirði var saltað á 9 plönum þegar mest var, hér vom 2 bræðslur og fjöldi aðkomufólks. Vinnuálagið var gegndarlaust og allir krakkar unnu ffá 10 - 11 ára aldri eins mikið og þeir þoldu og gátu. Þetta var ævintýralegur tími, sem vonandi kemur ekki aftur, a.m.k. ekki með sama hætti. Hér á Seyð- isfirði ríkti nánast gullæði, þetta var “Klondyke” tími. Ég fór að heiman 14 ára í skóla og átti alltaf nóga peninga. Skólaárin mín í Reykjavík átti ég m.a.s. afgang um vorið og var þó ekki lifað neinu sultarlífi í borginni! Það var ekki fyrr en síðasta árið í Noregi að ég þurfti að taka námslán og þá lögðust tvær gengisfellingar gegn okkur. Auk þess að vinna á plönunum, spilaði ég í hljómsveit á síldarárun- um og við höfðum föst samningsbundin böll fjögur kvöld í viku og oft meira en það. Vinnudagurinn hófst yfirleitt klukkan sjö á morgnana og lauk ekki fyrr en 2 - 3 á nótt- unni. Ég hef líka oft hugsað um það síðan að ég svaf yfir- leitt fram að jólum eftir að skólinn byrjaði. Ég kom út- keyrður í skólann eftir sumarvinnuna og svaf alltaf þegar ég átti til þess lausa stund. Um áramót var ég svo orðinn nokkum veginn hvíldur og þá þurfti að taka til hendinni og vinna upp það sem var óunnið á haustönninni. Þegar síldin hvarf varð hér mikið hrun því það var að mestu leyti að- Heima er bezt 169

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.