Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 26
þar á milli. Sumir sögðu að rætur hvanna sem yxu undan sól væru sætar en ef hvönnin óx á móti sól áttu þær að verða rammar. Hvannarætur voru teknar í vetrarforða á haustin, t.d. í Mý- vatnssveit og á Austur- og Suður- landi. Á 18. öld fóru Skaftfellingar hópum saman á rótafjall að Fjalla- baki. Menn höfðu með sér rótapoka og grefla í ferðim- ar, en rótagrefill er flatur jámbroddur neðan í tréskafti. Með greflinum var losað í kringum rót- ina, henni kippt upp og njólinn skor- inn af. Áberandi er hvað meira er af heimildum um rótaferðir fra S- og S- Austurlandi og virðast þær leggjast þar seinna af en annars staðar á land- inu og ýmis ömefni þar tengjast róta- töku. Rótagröf heitir t.d í túninu á Lækjabotnum í Rangárvallasýslu. Þar munu rætur hafa verið grafnar til geymslu áður fyrr. Rótarstaðir heita á Kerlingadalsafrétti í Mýrdal. Iðulega voru nýjar rætur borðaðar hráar með harðfiski og smjöri eða tólg eða bara einar líkt og ávextir. Þær voru geymdar á svipaðan hátt og aðrir rótarávextir, stundum grafnar í jörð í heyi eða moði, eða hafðar í köldu vatni ef lítið þurfti að geyma. Á Hom- ströndum vom þær settar í súr eins og stönglamir. Nýjar hvannarætur þóttu prýðismeðal við kvefi og flensu. Algengt var að taka lítið eitt af hvannarótum til að leggja í brennivín á sama hátt og einiber og kúmen. Það tíðkaðist langt fram á þessa öld. Eins tóku menn rætur og átu, ef þær urðu á vegi þeirra, en skipulagðar rótaferðir eru nánast úr sögunni um aldamót. Þó var ekki lengra síðan en svo að margir þeirra sem skrifuðu þjóðháttadeildinni á sjöunda áratugn- Brennivínsflaska. Hvannarót og kúmen notuðu menn til að krydda brennivín. Fífilrótarblöð. Seyði af þeim var drukkið við magabólgum. \ 1 — — m Trog voru notuð til margs á íslensk- um heimilum. Menn „ vinsuðu, “ „ tíndu “ og söxuðu fjallagrös gjarnan í trogum. um heyrðu gamalt fólk segja frá róta- ferðum og rótaverkun. Þetta höfðu stundum verið ævintýraferðir og jafnvel borið við að útilegumenn sýndu sig eins og í grasaferðum. Notkun á hvönnum til manneldis virðist vera hér jafngömul byggðinni. Landnámsmenn þekktu hvannanytjar frá heimahögum sínum í Noregi en hvanngarðar eru nefndir í elstu norskum lögum og hvönn virðist hafa verið verslunarvara þar á torg- um. I íslensku þjóðveldislögunum er lagt bann við því að menn taki hvannir í annarra landi. Hvönn var flutt heim að bæjum í hvann- garða og sér þeirra víða enn- þá stað t.d. á e y ð i b ý 1 u m . Sums staðar eins og t.d. á Hornströndum var slíkt óþarfi, villta hvönn var hvarvetna hægt að taka. Fræg er sagan um það þegar þeir fóst- bræður Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kol- brúnarskáld voru að hvannskurði í Hornbjargi og aur skreið undan fót- um kappans Þorgeirs. Hann féll en náði taki á hvönn í bjarginu og hékk þar lengi dags því að hetjur biðja ekki um hjálp. Þormóð fór að lengja eftir fóstbróður sínum og kallaði niður til hans hvort hann hefði ekki fengið nógar hvannir. „Þorgeir svar- ar þá með óskelfdri röddu og ótta- lausu brjósti: „Ég ætla,“ segir hann, „að ég hafi þá nógar, að þessi er uppi, er ég held um.“ Stönglar hvanna voru etnir ekki síður en ræturnar. Þeir voru teknir áður en þeir fóru að tréna og etnir hráir með smjöri eða öðrum mat. Stönglar og blöð voru einnig höfð í súpur og grauta og jafhvel blandað í rabbabara þegar soðin var sulta. Kemur þá þægilegur kryddkeimur af sultunni. Þar sem mikil hvannatekja var, eins og til dæmis á Hornströnd- um, voru stönglamir soðnir og settir í súr. Hvannir voru líka saxaðar ósoðnar saman við súr eða skyr, líkt og oft var gert við gulrófúkál. Það hét hvannasúr. Víða erlendis eru hvannaleggir notaðir í mat og þykja hnossgæti. Smátt skorna, sykraða hvannastöngla má t.d. sums staðar fá í sælgætisbúð- um. Þá er hvönn notuð til að krydda líkjöra eins og t.d. Benedictine og Chartreuse. Lítið eimir nú eftir af hinni gömlu hvannanotkun Islend- 186 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.