Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.05.1997, Blaðsíða 24
Hallgerður Gísladóttir: ISLENSKAR JURTIR Nú fer í hönd sá tími þeg- ar menn nýta gróður jarðarinnar sér til smekk- bætis og heilsueflingar, en áhugi á slíku hefur farið mikið í vöxt á siðustu Ó þú eilifi grasagrautur á Grenjaðarstað sem aldrei þrýtur leiðist mér oft að lepja þig loksins held ég þú drepir mig árum. Innlendar jurtir hafa alla tíð verið teknar til manneldis í einhverjum mœli og hér á eftir fara nokkur dœmi um slíkt. Ó þú eilífi grasagrautur > trúlega lítið er minnst á ([_)) Qallagrös í elstu heimildum kN okkar miðað við hve mikil- væg þau urðu í mataræði Islendinga síðar. í löggjöf eru þau ekki nefnd fyrr en í Jónsbók frá lokum 13. aldar, svo að nokkuð öruggt sé. Eini stað- urinn þar sem þeirra virðist getið í fornsögum er í Fljótsdælu, en hún er talin vera skrifuð nálægt 1500. Lík- legt er þó að þau hafi verið tekin hér frá fyrstu tíð. í Noregi voru þau t.d. höfð í brauð á miðöldum og nýtt af og til þegar að kreppti allt fram á 20. öld, þannig að sennilega hafa land- námsmenn kunnað að grasa sér til matar þegar þeir komu hingað. Þegar kemur fram á 18. öld fer að sjást meira um ijallagrös í íslenskum heimild- um. Upplýsingarmenn 18. aldar rit- uðu t.d. töluvert um þau og hvöttu menn til neyslu þeirra. Fjallagrasa- grautar voru daglega á borðum margra á þessum tíma, einkum fyrir norðan og austan, en þar hefur grasa- tekja jafnan verið mest. Sums staðar var einhvers konar grasa- matur í hverri máltíð dagsins fram yfir síðustu aldamót, og þótti sumum nóg um. Um það vitnar eftirfarandi húsgangur: í Móðuharðindunum dóu fjallagrös út um allt land og þraut alveg í nokk- ur ár. Taldi Sveinn Pálsson að heilsu- leysi, einkum brjóstveiki sem jókst í kjölfar móðuharðindanna gæti átt rót sína að rekja til fjallagrasaleysisins. í byrjun 19. aldar jókst grasatekja svo verulega. í sóknarlýsingu Garðssókn- ar í Kelduhverfi 1839 segir á þessa leið: A skipleysisárunum 1808-1810 safnaðist svo mikill fólksfjöldi á Reykjaheiði til grasatekju, að hún örtíndist hlað jýrir blað og hefur síð- an aldrei náð sér aftur. Fram undir aldamót fór víða margt fólk saman til grasa á vorin í eina til tvær vikur. Slógu menn þá upp tjöld- um og lágu við, tíndu grös á nótt- unni, en sváfu á daginn. Þessar ferðir voru oft hinar mestu ævintýraferðir og eru margar sögur um ástafar og útilegumenn tengdar grasaferðum. í byrjun aldar voru ijallagrös tölu- vert notuð á íslenskum sveitaheimil- um, t.d. mikið um norðan og austan- vert landið en þó minnst í Eyjafirði. Vestanlands voru fjallagrös helst tek- in í Borgarfirði, Dölum, Barða- strandarsýslum og á Ströndum, en lítið í ísafjarðarsýslum. Sunnlending- ar voru þá að mestu hættir að fara til grasa. Löngum grasaferðum mun hafa verið hætt að mestu á síðustu áratug- um 19. aldar en í byrjun þeirrar 20. var algengast að fara dags- eða sólar- hringsferðir. Þær voru kallaðar „skottuferðir“ til aðgreiningar frá al- 184 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.