Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 12
einum eða öðrum hætti. Við völdum þann kostinn að reyna að kljást við skuldimar án þess að gefa okkur upp, eins og það er kallað, og við erum að sjá fyrir endann á því núna. Eg merki uppsveiflu, sem segja má að hafi hafist, hægt og rólega, fyrir ári síðan eða svo. En þetta hefur m.a. þýtt það að fyrirtækið hefur að mestu farið úr eigu ijölskyldunnar. Aður var það alfarið fjölskyldufyrirtæki en í efnahagslegri uppbyggingu síðustu ára hafa fjárfestar komið til liðs við okkur. Þannig höfum við getað rétt úr kútnum. Þetta var ekki erfið ákvörðun, hún var óhjákvæmileg. Þannig tryggð- um við að fyrirtækið hefði áffam verkefni fólkið áfram vinnu. Erfiðleikar í járniðnaði Það sem hefúr valdið þessum fyrirtækjum erf- iðleikum er annarsveg- ar verkefnaskortur og hinsvegar erum við að vinna þessi verkefni á alltof lágum verðum á alltof löngum tíma. Við byggðum yfir fjöldann allan af eldri vertíðarbátum, skiptum um stýrishús, lengdum báta o.s.frv. Við vorum í beinni og harðri samkeppni við erlend fyr- irtæki; norsk, ensk og pólsk og fjöldi verkefna fór úr landi og var unninn þar á skemmri tíma fyrir miklu lægra verð en við gátum boðið hér heima. Til þess að fá eitthvað af þessum verkefnum völd- um við þann kostinn að taka töluvert af slíkum verkefnum fyrir of lágt verð. Við þær aðstæður ést smám saman innan úr efnahag fyrirtækjanna og skuldir taka að hlaðast upp. Flestar vélsmiðjur í landinu og allar þær stærstu fóru á hausinn og voru síðan endurreistar með tiltölulega litlum skuldum og góðum efnahag. Við keppum við þessi fyrirtæki en erum langt frá því að hafa endurreist efnahag- inn, þannig að leikurinn er ójafn. En við höfum orðið val á öðrum verkefnum. Það er verið að byggja upp og endur- nýja í virkjunum, byggja upp loðnuverksmiðjur og frysti- hús og fjölbreytnin er orðin meiri. Við höfúm því getað leitt hjá okkur slaginn um bátasmíði. Sveitarstjórnarmál Theódór sat í bæjarstjóm á Seyðisfirði í 16 ár eða 4 kjör- tímabil og var oftast forseti hennar. Björg hefúr hinsvegar látið pólítíkina eiga sig. Björg. Það er nóg að einn heimilismaður sé í pólítíkinni. Ég Að ofan: Jökultindi hleypt af stokkunum í vélsmiðjunni Stál. Til vinstri: Tankur úr ryðfríu stáli á leið til Djúpavogs. Að neðan: Bátur í slippnum hjá Stáli. segi stundum að ég hafi verið svo heppin að þurfa aldrei að taka sjálfstæða pólítíska ákvörðun. Þegar ég kom hing- að fyrst gat ég kosið tengdafoður minn til Alþingis því hann var þá í öðm sæti og varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins á þingi. Svo gat ég kosið manninn minn bæjar- stjóm. Það má því segja að ég hafi kosið menn frekar en flokka en hinsvegar var ég þannig uppalin að skoðanir okkar falla ágætlega saman. Ég tók þátt í pólítíkinni með Theódór og studdi við bakið á honum. Þegar hann ákvað að gefa kost á sér í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins vann ég fyrir hann eins og ég gat og held að það hafi haft áhrif á að hann náði kosningu enda hafði ég trú á mínum manni. Þar var hann í 6 ár. Ég starfaði um tíma í bamavemdamefnd en þegar börnin urðu stálpuð fannst þeim óþægilegt að vita af mér þar, svo ég hætti því. Við vorum með 3 böm og Theó- dór á kafi í bæjarstjómarmálunum og ýmsu öðm þannig að ég hafði alveg nóg að gera. 172 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.